Besta lýsingin á Dallas og sápuóperum?

Þegar talið berst að Dallas og sápuóperum kemur mér oft í hug, það sem konan mín Helga Jóhannsdóttir sagði hér um árið þegar Dallas var sem allra vinsælast og mér finnst lýsa slíku sjónvarpsefni betur en flest sem ég hef heyrt.

Hún hafði verið í stuttu ferðalagi í Evrópu og kom heim eftir að hafa séð Dallas-þátt eða -þætti ytra, en í því landi voru þættirnir sýndir fyrr en á Íslandi.

Hún var samt ekki viss um hvað munurinn væri mikill á sýningartímanum þar og hér og spurði því við heimkomuna þegar tekið skyldi til við að horfa á þættina hér heima: "Hvað er Dallas komið langt? Er J.R. ennþá dauður?"

Betri lýsingu á Dallas og sápuóperum minnist ég varla að hafa heyrt.  


mbl.is Stjórnmálin eins og Dallasþáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með sínum Bjarna svitnar heitur,
Sigmundur þar undirleitur,
eins og Dallas eftirhreytur,
annar dauður, hinn er feitur.

Þorsteinn Briem, 6.5.2013 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband