Nei, nei, nei, - ekki hætta !

Það er ekki oft sem handboltamaður hefur glatt mig eins mikið og Sigurður Eggertsson hefur gert í leikjum sínum í vetur og vor.  Ekki með því að stökkva himinhátt upp og þruma boltanum í skeytin, heldur með því að skjóta neðar, oftast í gegnum varnarveggi, að því er virðist í hvaða hæð sem honum þóknast.

Slík fjölbreytni og útsjónarsemi í skottækni og skotum er einstök og manni koma helst í huga Geir Hallsteinsson og Guðjón Jónsson á sinni tíð. 

Af því að þeir Geir og Guðjón tóku ekki upp á því að hætta einmitt þegar þeir voru að ná flugi, heldur glöddu þjóðina árum saman, þá vil ég leyfa mér að vera svo ósvífinn að biðja þau mæðgin, Sigurð Eggertsson og mömmu hans, að endurskoða ákvörðun sína. 

Hygg ég að ég mæli þar fyrir munn margra. En auðvitað geri ég mér grein fyrir því að það er frekja að vera að blanda sér í einkamál fólks með svona beiðni, og nær að þakka fyrir það að Sigurður hefur lægt þá rækt við íþrótt sína sem bar svo ríkilegan ávöxt síðustu mánuði og vikur. 

 


mbl.is Sigurður: Hættur fyrir mömmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband