Aukið óorð bakpoka?

2004 fórum við Haukur Heiðar Ingólfsson ásamt eiginkonum okkar frá Íslandi til Los Angeles til að skemmta á þorrablóti Íslendingafélagsins þar.

Við tókum með okkur 80 kíló af þorramat og kviðum mikið fyrir því að burðast með hann í gegnum tollinn, þrátt fyrir vottorð í bak og fyrir, vegna þess að daginn áður hafði verið framið mikið hryðjuverk á Spáni, þar sem sprengjum var komið fyrir í bakpokum. 

Kvíði okkar vegna þorramatarins reyndist ástæðulaus. Hann flaug í gegn. Hins vegar var ég einn um það af ferðafélögunum að vera með bakpoka og það kostaði mig mikla rekistefnu og óþægindi, vegna þess hvernig hann var næstum tættur í sundur og allt sem í honum var. 

Nú má hugsanlega búast við svipuðu enda er miklu auðveldara að vera með þungan farangur í bakpoka en í tösku, sem borin er í annarri hendi.


mbl.is Myndir af grunuðum sprengjumönnum birtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Illa gekk í gegnum toll,
af Golsu fundu kjamma,
blóðmör súran, bringukoll,
og gömul var þar amma.

Þorsteinn Briem, 19.4.2013 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband