4.5.2013 | 20:51
"Fljúgandi pensillinn".
Tveggja hreyfla sprengjuflugvélarnar Dornier Do 17 voru kallaðar "fljúgandi pensillinn" vegna sérstæðrar lögunar sinnar. Þær voru ein af þremur tegundum sprengjuflugvéla, sem Þjóðverjar notuðu mest í Seinni heimsstyrjöldinni, en hinar voru Junkers Ju-88 og Heinkel He 111.
Junkers Ju-88 þóttu best heppnaðar af þessum flugvélum og lang fjölhæfastar.
Claudius Dornier, hönnuður Do 17 átti misjafna ævi. Hann byrjaði sem hönnuður Zeppelin loftskipa, sem vörpuðu sprengjum á London í fyrri heimsstyrjöldinni og var illa þokkaður fyrst eftir stríðið á Vesturlöndum.
Síðan reis hann á ný til metorða í Þriðja ríki Hitlers og hannaði Do 17, meðal annars til að varpa sprengjunm á London.
Eftir stríðið flúði hann á náðir Frankós á Spáni og hannaði þar eins hreyfils herflugvélina CASA 27 eða Dornier Do 27, var með bandarískum hreyfli og bar sex menn, ætluð til nota á stuttum og ófullkomnum lendingarstöðum.
Dornier komst aftur í náðina þegar Vestur-Þýskaland gekk í NATÓ 1955 og fyrsta flugvélin sem Þjóðverjar pöntuðu var Dornier Do 27, en alls voru framleidd rúlega 700 stykki af henni.
Á árunum 1987-1991 bar slík flugvél einkennisstafina TF-FRÚ hér á landi, en tvær aðrar flugvélar af þessari gerð voru fluttar til landsins.
Dornier og hans menn sýndu snilld í hönnun vængja eins og 19 manna flugvélin Do 228 ber með sér og það var hreint ævintýri að fljúga Do 27 á sínum tíma.
Meira en 2100 Dornier Do 17 voru framleiddar og nokkuð merkilegt ef sú, sem hefur fundist á hafsbotni við Bretland er sú eina, sem hægt verður að gera upp.
Bjarga einstakri þýskri herflugvél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fljúgandi blýantinn kölluðu Bretar hana. Muni ég rétt var hún hraðfleygari en He-111, en ekki eins dugleg og Ju-88. Og hún bar minna en þær.
Ve
Jón Logi (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 13:04
Hana....tók tölvan eitthvert æðiskast. Áfram þó.
Vel skil ég söknuð blogghöfundar gagnvart Dornier FRÚnni, enda aldeilis æðisleg græja. 2 slíkar til á landinu, en annað fátækt, - það voru aldeilis flottar skrúfuvélar frá Dornier, en ég held að engin sé eftir. Þá eru bara eftir smáþoturnar þeirra.
Vænghönnunin á þeim var einsdæmi.
Jón Logi (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.