18.4.2013 | 09:27
Ekki langt síðan svona hætta var hér.
Sú var tíð að íbúar í Grafarvogshverfi þurftu að berjast fyrir því að losa byggðina við þá hættu sem var fólgin í því að hafa heila áburðarverksmiðju í nokkur hundruð metra fjarlægð.
Þegar hún var upphaflega reist kom Örfirirey til greina, en hætt var við það vegna of mikillar nálægðar við byggð.
En 40 árum síðar var verksmiðjan, sem reist var, jafn nálægt eða jafnvel nær byggð!
Og það kom fyrir að litlu munaði að verr færi, þegar óhapp varð í verksmiðjunni.
Gríðarleg sprenging í Texas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var engin byggð í nálægð við verksmiðjuna er hún var byggð, það var byggðin sem færðist nær verksmiðjunni en ekki verksmiðjan sem færðist nær byggðinni!
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 09:58
"Eldur kom upp í ammoníaksgeymi í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi 15. apríl 1990.
Í kjölfar þess lýstu íbúar í Grafarvogi áhyggjum sínum af staðsetningu áburðarverksmiðjunnar svo nálægt íbúðahverfi. Og borgarráð samþykkti í apríl 1990 að krefjast þess að rekstri verksmiðjunnar yrði hætt.
Öflug sprenging varð í áburðarverksmiðjunni 1. október 2001."
"Sagt var að hús í Grafarvogi hafi nötrað og margir íbúar þar hafi fundið loftþrýstibylgju. Þetta varð til þess að framleiðslu í verksmiðjunni var hætt fyrr en ella."
2.10.2001:
Öflug sprenging í áburðarverksmiðjunni í Gufunesi:
"Sprengingin varð í rafmagnstöflusal í enda húss, þar sem fram fer framleiðsla á vetni og ammoníaki."
"Í fyrstu var talin mikil hætta á loftmengun vegna sprengingarinnar en vindátt var hagstæð og stóð vindur á haf út."
Þorsteinn Briem, 18.4.2013 kl. 10:16
"Í febrúar 2010 dæmdi Hæstiréttur Íslands konu sem býr skammt frá áburðarverksmiðjunni 4,2 milljónir króna í skaðabætur fyrir líkamstjón og örorku vegna mengunar frá verksmiðjunni."
Áburðarverksmiðjan í Gufunesi
Þorsteinn Briem, 18.4.2013 kl. 10:22
Krafturinn í þessari sprengingu er ofboðslegur, sem sést á miðju vídeóinu hér. Þar er kvikmyndað í mikilli fjarlægð, en samt er hvellurinn t.d. svo mikill að stúlkan í bílnum missir heyrn tímabundið. Svona efnaverksmiðja þarf að vera langt, langt í burtu frá byggð!
http://www.belfasttelegraph.co.uk/news/world-news/video-waco-blast-terror-dad-dad-please-get-out-off-here-pleads-boy-as-father-films-terrifying-explosion-at-fertilizer-plant-in-texas-29205372.html
Ívar Pálsson, 18.4.2013 kl. 10:35
Reykjavíkurflugvöllur á heldur ekki að vera nálægt þéttri íbúðabyggð, eins og hann er nú, meðal annars vegna mengunar-, eld- og sprengihættu.
Þorsteinn Briem, 18.4.2013 kl. 10:47
Ómar Ragnarsson 9.4.2013:
"Á núvirði er beint og ískalt fjárhagslegt tjón af banaslysi um 300 milljónir á mann."
Fimmtíu banaslys kosta því 15 milljarða króna, sömu upphæð og það kostar að gera flugvöll á Hólmsheiði, sem þar að auki fengist greiddur að fullu og miklu meira en það með sölu ríkisins til Reykjavíkurborgar á því landi sem er í eigu ríkisins á Vatnsmýrarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 18.4.2013 kl. 13:08
Tek undir innlegg #1. Verksmiðjan var í alveg öruggri fjarlægð þegar hún var byggð.
Vek svo athygli á því, að það er ekki endilega verksmiðjam sjálf sem er hættuleg, heldur lagerinn. Fyrirtaks sprengikraftur í Nítrói....
Vek svo athygli á því að á ári hverju farast fleiri manns í banaslysum á götum Reykjavíkur, en oftast ekki á flugvellinum. Mikilvægt mál að banna umferð bíla í borginni og færa þá upp á Hólmsheiði eða Sandskeið.
Jón Logi (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 16:56
Ég man þennan dag. Ég bjó í Hamrahverfinu og hafði útsýni upp á Gullinbrú. Þá sá ég að allir bílar á höfuðborgarsvæðinu sem gátu skartað bláum, blikkandi ljósum voru að ryðjast niður Gullinbrú. Mér varð einmitt hugsað að nú gæti áburðarverskmiðjan verið að búa sig undir að sprynga í loft upp. Við ættum auðvitað að drífa okkur út í bíl í einum grænum og keyra eins hratt og auðið væri í burtu frá áburðarverksmiðjunni. En svo gerði ég einhvernvegin bara ekkert í málinu. Man ekki af hverju. Enda gerðist ekki neitt. Það lá bara við.
Theódór Gunnarsson, 18.4.2013 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.