23.4.2013 | 23:52
Ný sókn gegn náttúrunni?
Sú var tíðin að Birgir Kjaran, Sjálfstæðisflokki, og Eysteinn Jónsson, Framsóknarflokki voru öflugustu málsvarar náttúrnnar á Alþingi. Eysteinn var formaður Náttúruverndarráðs og flest friðaðra svæða á landinu voru friðuð í hans stjórnartíð.
Nú er öldin önnur. Talsmaður Sjálfstæðisflokksins kallar á fleiri virkjanir og færri verndarsvæði í heldur en eru í Rammaáætlun þegar hann svarar spurningu Umhverfisverndarsamtaka um meginstefnu flokksins.
Og enduróminn má sjá í málflutningi Einars K. Guðfinnssonar um Teigsskóg. Það er að koma 2003 aftur og nú er lag að fara í sókn gegn verndun náttúruverðmæta.
Talsmaður Framsóknarflokksins dásamar í sínu svari hve mikill náttúruverndarflokkur Framsóknarflokkurinn sé og hafi verið ! Kanntu annan? Reyðarfjörður og Kárahnjúkar 2003 og Helguvík 2013. Í báðum tilfellum um að ræða meira en 600 megavatta orkubruðl til stóriðju með ómældum óafturkræfum umhverfisspjöllum.
Þá er nú svar Sjallanna skárra. Þar er þó ekki verið að fela að hverju sé stefnt af hálfu forystu þess flokks.
En um báða þessa flokka er hægt að segja það, að ekki er rétt að dæma fylgjendur þeirra út frá stefnu flokkanna. Stór hluti kjósenda þessara flokka eru gott og gegnt áhugafólk um náttúruvernd og umhverfismál eins og hefur margoft komið fram í skoðanakönnunum um umhverfismál.
Vegurinn liggi í gegnum Teigsskóg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aftur kemur Einar K.,
ætíð honum liggur á,
öllu vill hann eyða smá,
Andskotanum situr hjá.
Þorsteinn Briem, 24.4.2013 kl. 00:45
Ómar. Þetta er ofboðslegt ofstæki hjá þér. Hálslón þekur svæði sem er vel innan við helming þess landsvæðis sem komið hefur undan jökli síðan um aldamót. Kjarrlendi á borð við Teigsskóg eru víða en ber að sjálfsögðu að vernda nema ríkir hagsmunir krefjist annars. Það eru ríkir hagsmunir Vestfirðinga sem styðja það að þessi leið verði farin.
Skúli Víkingsson, 24.4.2013 kl. 16:02
10.11.2011:
"Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að lagning Vestfjarðavegar um Teigsskóg sé ekki á borðinu.
Það muni skapa miklar deilur og málssóknir sem líklegt sé að tapist fyrir dómsstólum.
Þá verði svokölluð Hálsaleið ekki farin, enda séu heimamenn mótfallnir henni."
Teigsskógur og Hálsaleið ekki gerleg
Þorsteinn Briem, 24.4.2013 kl. 16:29
22.10.2009:
"Dómur Hæstaréttar í dag er öllum unnendum Teigsskógar í Þorskafirði mikið ánægjuefni.
Í ljós kemur að Vegagerðin hefur rasað um ráð fram við umhverfismat og þó einkum að Jónína Bjartmarz Framsóknarráðherra í umhverfisráðuneytinu var á skjön við lögin þegar hún sneri við úrskurði Skipulagsstofnunar um vegagerð á þessum slóðum undir pólitískum þrýstingi."
Teigsskógur sigrar í Hæstarétti
Þorsteinn Briem, 24.4.2013 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.