18.4.2013 | 20:01
Vanmetnustu framleiðslustaðirnir?
Hvað skyldu þeir vera margir að meðaltali, bílskúrarnir, sem eru í raun einhverjar afkastamestu menningarframleiðslustöðvar á landinu hverju sinni. Hve margar "bílskúrshljómsveitir"? Hve mörg hljóðver? Hve margir samkomustaðir fyrir skapandi fólk?
Þegar þess er gætt að tónlist og menning, sem eiga rætur eða uppruna í bílskúrum, eru orðin að sívaxandi framleiðslugrein, sem skapar verðmæti bæði innanlands og síðustu árin ekki síður erlendis í formi útrásar og auglýsingar á landinu sem ferðamannalands með áhugaverða og aðlaðandi menningarstarfsemi.
Þessi "framleiðslugrein" er þegar komin vel fram úr grónum atvinnugreinum eins og landbúnaði hvað snertir hlutdeild í þjóðarframleiðslunni, hvað þá í gjaldeyrisöflun, þannig að kannski eru bílskúrarnir vanmetnustu framleiðslustaðir landsins.
Byrjaði í bílskúrnum fyrir 10 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Framlag menningar til landsframleiðslu hér á Íslandi er 4% en landbúnaðar 1%."
Þorsteinn Briem, 18.4.2013 kl. 20:11
Þorsteinn Briem, 18.4.2013 kl. 20:24
Ætlar ekki einhver brjálæðingur að gera athugasemdir við þessar athugasemdir?!
Þorsteinn Briem, 18.4.2013 kl. 20:58
En íslendingar ætla ennþá að verða ríkir á einni nóttu, "meika það bara núna". Til þess eru svona litla bílskúrsdæmi ekki nógu öflug. Gull, olía eða álver skulu það vera, púnktur og basta!
Úrsúla Jünemann, 18.4.2013 kl. 22:58
Jamm, svo hirða þeir allt sparifé barna og gamalmenna sem lagt hafa fyrir árum saman.
Þorsteinn Briem, 18.4.2013 kl. 23:47
Svo þegar socialflokkarnir eru búnir að drepa sjávarútveginn, þá deyja þessi litlu fyrirtæki.
Hörður Einarsson, 29.4.2013 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.