Hvað selja kolvetnin, - pappír ?

"Kolvetnin selja" er fyrirsögn fréttar í dag. Ég hélt að kolvetni væru næringarefni sem gætu fitað mann eða örvað líkamsstarfsemina en hitt vissi ég ekki, að þau gætu selt hluti.

Hvað selja kolvetnin? Selja þau pappír? Selja þau bækur? Ég hélt að bóksalar og búðir seldu bækur.

Og hvað fá kolvetnin fyrir að selja eitthvað, sem ekki er nefnt? Peninga? 

Ef maður borðar yfir sig af sykri og sætindum, kolvetni í of miklu magni, getur manni orðið bumbult og selt upp. Það sýnist mér vera nokkurn veginn það eina, sem kolvetnin geti selt, selt upp. Samt langsótt að orða það þannig og raunar rangt, því að við seljum kolvetnunum upp ef svo ber undir en þau selja ekki neinu, hvorki upp né niður. 

Og þar með liggur það fyrir að ég skil hvorki upp né niður í fyrirsögninni.  


mbl.is Kolvetnin selja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lág kolvetna lífsstíllinn, heitir "metsölu" bókin.

Fjallar víst um "low-carbohydrate food (diet), low carb food" o.s.fr.

Sem sagt aula þýðing.

Annars er þessi "low carb diet", kenndur við Robert Atkins, talinn tómt rugl, jafnvel skaðlegur fyrir heilsuna.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 23:21

2 identicon

Svona ef út í það er farið eru peningar úr kolvetnum; sellulósa.

Og Atkins kúrinn er alls ekki neitt rugl og svínvirkar. Nýjar rannsóknir sýna að fátt er betra fyrir góða hjartaheilsu en kolefnasnautt mataræði.

Sigríður Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 11:02

3 identicon

Til eru margir "food pyramids". Of margir.

"The healthy eating pyramid from Harvard School of Public Health", er talinn komast næst "sannleikanum". Neðst í honum er "exercise" og "weight control" (move your ass), en einnig brauð. En þeir gera mun á "refined grains" og "whole grains". Einnig gera þeir mun á "saturated fats" og "unsaturated fats".

Hver vill ekki nýbakað brauð á hverjum degi? Annars er brauðmenning Íslendinga lítil, vínarbrauð og ristað brauð er það sem flestir þekkja og vilja.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband