19.4.2013 | 11:00
2003 og 2007 komin aftur: Take the money and run!
2003 og 2007 eru komin aftur. 2003 var því lofað að miklir peningar væru handan við hornið í formi húsnæðislána og þenslu vegna virkjana- og stóriðjuframkvæmda.Kunnáttumenn vöruðu við þessu en voru afgreiddir sem "úrtölumenn"
Og peningarnir komu og loforðin gengu eftir. Heimilin i landinu fengu meiri peninga næstu árin en dæmi voru um áður, því að há skráning krónunnar gerði fólki kleift að fjárfesta í neyslu þar sem bílar og hvers kyns varningur fengust fyrir allt að 30-40 prósent lægra verð en ella.
Gjöldum var meira að segja létt af stórum amerískum pallbílum svo að hægt væri að moka þeim til landsins.
Skuldir heimilanna fjórfölduðust í þessu mesta "gróðæri" allra tíma.
Lars Christensen varaði við bankabólunni. Íslensku þenslu- og hagvaxtarpostularnir afgreiddu hann og fleiri "vitleysinga" léttilega. "Öfundsjúkiur Dani." Um annan erlendan sérfræðing var sagt: "Þarf að fara í endurhæfingu."
Mestu náttúrufórnir Íslandssögunnar á kostnað komandi kynslóða voru dásamaðar og þeir sem andæfðu voru afgreiddir sem "öfgamenn" og "menn sem eru á móti atvinnuuppbyggingu og á móti rafmagni, - vilja fara aftur inn í torfkofana."
Svo fuðraði þetta allt upp í Hrunbálinu en samt er 2003 komið aftur. Lars Christensen er aftur orðinn öfundsjúkur Dani, en verra skammaryrði er varla hægt að finna um nokkurn mann.
Allir útlendingar sem eiga í eignum föllnu bankanna, líka erlendir lífeyrissjóðir, eru afgreiddir sem "hrægammar". Þeir sem við lokkuðum til að fjárfesta í "íslenska efnahagsundrinu" voru kallaðir dæmi um nauðsynlega erlenda fjárfestingu þá en eru núna hrægammar.
Þeir sem andæfa eyðileggingu náttúruverðmæta frá Reykjanestá austur í Skaftafellssýslu og upp á hálendið eru áfram, alveg eins og 2003, "öfgamenn, sem eru á móti rafmagni og atvinnuuppbyggingu og vilja fara aftur inn í torfkofana."
"Hófsemdarmennirnir" eru þeir sem vilja að við framleiðum tíu sinnum meiri orku en við þurfum sjálf fyrir iinnlend fyrirtæki og heimili, og þeir eru miklir hófsemdarmenn, sem vilja erlenda fjárfestingu hvað sem það kostar, jafnvel þótt það kosti að fara sömu leið og 2005 og bjóða orkuna á gjafverði.
Take the money and run! Það er kjörorð þessara daga. 2003 og 2007 eru komi aftur nema að slagorðið er örlitið breytt frá 2007. Þá var það: "Árangur áfram, - ekkert stopp!"
"Nú er það: "Árangur aftur! Ekkert stopp!"
Nema að 2008 varð stopp. En það er gleymt.
Kosningaloforð gleðja ekki fjárfesta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verð að segja að Sigmundur Davíð er mér enn óskrifað blað. Þrátt fyrir að Kögunarsjóðir hafi verið notaðir til að kaupa formannsstólinn undir hans „fat ass“.
Bjarni Ben er hinsvegar skilgetið og "genuine" afkvæmi seðlaklíkunnar á mölinni fyrir sunnan, heildsalanna, okurfurstanna. Sannur fulltrúi þeirra sem trúa því statt og stöðugt að sem yfirstétt eigi þeir að hafa forskot, eiga að hafa það betra en venjulegir innbyggjarar.
„Banality of money“
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 11:19
Haukur. Hvar á landinu býr svona garmur, með 1940 hugsanahátt smáborgara, en slettir ensku á alla kanta.
Karrl Birgisson (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 11:33
66° 03' N, 17° 19' W. Elevation; ca. 50 ft.
Have a good day, Karrl (Karl) Birgisson.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 11:48
Góð grein og rétt! Þetta með enskusletturnar. Mér finnst þær óþarfar en amast ekki út í þær. Er svo vanur að heyra þannig frá stjórnmálamönnunum okkar að ég læt þær sem vind um eyru þjóta, eins og loforðin þeirra! Tek undir með Ómari heilshugar, forðumst endurtekningar og h0ldum áfram!
Stefán R Þorvarðarson (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 14:12
"Þér mun ég gefa allt þetta veldi og dýrð þess, því mér er það í hendur fengið og ég get gefið það hverjum sem ég vil.
Ef þú fellur fram og tilbiður mig skal það allt verða þitt."
Þorsteinn Briem, 19.4.2013 kl. 15:42
og það voru ekki einusinni bremsuför
Rafn Guðmundsson, 19.4.2013 kl. 15:43
19.4.2013 (í dag):
"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eru flutt frá Reykjavíkur austur á Fljótsdalshérað.
Sigmundur Davíð er sem kunnugt er í framboði í Norðausturkjördæmi.
Frá þessu er sagt í frétt í Vikudegi. Þjóðskrá Íslands segir að lögheimili Sigmundar Davíðs sé að Hrafnabjörgum III í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði."
Sigmundur Davíð fluttur til Austurlands
"4. gr. Enginn getur átt lögheimili hér á landi á fleiri en einum stað í senn.
Leiki vafi á því hvar telja skuli að föst búseta manns standi, til dæmis vegna þess að hann hefur bækistöð í fleiri en einu sveitarfélagi, skal hann eiga lögheimili þar sem hann dvelst meiri hluta árs."
"Alþingismanni er heimilt að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi þar sem hann hafði fasta búsetu áður en hann varð þingmaður. Sama gildir um ráðherra."
Lög um lögheimili nr. 21/1990
Þorsteinn Briem, 19.4.2013 kl. 16:52
Reykvíkingurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur því ekki heimild samkvæmt lögum til að flytja lögheimili sitt til Norðausturkjördæmis, enda þótt hann verði þingmaður fyrir það kjördæmi nú í vor, enda starfar Alþingi meirihlutann af árinu og heimilisfang þess er við Kirkjutorg í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 19.4.2013 kl. 16:56
Gullfiskaminnið er kannski betur en minnið íslendinga.Förum bara í fiskibúr og syndum hring eftir hring.
Úrsúla Jünemann, 19.4.2013 kl. 18:18
Enginn getur bannað Sigmundi að flytja þangað sem hann kýs að flytja. Ætli einhver að halda því fram að hann búi meirihluta ársins annarsstaðar verður viðkomandi að sanna það og eðli málsins samkvæmt verður það ekki gert fyrirfram. Færu menn að skipta sér af því áður en skjalfest væri að hann hefði brotið lög nr. 21 frá 1990 er vandséð hvar slík afskiptasemi endaði. Enginn veit hvort Sigmundur Davíð sest á þing í haust. Að vísu eru á því talsverðar líkur en vissa liggur ekki fyrir. Fyrr en ljóst liggur fyrir að hann hefur ekki varið meirihluta þessa árs eða þess næsta annarsstaðar en á Hrafnabjörgum III hefur enginn glæpur verið framinn. Og ef gerð er krafa um að menn eigi lögheimili þar sem þeir hafa dvalist meirihluta hvers almanaksárs liggur vitaskuld í augum uppi að enginn getur breytt lögheimili síðari hluta árs.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 21:39
Þorvaldur S.,
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður að fara að lögum eins og allir aðrir og samkvæmt þeim á hann að eiga lögheimili þar sem hann dvelst meirihluta ársins.
Alþingi starfar meirihlutann af árinu og því er augljóst að Sigmundur Davíð býr áfram meirihlutann af árinu á höfuðborgarsvæðinu.
Hann er nú þegar þingmaður og verður það að sjálfsögðu áfram eftir alþingiskosningarnar í þessum mánuði.
Það er beinlínis heimskulegt að halda öðru fram.
Og jafn heimskulegt að halda því fram að Sigmundur Davíð muni búa allar helgar og í öllum öðrum fríum austur á Fljótsdalshéraði.
Þar að auki þurfa alþingismenn að vera á alls kyns fundum í húsakynnum Alþingis um helgar og aðra "frídaga".
Þingmenn þurfa einnig að sinna sínu starfi á höfuðborgarsvæðinu um helgar og í öðrum "fríum" fyrir þann stjórnmálaflokk sem þeir eiga aðild að, Sigmundur Davíð er formaður síns flokks og verður að öllum líkindum ráðherra næstu fjögur árin.
Og það er gagnslaust að hafa lög ef menn fara ekki eftir þeim, hvað þá alþingismenn.
En þér finnst það greinilega sjálfsagt.
Þorsteinn Briem, 19.4.2013 kl. 23:23
Ekki bregst kurteisin fremur en fyrri daginn. Og háttprýðin. Og þar að auki veit hann hvað ég hugsa. Glæsilegt. En; hvort sem okkur líkar betur eða verr verður að brjóta lög áður en hægt er að tala um lögbrot. Engin lög hafa verið brotin í þessu máli, hvað sem verður.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 00:03
Þorvaldur S.,
Ég sagði að það sem þú skrifar hér að ofan sé beinlínis heimskulegt og færði fyrir því góð rök.
Og það er enn heimskulegra að segja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi ekki ennþá brotið lög í þessum efnum.
Þar að auki hefur hann nú þegar fært lögheimili sitt austur á Fljótsdalshérað.
"Þjóðskrá Íslands segir að lögheimili Sigmundar Davíðs sé nú að Hrafnabjörgum III í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði."
Og hann sagðist fyrir löngu ætla að færa lögheimili sitt frá Reykjavík til Norðausturkjördæmis.
"Eftir að ákveðið var að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiddi framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi sagðist hann ætla að flytja lögheimili sitt í kjördæmið."
Brotavilji Sigmundar Davíðs hefur því verið einbeittur í þessu máli.
Þorsteinn Briem, 20.4.2013 kl. 00:38
Sem ég sagði. Hann hefur þegar flutt sig. Það liggur ekki fyrir formlega að hann muni ekki búa þar. Þegar hann hefur dvalist um hríð í Reykjavík, eða hvar annarsstaðar sem er, utan Hrafnabjarga hefur hann brotið lögin. Ekki fyrr. Ég er ekki að mæla því bót, síður en svo, en lögin hefur hann ekki brotið enn. Og fyrir því hef ég fært góð rök.
En úr því þú telur að lögin hafi verið brotin, og vitaskuld er afar líklegt að þau verði brotin, er ekkert annað í stöðunni en þú kærir hann. Og það strax.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 08:15
Þorvaldur S.,
Það er að sjálfsögðu nú þegar lögbrot hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni að færa lögheimili sitt austur á Fljótsdalshérað þegar hann ætlar sér ekki að búa þar meirihlutann af árinu.
Þetta réttarbrot þarf ekki að vera fullframið til að greinilega sé um lögbrot sé að ræða.
Þannig þarf ekki mann með skeiðklukku til að kanna hversu margar mínútur eða klukkutíma Sigmundur Davíð dvelst á Hrafnabjörgum III næstu tólf mánuði.
Þingmenn og fleiri hafa kvartað undan því að fólk sem í raun býr saman "svindli á kerfinu" með því að tilkynna um lögheimili á sitt hvorum staðnum.
Hins vegar hefur það valdið mörgum vandræðum að börn geti ekki átt lögheimili hjá báðum foreldrum sínum sem ekki búa saman.
Og það er mikil skömm að því þegar þingmenn fara ekki sjálfir að lögum um lögheimili, sem hafa valdið mörgu fólki miklum vandræðum.
Þorsteinn Briem, 20.4.2013 kl. 13:10
Til að leiðrétta smámisskilning.
Hrafnabjörg bærinn sem dekurdrengurinn er að flytja lögheimilið sitt til er EKKI á Fljótsdalshéraði, heldur í Jökulsárhlíð. Þegar ekið er af hringvegi rétt norðan við nýju brúna yfir Jökulsá á Brú (ekki lengur jökulsdá lengur heldur nokkurs konar framsóknará, er lungann úr árinu orðin bergvatnsá en breytist í jökulsá þegar Hálsalón við Kárahnjúka er fullt). Er þá ekið í austur í átt að Hótel Svartaskógi, Sleðbrjót og að Hellisheiði eystri og yfir í Vopnafjörð. Þessi bær er hálfpartinn örreitiskot og er merkilegt að formaður Framsóknarflokksins beri þar niður.
Kveðja
Guðjón Sigþór Jensson, 21.4.2013 kl. 15:25
Jökulsárhlíð tilheyrir nú sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði.
"Fljótsdalshérað er sveitarfélag á Miðausturlandi sem varð til 1. nóvember 2004 við sameiningu Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs og við þá sameiningu varð til fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi með um fjögur þúsund íbúa.
Þar af búa ríflega 2.300 manns í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellabæ.
Um svæðið fellur Lagarfljót og Jökulsá á Dal. Hallormsstaðaskógur, stærsti skógur landsins, er innan marka sveitarfélagsins, sem er jafnframt landmesta sveitarfélag landsins.
Í sveitarfélaginu eru eftirfarandi sveitir, sem eitt sinn voru hver um sig sjálfstætt sveitarfélag: Jökuldalur, Jökulsárhlíð, Hróarstunga, Fell, Hjaltastaðaþinghá, Eiðaþinghá, Vellir og Skógar (sem áður mynduðu einn hrepp) og Skriðdalur."
Fljótsdalshérað
Þorsteinn Briem, 21.4.2013 kl. 16:11
Þakka þér Steini, auðvitað hafa þessi héruð verið sameinuð. En eitt er víst þessi Hrafnabjargarbær er fremur lítill en landmikill. Tún eru ekki stór og mun vera sauðfjárbúskapur einkum verið stundaður á bæ þessum.
Athygli vekur nafn bæjarins sem kallar á Himinbjörg en svo nefndi Hriflon (Jónas frá Hriflu) hús sitt í Vesturbæ Reykjavíkur.
Guðjón Sigþór Jensson, 23.4.2013 kl. 08:41
Kemur Sigmundur Davíð til með að breyta nafni sínu: Sigmundur frá Hrafnabjörgum?
Guðjón Sigþór Jensson, 23.4.2013 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.