"Grafningsstjórnin"?

Nú hefur verið upplýst að stjórnarmyndunarviðræðurnar fari fram í landi Ölvesvatns í Grafningi og hefur alls konar heitum verið varpað upp í stíl við það þegar Viðeyjarstjórnin fékk nafn eftir staðnum, þar sem stjórnarmyndunarviðræðurnar fóru fram, og Þingvallastjórnin, sem var mynduð á Þingvöllum. 

"Ölvesvatnsstjórnin" er greinilega bæði langt og óþjált heiti og líka "Þingvallavatnsstjórnin."

"Grafninsstjórnin" er þjálla og skárra en sumt annað samanber þessa vísu, sem ég skaut fram á hagyrðingamóti í Kópavogi í kvöld: 

Að nefna stjórnina´er vandaverk, 

svo verði´hennar staða góð og sterk. 

Að gefa´henni nafnið Grafningssstjórn

mér gest betur að en Vafningsstjórn. 


mbl.is Ræða einföldun á skattkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kallar tveir sér gröf þar grafa,
grunnt er vitið sem þeir hafa,
af fátækum þar skálkar skafa,
skildinginn af ömmu og afa.

Þorsteinn Briem, 7.5.2013 kl. 00:49

2 Smámynd: Halla Rut

VÖFLUSTJÓRNIN

Halla Rut , 7.5.2013 kl. 01:14

3 Smámynd: Halla Rut

Já svo eru 2 F í vaffla er það ekki :)

Halla Rut , 7.5.2013 kl. 01:22

4 identicon

Krónustjórnin!

Sverrir (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 01:22

5 identicon

Að færa matmanni vöfflur með rjóma er eins og að færa alka 12 ára Dimple vískí. Hann liggur óvígur eftir. Enda var bara talað við BB á Ruv í gær, þannig að einhverjar vöflur eru á Sigmundi.  Þetta er næstum eins útsmogið og þegar Þórður heitinn í Haga koma "meðalinu" Jägermeister ofan í stakan bindindismann og altmuligmann, en honum reynar stórskánaði reyndar um hríð... 

 Ps. Þar mep er eina f-ið þitt orðið gott og gilt Halla Rut :)

Hrúturinn (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 10:16

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bjarni hundrað bryður töflur,
bakar dísin þúsund vöfflur,
á Sigmund koma sífellt vöflur,
sveittur kom með fýlutöfflur.

Þorsteinn Briem, 7.5.2013 kl. 11:26

7 identicon

Hví þessi þörf að gefa ríkisstjórn nafn?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 11:26

9 identicon

Þessi listi frá Wikipedia er áhugaverður.  Ég tel mig hafa fylgst nokkurn veginn vel með íslenskum stjórnmálum allar götur síðan 1976 og er með BA gráðu í stjórnmálafræði, en það eru sum nöfn á listanum sem ég er að sjá í fyrsta sinn.  T.d. Borgarastjórn I, II og III, Hágengisstjórnin, Samstjórn lýðræðissinna, Kóka-Kóla stjórnin (hver í fjáranum kom með þetta nafn), Stjórnin sem sprakk í beinni, og Einkavæðingastjórnin.  Gaman væri að vita hver kom með þessi ónefni.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 12:24

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ráðuneyti Björns Þórðarsonar (stundum kallað Kóka kóla-stjórnin) sat frá 16. desember 1942 til 21. október 1944.

Við skipun ríkisstjórnarinnar var brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu, þar sem enginn ráðherranna sem skipaðir voru átti sæti á Alþingi, stjórnin var eina utanþingsstjórn Íslands.

Viðurnefnið fékk ríkisstjórnin vegna þess að tveir ráðherrar stjórnarinnar, Björn Ólafsson, síðar alþingismaður og ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og Vilhjálmur Þór bankastjóri, voru hluthafar í Vífilfelli, sem fékk einkaleyfi til innflutnings á gosdrykknum Coca-Cola."

Fræg mynd birtist í Speglinum þar sem barn spurði föður sinn hvor ráðherranna væri Kóka og hvor Kóla.

Vilhjálmur Þór varð árið 1946 forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS).

Björn Þórðarson var "hógvær vinstri maður, trúr guði sínum, konungi og þjóð".

Hann lagði stund á laganám við Kaupmannahafnarháskóla á sama tíma og Einar Arnórsson og Sveinn Björnsson, síðar ríkisstjóri íslands, sem skipaði utanþingsstjórnina.

Björn Þórðarson bauð sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Borgarfjarðarsýslu árið 1927.

Langafi minn, Ólafur Briem, fyrsti formaður Framsóknarflokksins og formaður SÍS, var tengdafaðir Björns Þórðarsonar og sonur hans var Þórður Björnsson ríkissaksóknari.

Þorsteinn Briem, 7.5.2013 kl. 15:28

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Góður fróðleikur Steini. Miðað við magn og gæði væri þetta efni í góða bók!

Guðjón Sigþór Jensson, 7.5.2013 kl. 16:50

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það verður að fræða stjórnmálafræðingana.

Þorsteinn Briem, 7.5.2013 kl. 16:58

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekki skortir þessa drengi vitið. Spurning með siðferðis/samfélags-þroska fjölmiðla og annarra stjórnenda Íslands.

Oft GLYMUR hátt í siðferðisbrengluðum samfélags-sundrungar-tunnum spillingaraflanna!

Það eru of margir ryðgaðir hlekkir í samfélagskeðjunni, sem ætla sér að sleppa við alla ábyrgð.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2013 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband