28.4.2013 | 20:05
Forneskjufyrirkomulag á net- og tölvuöld.
Það er forneskjufyrirkomulagl að þurfa að aka með atkvæði milli ystu landshorna í 4-5 klukkustundir til enda kjördæmisins til að telja atkvæði.
Upplýst hefur verið að til sé plan B í Norðvesturkjördæmi varðandi það að telja atkvæði á Ísafirði og Patreksfirði ef ófærð er á Vestfjörðum, enda er hægur vandi að senda tölur á netinu til að leggja saman við tölur á aðaltalningastaðnum í Borgarnesi.
Þetta ættti ekki að vera plan B heldur plan A í öllum landsbyggðarkjördæmunum og atkvæði í Suðurkjördæmi frá svæðinu austan Sólheimasands talin í þjóðgarðsmiðstöðinni í Skaftafelli en atkvæði í Norðausturkjördæmi fyrir hið gamla Austurlandskjördæmi talin á Egilsstöðum á sama hátt og send um netið til Akureyrar.
Síðustu tölur breyttu miklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á tölvuöld er hægt að gera þetta enn einfaldara ef vilji er fyrir hendi. Það er hægt að hafa veflykil fyrir hvern kjósanda (gæti verið sá skattalykillinn) og þegar kjósandinn er búinn að sanna á sér deili í kjördeild gæti hann greitt atkvæði rafrænt og það yrði sent á talningastað og þyrfti hvorki flugvélar né bíla hvað þá tafir og úrslitin lægju ljós fyrir nema utankjörstaðaatkvæði hálftíma eftir að kjörfundi lýkur.
Jón Magnússon, 28.4.2013 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.