Vanmetnustu framleiðslustaðirnir?

Hvað skyldu þeir vera margir að meðaltali, bílskúrarnir, sem eru í raun einhverjar afkastamestu  menningarframleiðslustöðvar á landinu hverju sinni. Hve margar "bílskúrshljómsveitir"? Hve mörg hljóðver? Hve margir samkomustaðir fyrir skapandi fólk?

Þegar þess er gætt að tónlist og menning, sem eiga rætur eða uppruna í bílskúrum, eru orðin að sívaxandi framleiðslugrein, sem skapar verðmæti bæði innanlands og síðustu árin ekki síður erlendis í formi útrásar og auglýsingar á landinu sem ferðamannalands með áhugaverða og aðlaðandi menningarstarfsemi. 

Þessi "framleiðslugrein" er þegar komin vel fram úr grónum atvinnugreinum eins og landbúnaði hvað snertir hlutdeild í þjóðarframleiðslunni, hvað þá í gjaldeyrisöflun, þannig að kannski eru bílskúrarnir vanmetnustu framleiðslustaðir landsins. 

 


mbl.is Byrjaði í bílskúrnum fyrir 10 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagræn áhrif menningar - Dr. Ágúst Einarsson:

"Framlag menningar til landsframleiðslu hér á Íslandi er 4% en landbúnaðar 1%."

Þorsteinn Briem, 18.4.2013 kl. 20:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Home of Paul and Clara Jobs, on Crist Drive in Los Altos, California. Steve Jobs formed Apple Computer in its garage with Steve Wozniak and Ronald Wayne in 1976. Wayne stayed only a short time leaving Jobs and Wozniak as the primary co-founders of the company.
Home of Paul and Clara Jobs, on Crist Drive in Los Altos, California. Steve Jobs formed Apple Computer in its garage with Steve Wozniak and Ronald Wayne in 1976.

Þorsteinn Briem, 18.4.2013 kl. 20:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætlar ekki einhver brjálæðingur að gera athugasemdir við þessar athugasemdir?!

Þorsteinn Briem, 18.4.2013 kl. 20:58

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

En íslendingar ætla ennþá að verða ríkir á einni nóttu, "meika það bara núna". Til þess eru svona litla bílskúrsdæmi ekki nógu öflug. Gull, olía eða álver skulu það vera, púnktur og basta!

Úrsúla Jünemann, 18.4.2013 kl. 22:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, svo hirða þeir allt sparifé barna og gamalmenna sem lagt hafa fyrir árum saman.

Þorsteinn Briem, 18.4.2013 kl. 23:47

6 Smámynd: Hörður Einarsson

Svo þegar socialflokkarnir eru búnir að drepa sjávarútveginn, þá deyja þessi litlu fyrirtæki.

Hörður Einarsson, 29.4.2013 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband