10.5.2013 | 20:17
"Skrattinn er leiðinlegt veggskraut".
Forsætisráðherra Íslands mælti þessi orð í áramótaávarpi sínu til þjóðarinnar fyrir u.þ.b. 15-16 árum og átti þá við það að engin ástæða væri til að hafa neinar áhyggjur af því hvernig mannkynið umgengst jörðina.
Nú sér maður á blogginu að strax eru komnar raddir í svipaða veru þrátt fyrir nýjar tölur um lofthjúpinn, þessir bloggarar segja að veðurfar hafi ekkert hlýnað á jörðinni síðustu 10-15 árin. Samt minnka heimskautaísinn og jöklarnir en það er víst ekki marktækt að dómi þeirra, sem geta ekki hugsað sér annað en vaxandi rányrkju, samanber íslensku gufuaflsvirkjanirnar.
Og stanslaust er þrætt fyrir það að flestar verðmætustu auðlindir jarðar muni fara þverrandi á þessari öld.
Sagt er að hrakspár um olíuna frá því fyrir 30-40 árum hafi ekki ræst. Það er reyndar ekki rétt, heldur hafa þær fullkomlega ræst, en það er miklu þægilegra að halda öðru fram.
Koltvísýringur í sögulegu hámarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ísaldir hafa komið og farið og hlýindaskeið þar á milli.
Eða eru þetta ýkjur og ligar vísindamanna sem eru að SÆKJAST EFTIR ATHYGL?
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 21:37
Hólmsteinn aftur hrein mey,
hann á mynd af Dorian Gray,
en Davíð á stórt feigðarfley,
og flokknum finnst það ókei.
Þorsteinn Briem, 10.5.2013 kl. 22:12
Hér er verið að ræða um mjög örar loftslagsbreytingar af mannavöldum en ekki náttúrulegar breytingar.
Vísindavefurinn:
"Síðan 1958 hefur styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu verið mældur á eyjunni Mauna Loa í Kyrrahafi og er mynd af niðurstöðunum aðgengileg á vefnum.
Myndin sýnir vel hina stöðugu aukningu koltvíoxíðsstyrksins."
"Regnskógareyðing er í öðru sæti, á eftir notkun jarðefnaeldsneytis, yfir það sem veldur mestri koltvíildismengun á jörðinni.
Skógareyðing á einum degi losar meira koltvíildi út í andrúmsloftið en tugþúsundir flugvéla sem fljúga milli Bandaríkjanna og Evrópu."
Þorsteinn Briem, 10.5.2013 kl. 22:24
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn leysir vind í Valhöll breytir hann ekki loftslaginu þar, að eigin mati.
"Vindgangur stafar af því að bakteríur í ristlinum sundra ómeltanlegum kolvetnum og mynda um leið vetni og koltvíildi.
Gastegundirnar berast síðan út um endaþarmsopið sem prump.
Í um þriðjungi manna myndast einnig metan en ekki er vitað af hverju það myndast í sumum [til að mynda Davíð Oddssyni] en öðrum ekki."
Vísindavefurinn - Af hverju er lykt af prumpi Sjálfstæðisflokksins?
"Í Bretlandi eru heildaráhrif á loftslagið eftir gróðurhúsalofttegundum nokkurn veginn á þessa leið: koldíoxíð (86%), metan (7%), nituroxíð (6%) og lofttegundir frá kælitækjum (1%)."
Þorsteinn Briem, 10.5.2013 kl. 22:37
"Ísaldir hafa komið og hlýindaskeið þar á milli." "Hvort eð er kenningin" lifandi komin.
Ef það kemur þvílíkt hlýindaskeið af manna völdum að lönd með hundruðum milljónum íbúa muni sökkva í sæ og eyðimerkurnar gleypa heimkynni milljarða, er það í góðu lagi, af því að það mun hvort eð er einhvern tíma í framtíðinni koma hlýindaskeið.
Þingvellir munu hvort eð er síga og vatnið ganga þar á land einhvern tíma í framtíðinni og því væri í góðu lagi að gera ódýra stíflu við suðurenda vatnsins og tvöfalda orku Steingrímsstöðvar og sökkva völlunum strax.
Það mun hvort eð er gjósa og koma hraun vestur eftir Garðabæ út á Álftanes og því er í góðu lagi að rústa Gálgahrauni öllu eins og það leggur sig.
Það mun hvort eð einhvern tíma gjósa í Mývatnssveit og hraun renna út í Mývatn og því í góðu lagi að fara út í hvaða framkvæmdir sem er, sama hvernig það á eftir að fara með vatnið.
Þeir sem halda þessu fram geta réttlætt hvað sem er, - þess vegna dauða hundruða milljóna manna sem munu drepast "hvort eð er."
Og hvernig var það, hefðu ekki þessar tæplega 100 milljóna manna sem drepnir voru í heimsstyrjöldunum tveimur drepist hvort eð er fyrr eða seinna?
Ómar Ragnarsson, 10.5.2013 kl. 23:53
Ehemm , já einmitt, það er allt á leiðinni til andskotans
http://nofrakkingconsensus.com/2013/05/10/the-scare-story-of-1881/
Sigurbjörn Ólafsson (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 02:02
Er einhver afneitun fólgin í því að vitna í opinberar hitamælingar sem sýna að engin hlýnun hafi orðið á jörðinni sl. 15 ár?
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2013 kl. 02:22
"Út er komin á vegum norræns rannsóknarverkefnis (SVALI, Stability and variations of Arctic Land Ice) skýrsla um breytingar á jöklum við Norður-Atlantshaf og mælingar sem stundaðar eru á jöklunum til þess að fylgjast með þessum breytingum.
Samkvæmt skýrslunni hafa jöklar við Norður-Atlantshaf hopað og þynnst hratt síðustu árin, eins og raunin er með jökla víðast hvar á jörðinni."
"Við Norður-Atlantshaf og á Norðurskautssvæðinu er umtalsverður hluti jökla á jörðinni og frá þeim falla mörg vatnsföll til Norður-Atlantshafsins og Norðuríshafsins."
Jöklar við Norður-Atlantshaf rýrna hratt - Veðurstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 11.5.2013 kl. 02:30
Dæmin sem þú nefnir, Ómar, eru eilítið út í öfgahliðina, enda hlýtur að vera húmor í því. Stökkið frá niðurstöðu mælinga yfir í aðgerðir til „leiðréttingar“ er oft full- auðveldlega tekið. T.d. með hækkun sjávarmáls: ef mannkynið hætti allri starfsemi, þá ætti að hægjast á hækkuninni á næstu 100-500 árum samkvæmt tölvumódelunum.
Vitað er að sama hvað Íslendingar gerðu, þá breytist veðrið í heiminum ekki neitt. Þetta er allt „symbólískt“ hjá okkur, er sagt. En teknir eru af okkur skattar til þess að vera symbólískir leiðtogar hins hugsandi heims, sem gerir hvað sem er óháð okkur, Kína, Rússland, Bandaríkin, Brasilía.
Við lifum í raunheimi, ekki symbólískum heimi sem einhver reiknar út að verði á einhvern allt annan veg eftir áratugi. Förum vel með það sem við höfum og setjum ekki álögur á fólk, heldur léttum byrðar þess með skynsamlegri nýtingu.
Hræðsluáróður um það hvernig heimurinn fer til fjandans ætti frekar að beinast að þeim raunverulegu stríðsátökum sem ESB endar með að skapa með áróðri og óstjórn sinni.
Ívar Pálsson, 11.5.2013 kl. 09:46
Helsta kennisetning kolefnisklerka, með loftslagssnillinginn Al Gore í öndvegi, er að aukning CO2 af mannavöldum kalli á sívaxandi hnatthita. Nú er því slegið upp að koltvísýringur sé í sögulegu hámarki (og þá átt við mannkynssöguna) og mætustu menn fara á límingunum!
Uppslátturinn á auðvitað að vera "koltvísýringu í sögulegu hámarki, en samt hlýnar ekki í heiminum".
Það er óhrekjanleg staðreynd að þrátt fyrir stöðuga aukningu koltvísýrnings í andrúmslofti hefur ekkert hlýnað síðustu 15 árin!
Skyldi nú vera að kolefnistrúboðarnir, með alla sína kvóta og skatta, séu að átta sig á því að engin innistæða er fyrir trúboðinu - CO2 hefur lítil sem engin áhrif á hlýnun jarðar?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 09:48
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen reiknar með að sjávarstaðan við Reykjavík hafi hækkað um 80 sentímetra árið 2100 og 205 sentímetra árið 2200 vegna landsigs og gróðurhúsaáhrifa.
Verkfræðistofur eru þá væntanlega einnig í "kolefniskirkjunni".
Austurhöfnin - Minnisblað VST um sjávarstöðu í Reykjavík
Þorsteinn Briem, 11.5.2013 kl. 10:04
29.11.2012:
"Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur sent frá sér fréttatilkynningu ásamt 14 blaðsíðna yfirliti yfir veðurfar á heimsvísu það sem af er þessu ári (2012).":
"The years 2001-2011 were all among the warmest on record, and, according to the World Meteorological Organization, the first ten months indicate that 2012 will most likely be no exception despite the cooling influence of La Niña early in the year."
Þorsteinn Briem, 11.5.2013 kl. 10:09
Ef það kemur þvílíkt hlýindaskeið " AF MANNA VÖLDUM " að lönd með hundruðum milljóna íbúa o.s.fr.
Er þetta ekki vottur um einhverkonar MIKILMENNSKUBRJÁLÆÐI.
Hvort eð er kenningin - er miklu skynsamlegri.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 10:31
Steini, það er stórfyndið að lesa þessa áætlun VST um hækkun sjávaryfirborðs. Samkvæmt mælingum var hækkunin á 20. öld 1,0 - 2,5mm á ári og frá 1996 er áætlað 0-5mm á ári, og gengið er út frá "líklegast 3mm". Síðan er þetta umreiknað einhvern veginn úr því að vera 3mm á ári í 100 ár sem einfaldur útreikningur segir að séu 30 cm í það að vera 120 cm, sem ekki einu sinni allra verstu tölurnar þeirra geta sýnt nema þær séu margfaldaðar með amk 2.
Gulli (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 10:52
Þú gleymir landsiginu, Gulli.
Þorsteinn Briem, 11.5.2013 kl. 10:54
"Íslenskir jöklar verða horfnir eftir 150 til 200 ár verði veðurfar svipað og það hefur verið síðustu tvo áratugi.
Snæfellsjökull hyrfi eftir um það bil 30 ár, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.
"Síðustu 17 ár hafa jöklarnir bráðnað með auknum hraða."
Helgi segir að Snæfellsjökull sé aðeins 30 metrar að þykkt að meðaltali en að vísu sé meiri snjór í honum að norðanverðu, allt að 70 metra þykkur.
"Snæfellsjökull rýrnar að meðaltali um 1,3 metra á ári, þannig að það er auðséð að hann þolir ekki slíkt framhald í marga áratugi.
Við missum um það bil einn metra á ári af Vatnajökli, annað eins af Hofsjökli og 1,3 metra af Langjökli en allra mest af jöklunum syðst, Eyjafjallajökli og þessum litlu jöklum sunnanlands. Þar er bráðnunin 1,8 metrar, svipað og meðal mannshæð.
Nú er reiknað með að það hlýni enn frekar vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa og það gæti orðið tveimur gráðum hlýrra við lok þessarar aldar en nú er.""
Þorsteinn Briem, 11.5.2013 kl. 11:02
Alls ekki Steini - skv. textanum er landsigið inni í mælingartölunum, þó þeir virðist bæta því síðan ofan á í áætlunum.
Gulli (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 11:05
"Kvosin í Reykjavík liggur mjög lágt og áður fyrr vatnaði oft upp í niðurföll við háa sjávarstöðu. Þegar hafnargarðarnir voru ekki komnir flæddi oft yfir malarkambinn við Hafnarstræti og alla leið inn í Tjörn.
Nú verja hafnargarðarnir fyrir slíkum flóðum og vegna þess að öllum skólpræsum út í Höfnina hefur verið lokað og skólpinu og afrennsli Tjarnarinnar dælt út í sjó annars staðar, flæðir skólp ekki lengur eftir skólpleiðslum upp í niðurföll og inn í kjallara."
Trausti Valsson, prófessor við HÍ: Áhrif sjávarstöðubreytinga á skipulag við strönd
Þorsteinn Briem, 11.5.2013 kl. 11:11
Vandamálið er sem sagt ekki vegna hækkandi sjávarstöðu heldur vegna þess að fólk byggði í rétt rúmlega sjávarhæð?
Gulli (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 11:31
Ótrúlegur er máttur "kolefniskirkjunnar": Jöklar fara hraðminnkandi ár frá ári, hafísinn í Norður-Íshafi sömuleiðis, myndun nýrra og stórra leysingarvatna á Grænlandsjökli, bara vegna trúboðs Al Gore !
Ómar Ragnarsson, 11.5.2013 kl. 11:33
"Hækkun sjávarstöðu í Reykjavík:
Líklegasta hækkun árið 2100: 80 cm.
Líklegasta hækkun árið 2200: 205 cm."
"Efri mörk á hækkun sjávarstöðu árið 2200 eru mjög óviss en spár gera ráð fyrir allt að 330 cm hækkun fari saman mikil hlýnun og mikið sig."
Austurhöfnin - Minnisblað VST um sjávarstöðu í Reykjavík, bls. 45
Þorsteinn Briem, 11.5.2013 kl. 12:11
Við þetta bætist svo súrnun sjávar - sem gleymist oft í þessari umræðu.
Haraldur Rafn Ingvason, 11.5.2013 kl. 13:09
Það er eðlilegt að jöklar hafi minnkað því það ER hlýrra í dag en oft áður (eftir 1990) og hlýnunin varð mest á norðlægum slóðum. Málið er bara að hlýnunin hefur stöðvast að mestu frá aldamótum. Það er ekki samkvæmt kenningum kolefniskirkjunnar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2013 kl. 13:53
Þetta er sem sagt samkvæmt kenningum austfirskra leigubílstjóra:
29.11.2012:
"Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur sent frá sér fréttatilkynningu ásamt 14 blaðsíðna yfirliti yfir veðurfar á heimsvísu það sem af er þessu ári (2012).":
"The years 2001-2011 were all among the warmest on record, and, according to the World Meteorological Organization, the first ten months indicate that 2012 will most likely be no exception despite the cooling influence of La Niña early in the year."
Þorsteinn Briem, 11.5.2013 kl. 14:07
Myndun stórra leysingavatna á Vatnajökli voru örugglega til staðar á söguöld, enda mikið hlýindaskeið á norðurhjara á þeim tíma.
Einn mesti mengunarvaldur og bruðlari með orku í Bandríkjunum í dag er Al Gore.
Hann kom í einkaþotu til Noregs þegar hann tók á móti Nópelskítnum, sem hann fékk, fyrir hvað?
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 14:12
Þessi tilvitnun hjá þér Steini, sýnir ekki fram á að það það hafi hlýnað á öldinni. Einungis að þessi ári hafi verið hlýrri en meðaltöl 1960-1990 og örlítið hlýrri en meðaltölin 1930-1960.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2013 kl. 15:26
Hlýnað hefur hér á Íslandi um 0,35°C á hverjum áratug frá árinu 1975, sem er meira en hnattræn hlýnun á sama tímabili.
Veðurstofa Íslands 2008 - Hnattrænar breytingar loftslags og áhrif þeirra hér á Íslandi, bls. 17
Þorsteinn Briem, 11.5.2013 kl. 15:50
"Það hefur ekkert hlýnað seinustu 15 árin..."
Og hvað með það? Hnattræn hlýnun er ekki mæld á svona stuttum tíma, heldur yfir aldir. Að sjálfsögðu sveiflast hitastig lítillega upp og niður eftir árunum, en langtíma"trendið" sýnir svo ekki verður um villst að hitastigið er á hraðri uppleið.
Rebekka, 11.5.2013 kl. 16:05
Trausti Jónsson veðurfræðingur 4.1.2013 um veðurfar hér á Íslandi árið 2012:
"Árið [2012] var mjög hlýtt, sérstaklega um landið vestanvert.
Ekkert lát virðist vera á hlýindunum miklu sem hófust skömmu fyrir aldamót."
"Í Reykjavík er árið það sautjánda í óslitinni röð ára þar sem árshitinn er yfir meðallagi og það 14. á Akureyri.
Meðalhitinn í Reykjavík var 5,5 stig og er það um 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 og í meðallagi sé miðað við árin 2001 til 2010."
Á Akureyri var meðalhitinn 4,3 stig, sem er 1,1 stigi ofan meðallags.
Tíðarfar hér á Íslandi árið 2012 - Trausti Jónsson veðurfræðingur
Þorsteinn Briem, 11.5.2013 kl. 16:23
Vísindavefurinn:
"Vitað var að CO2 er mikilvirk gróðurhúsalofttegund og því þótti ástæða til að fylgjast með styrk þess í lofthjúpnum."
"Frá upphafi iðnbyltingar (um 1750) hefur hlýnað á jörðinni og á síðustu 100 árum er hlýnun við yfirborð rúmlega 0,7°C."
"Á norðurhveli færðist vorbráðnun fram um nærri tvær vikur á tímabilinu 1972 til 2000 og snjór nær nú mestri útbreiðslu í janúar í stað febrúar áður."
"Hörfun jökla frá 19. öld er víðtæk og nær jafnt til fjalljökla á norður- og suðurhveli, sem og í hitabeltinu."
"Hafís á norðurhveli hefur minnkað, sérstaklega sumarísinn í Norður-Íshafi, sem hefur minnkað um 7,4% á áratug."
"Mælingar sýna merkjanlega hlýnun sjávar á tímabilinu 1961 til 2003 og að varmainnihald efstu 700 metra heimshafanna hefur aukist frá miðjum 6. áratug síðustu aldar."
"Aukning á styrk CO2 í lofthjúpnum leiðir til aukinnar upptöku hafsins, sem sýrir hafið og það hefur súrnað um 0,1 pH stig að meðaltali frá upphafi iðnbyltingar."
Þorsteinn Briem, 11.5.2013 kl. 16:50
Þar sem ég sé að mikið er um að menn séu að hengja sig í það að ekkert hafi hlýnað síðan 1998 þá skal á það bent að árið 1998 er El Nino ár og þar af leiðandi frávik. Þeir sem þetta ártal nota eru augljóslega illa upplýstir eða meðvitað að verja vondan málstað.
http://www.drroyspencer.com/latest-global-temperatures/
Þarna sést augljóslega hversu mikið árið 1998 sker sig úr.
Hér eru síðan frekari upplýsingar um El Nino og árið 1998.
http://www.realclimate.org/index.php/archives/2008/07/global-trends-and-enso/
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 17:43
ættum við ekki frekar að hafa áhyggjur af aukinni metanlosun?
Dagur (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 19:10
Steini minn... skilurðu ekki merkingarmuninn á orðunum "hlýnun" og "hlýindi" ?
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2013 kl. 19:24
Veðurstofa Íslands 2008 - Hnattrænar breytingar loftslags og áhrif þeirra hér á Íslandi, bls. 17
Þorsteinn Briem, 11.5.2013 kl. 19:36
"Koldíoxíð dreifist jafnt um allan lofthjúpinn, sama hvar upptökin eru.
Borkjarnar úr Grænlandsjökli hafa loftbólur sem geta sagt sögu andrúmsloftsins langt aftur í tímann og styrkur koldíoxíðs, sem var um 280 ppm fyrir iðnvæðingu, er nú um 390 ppm.
Aðrar náttúrulegar gróðurhúsalofttegundir, svo sem díköfnunarefnisoxíð (N2O) og metan (CH4), eru einnig að aukast af mannavöldum, hið fyrra vegna dreifingar á áburði og framleiðslu saltpéturssýru en hið síðara kemur frá jórturdýrum, sorphaugum, viðarkyndingu og vinnslu jarðgass og kola."
Um gróðurhúsalofttegundirnar - Veðurstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 11.5.2013 kl. 20:02
Hnatthlýnun hefur ekki stoppað, meðalhiti í andrúmslofti yfir 40 ár er ennþá hækkandi í dag. Það er bara eilítið einkennilegt að skoða svona skamman tímaramma sérstaklega þegar hann byrjar á el-nino ári sem er í eðli sýnu heitari en önnur ár.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 20:47
Metan getur líka losnað í miklu magni við hlýnun á heimskautasvæðum, þegar freðmýrar þiðna. Eitt af því sem menn hafa óttast er n.k. keðjuverkun þar sem núvernadi hlýnun fer að leysa þetta bundna metan úr læðingi. Metan er gastegund með öflug gróðurhúsaáhrif svo þarna gæti skapast "pósitíft feedback" - alls ótengt CO2 losun okkar og algerlega óviðráðanlegt.
Haraldur Rafn Ingvason, 11.5.2013 kl. 21:05
Steini Briem vitnar í jöklaborkjarna fyrir sinn málstað. Al Gore gerði svipað, sjáið hvað styrkur co2 og hitastigs fer saman árþúsundir aftur í tímann.
Síðan var þetta skoðað nánar og þá kom í ljós að styrkur co2 fylgir hitastiginu, ca. 800 árum á eftir, þegar hitastigið toppaði og botnaði, þá toppaði og botnaði styrkur co2.
Sem sagt KJARNINN í kenningunni um að co2 stýri hitastigi er vitlaus. Það er einmitt öfugt farið. Það er hitastig sem stýrir styrk co2.
Svo má kanski minnast á að mun sterkari gróðurhúsalofttegund en co2, og aðal-gróðurhúsalofttegundin, yfir 90% af þeim öllum er VATNSGUFA.
Það er fullt af öðrum rökum sem kolfella þessa bjánakenningu.
Kanski það fyndnasta og fáránlegasta við þessa vitleysinga og þeirra tölvulíkön og kenningar að þeir sleppa alveg áhrif sólarinnar.
Sólin er bara ekki marktæk í tölvulíkönunum þeirra!! Engin áhrif!!
Dagur og nótt, árstíðir, neinei, það er bara óþarfi að pæla í því. Hlustum frekar á göltinn Al Gore sem básúnar um þessa dellu, þ.á.m. hækkandi sjávaryfirborð, á sama tíma og hann kaupir sér margmilljóna dollara villu við sjávarsíðuna.
Og Steini, þú ert þekktur fyrir að pósta milljón ummælum eins og það eigi að styrkja þinn málstað. Það gerir það ekki og lætur þig sjálfan líta fábjánalega út. Bara svona smá ábending.
Áhugasamir geta skoða á youtube heimildarmyndirnar Doomsday called off og The great global warming swindle. Mæli líka með öllu með Lord Monckton, fyrirlestrum á youtube o.fl.
Nenni ekki að standa í rifrildi við blint fólk, sama hvað þú póstar mörg þúsund ummælum, Steini.
palli (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 22:38
Já og þegar hitastigsmælingar byrjuðu á þessari Jörð, í kringum 1800, þá hafa einmitt jöklaborkjarnarnir sýnt að það var kaldasta tímabil Jarðarinnar síðustu 10 þúsund ár. Það er kanski ekki að furða að það sé að hitna eitthvað.
Já og fyrst co2 á að vera svona hræðileg lofttegund upp á hitastigið, hvers vegna fór kólnandi frá lokum síðar heimsstyrjaldar (þegar mannkyn fór fyrir alvöru að nota bensínvélar í miklu mæli) alveg fram til 1975. Smá hitnun kom svo, þar til fyrir 15 árum þegar hitnunin hætti og hefur ekki byrjað aftur.
Eins langt aftur og hægt er að skoða, þá hefur hitastig á Jörðinni alltaf verið að hækka eða lækka.
Hættið að vera svona ótrúlega auðtrúa og heimskir, fjandinn hafi það.
Flettið svo upp "Climategate" á google og sjáið hvers konar fólk er að troða þessari dellu ofan í ykkur.
palli (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 22:46
Palli, er inconvenient truth eða Al Gore til umræðu hér?
P.S. Allar þessar myndir sem þú hefur verið duglegur að horfa á eru fullar af svokölluðu cherry picking þar sem menn velja einhverjar staðreyndir sem henta þeim en sleppa öðrum.
Getur lesið þér til um það hér t.d. hvað global warming swindle var mikil draslmynd.
http://www.realclimate.org/index.php/archives/2007/03/swindled/
Doomsday called off er draslmynd í svipuðum gæðaflokki sem notar svipaðar blekkingar.
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 23:40
Höldum okkur við staðreyndir Ómar. 9. janúar 2013 gaf breska veðurstofan út fréttatilkynningu þar sem staðfestar voru breytingar á langtímaspá fyrir hnattrænt hitastig fram til 2017.
Þar er staðfest að búið er að lækka viðmiðunartölu í langtímaspá um 20%. Í stað spálíkans frá 2011 sem gerir ráð fyrir 0,54°C hitaaukningar er komin ný spá (desember 2012) sem gerir ráð fyrir 0,43°C aukningu.
Vísindamenn eru að viðurkenna að Excellíkönin hans Al Gore standast ekki nánari skoðun. Alvöru vísindamenn eru tilbúnir til að leiðrétta spálíkön út frá niðurstöðum nýrra gagna.
Vinsamlegast gættu að því að þegar þú skoðar línurit sem byggt er á nýjasta spálíkani bresku veðurstofunnar (http://www.guardian.co.uk/environment/blog/2013/jan/09/global-warming-met-office-paused) þá er ljóst að fari svo fram sem horfir stefnir í 20 ára tímabil (1997 - 2017) þar sem hnattrænt hitastig stendur í stað!
Á meðan óskapast kolefniskirkjan yfir að CO2 sé í sögulegu hámarki...
Bíddu nú við, hvað varð um tilgátuna um að aukning CO2 orsakaði "hnatthlýnun af mannavöldum"? Er þá hið meinta "skelfilega spilliefni" kolefniskirkjunnar bara sárasaklaus lífsnauðsynleg vaxtarkveikja fyrir líf á jörðu þegar allt kemur til alls? Var hinn íslenski kolefnisskattur á eldsneyti þá bara enn ein aðferð stjórnvalda til að blóðmjólka almenning í krafti lyga og uppspuna?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 01:03
Hahaha...
Jájá Gunnlaugur, fyrst þú segir það þá hlýtur það að vera svo.
Þú hefur auðvitað réttara fyrir þér en allir doktorarnir og prófessorarnir í þessum myndum, að sjálfsögðu.
Það var jú eitt línurit í global warming swindle sem var ekki hárrétt, og leiðrétt, en kolefniskirkjan og hennar munkar reyna að hamast á því. Talandi um cherrypicking!
Fólk getur horft á þetta og ákveðið hvort það trúir hámenntuðum vísindamönnum eða Drasl-Gunnlaugi.
Og ég skrifaði um þónokkrar staðreyndir hér að ofan. Þú talar ekkert um þær en reynir að sverta þessar heimildarmyndir og vísindafólkið í þeim. Og sakar svo aðra um cherry picking??
Þú ert fábjáni, augljóslega.
palli (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 07:09
Eitt línurit Palli?
http://scienceblogs.com/deltoid/2009/07/13/whats-wrong-with-the-great-glo/
Hérna er youtube myndband handa þér. Þú elskar þau!
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 08:54
Ó fyrirgefðu, tvö línurit.
Elska ég youtube myndbönd?? Ertu á einhverjum lyfjum? Skjóttu þig endilega áfram í fótinn með svona ad hominem perlum.
Það eru vísindamennirnir í þessum heimildarmyndum sem ég tek mark á. Mér er sama um smávægilegar villur sem hafa verið leiðréttar, það breytir ekki heildarmyndinni.
Hvað með þá staðreynd að hitastig stýrir styrk co2, en ekki öfugt, eins og borkjarnarnir sýna bersýnilega. Undirliggjandi kenningin er fallin. Raunveruleikinn, skv. vísindalegum rannsóknum, er akkúrat öfugt við kenninguna. Reyndu nú bara að troða þessari staðreynd inn í þinn mauraheila áður en þú básúnar um hvað allir séu mikið drasl sem eru ekki sammála þér.
Piers Corbyn, stjarneðlisfræðingur, virðist reyndar hafa hitt naglann á höfuðið með sínum kenningum: http://www.weatheraction.com/
...þar til Gunnlaugur kallar hann drasl, auðvitað.
palli (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 09:23
"Mér er sama um smávægilegar villur sem hafa verið leiðréttar, það breytir ekki heildarmyndinni."
Hér er smávægileg leiðrétting á því sem John Christy heldur fram í the great global warming swindle
Previously reported discrepancies between the amount of warming near the surface and higher in the atmosphere have been used to challenge the reliability of climate models and the reality of human induced global warming. Specifically, surface data showed substantial global-average warming, while early versions of satellite and radiosonde data showed little or no warming above the surface. This significant discrepancy no longer exists because errors in the satellite and radiosonde data have been identified and corrected. New data sets have also been developed that do not show such discrepancies.
http://www.climatescience.gov/Library/sap/sap1-1/finalreport/sap1-1-final-execsum.pdf
Þú veitir því kannski athygli að John Christy er einn af höfundum þessarar skýrslu.
Hvað er þá eftir í myndinni sem heldur vatni?
Varðandi þessa áherslu þína á ískjarnagögn þá geturðu lesið þér þessa grein til fróðleiks.
http://www.realclimate.org/index.php/archives/2004/12/co2-in-ice-cores/
Þú getur síðan í framhaldi lesið þessa grein þér til fróðleiks.
http://www.skepticalscience.com/human-fingerprint-in-global-warming.html
Ég veit ekki nákvæmlega hvað ég á að sjá á síðu Corbyns um kenningar hans?
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 10:24
haha..
Ég kíkti bara á linkinn við ískjarnaboranir, þarf ekki meira. Þessar "útskýringar" eru alltaf jafn ótrúlega langsóttar.
Skýringin á að vera að fyrst að fyrstu 800 árin frá t.d. botni hitastigs þar til styrkur co2 fylgir eftir, þá á það að sýna að hitastig stýrir ekki styrk co2 fyrstu 800 árin í hverri "bylgu", jafnvel þótt styrkurinn fylgi hitastiginu upp og niður í árþúsundir, eins langt aftur og hægt er að sjá.
Come on, þetta er langsótt della, eins og flest vitiborði fólk sér langar leiðir, og þú, Gunnlaugur, slóst sjálfan þig út úr vitrænum rökræðum með þessu.
En anyways, nenni ekki að standa í þrasi við heilaþvegið fólk. Trúðu því sem þú vilt trúa, Gunnlaugur.
Piers Corbyn er með kenningu og vinnur út frá henni veðurspár sem eru mun betri en nokkuð sem kemur frá kolefniskirkjutrúboðinu eða öðrum fræðimönnum. Hann ber saman stjarnfræðileg gögn, stöðu sólar, tungls o.fl. í gömlum gögnum, við nútíma stöðu, og spáir út frá því, og hefur miklu oftar rétt fyrir sér í langtímaspám en nokkur annar.
Þú getur fundið upplýsingar um þetta á vefsíðunni hans, eða þá í einhverjum hræðilegum youtube-myndböndum (oh my god, youtube-myndbönd!!)
Fyndið annars hvernig þú ætlar þér að skauta fram hjá öllum vísindamönnunum í þessum heimildarmyndum, hamast á atriðum sem hafa verið leiðrétt, sem og einum vísindamanni sem sver allt sem hann sagði af sér (og vill ekki útskúfast úr styrkjasamfélaginu, auðvitað). Og talar svo um cherry picking!
Ég er farinn. Kveð með myndbroti (af youtube, oh my god!) af piers corbyn sem sýnir bara eitt atriði hvernig kolefniskirkjan leikur sér með gögn og snýr út úr öllu mögulegu. Ég er hættur að trúa nokkru sem kemur frá þessu liði, og mun ekki gera fyrr en umræðan um þetta málefni verður eitthvað vitrænni en hún er nú, með þessu trúboði og bulli.
Piers Corbyn:
http://www.youtube.com/watch?v=KPMmCruPAWU
Tim Ball er annar fræðimaður sem vert er að hlusta á (og sem var útskúfað af öllum styrkjum því hann vogaði sér að efast um trúarkenninguna).
Hérna eru youtube-myndbönd með honum :) ..bara fyrir þig, Gunnlaugur:
http://www.youtube.com/results?search_query=tim+ball&oq=tim+ball&gs_l=youtube.3..0l6j0i10l4.382441.383283.0.383650.8.8.0.0.0.0.174.743.4j3.7.0...0.0...1ac.1.11.youtube.sdQy9v-uCms
palli (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 11:00
Sá sem kallar Tim Ball "fræðimann" og vitnar í Piers Corbyn stígur ekki í vitið. Fólk meti innlegg "Palla" með það í huga.
Hversemer (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 14:23
CURRICULUM VITAE: Dr Timothy F Ball
Date of Birth: 5 November 1938
Citizenship: Canadian
Post-Secondary Education
B.A., (Honours), Gold Medal Winner, University of Winnipeg, 1970
M.A., University of Manitoba, 1971
Ph.D. (Doctor of Science), Queen Mary College, University of London (England), 1982
Career
1996 - Environmentalist, Public Speaker, Consultant, Author, columnist.
1988-96 Professor, University of Winnipeg
1984-88 Associate Professor, University of Winnipeg
1982-84 Assistant Professor, University of Winnipeg
1977-78 Acting Dean of Students
1972-82 Lecturer, Department of Geography, University of Winnipeg
1971-72 Instructor, Geography Department, University of Winnipeg
1964-68 Air Crew and Operations Officer, Search and Rescue, Arctic and
Western Canada, Winnipeg, Manitoba
1962-64 Operations Officer, OTU, 429 Squadron, Summerside, P.E.I.
1960-62 Air Crew, Navigation, Electronics, 415 Squadron, Summerside,
P.E.I.
Special Academic or Professional Honours
Gold Medal, Honours Geography, University of Winnipeg
Twice Runner-Up for the Clifford Robson Award for Teaching Excellence
Clifford Robson Award for Teaching Excellence
Atchison Award for Community Service
Graduate Fellowship, University of Manitoba
Humboldt Award, Geography Department, University of Winnipeg
Research Fellow George Morris Centre
Paul Harris Fellow Rotary Canada
Professional Activities Outside the University
Founder and Director, Rupert's Land Research Centre 1980 - 1996
Member, Manitoba Water Commission 1980 - 1996
Past President, Manitoba Social Science Teachers Association
Past Editor, Manitoba Social Science Teachers Journal
Past Chairman, Canadian Committee on Climatic Fluctuation and Man
2
Member, Social Science Curriculum Advisory Committee, Department of
Education
Former Board Member, The Forks Development Heritage Advisory Board
Former Board Member, Urban Ideas Centre
Former Board Member, Western Canada Pictorial Index
Former Chair, City of Winnipeg's Advisory Committee on Hazardous Waste
Technical Advisor to the Canadian Cattlemen’s Association
Former Chair Assiniboine River Management Advisory Board
Former Board Member of British Columbia Agriculture in the Classroom
Significant Publications
"The Nitty Gritty of Winnipeg Air",
Prairie Forum, Fall 1977, pp. 32-47
"Comparative Air Quality in Urban and Suburban Environments of Winnipeg",
Manitoba
Environmental Research Council Annual Publication
, Project #33, 1975, p. 15
"An Assessment of the Urban Heat Island as a Potential Energy",
Manitoba
Environmental Research Council Annual Publication
, Project #34, 1975, p. 12
"As Cold As Ever I Knew It. Manitoba Climate for the Last 200 Years"
Historical and
Scientific Society of Manitoba Transactions
, Series III, Number 33, 1976-77, pp.
61-66
"Analysis of Historical Evidence of Climatic Change in Western and Northern Canada,"
Syllogeus
, Climatic Change in Canada 2, Editor, C.R. Harington, National Museum of
Natural Sciences, Ottawa, 1981, Vol. 33, pp. 78-96
Climatic Change in Central Canada: A Preliminary Analysis of Weather Information
from Hudson's Bay Company Forts at York Factory and Churchill Factory, 1714-1850
,
unpublished Ph.D. Thesis, University of London, England, p. 480
"The Migration of Geese as an Indicator of Climate Change in the Southern Hudson Bay
Region Between 1715 and 1851",
Climatic Change, Vol. 5, No. 1, 1983a, pp. 83-93
"Climate and History: A Connection that Cannot be Ignored",
History and Social
Science Teacher
, Vol. 19, No. 4, May 1984, pp. 205-214
Selected Climatological Data from Hudson's Bay Company Records for the Period 1718-
1939 at Churchill, Manitoba
, Environment Canada, Downsview, Ontario, 1984, p. 132
Selected Climatological Data from Hudson's Bay Company Records for the Period 1714-
1913 at York Factory, Manitoba"
, Environment Canada, Downsview, Ontario, 1984, p.
174
3
"Report on a Colloquium Held at the University of Winnipeg",
Manitoba Culture and
Heritage
, Vol. 2, No. 2, Summer 1984, pp. 11-12
"A Dramatic Change in the General Circulation on the West Coast of Hudson Bay in
1760 A.D.: Synoptic Evidence Based on Historic Records",
Syllogeus Climatic Change in
Canada 5: Critical Periods in the Quaternary Climatic History of Northern North
America, Editor, C.R. Harington, National Museums of Canada, 1985, Vol. 55, pp.
219-229
"Preliminary Analysis of Early Instrumental Temperature Records from York Factory
and Churchill Factory",
Syllogeus Climate Change in Canada 3 Project on Climatic
Change in Canada During the Past 20,000 Years, Editor, C.R. Harington, National
Museums of Canada, Vol. 49, 1983b, pp. 203-220
"The Hudson's Bay Company Records as a Source of Climatic Information",
Rendezvous:
Selected Papers of the Fourth Annual Fur Trade Conference
, Minnesota Historical
Society, Editor, Thomas C. Buckley, 1984, pp. 43-51
"Changes in the General Circulation of the Atmosphere in the 1760's at Churchill and
York Factory, Manitoba",
North Dakota Academy of Sciences Symposium Papers, Vol.
38, pp. 16-18
"Observations of the Transit of Venus at Prince of Wales Fort in 1769",
The Beaver
Outfit 315:2, Autumn 1984, pp. 48-59
"Instrumental Temperature Records at Two Sites in Central Canada: 1768 to 1910"
Climatic Change
1984, Vol. 6, pp. 39-56
"Historical Evidence and Climatic Implications of a Shift in the Boreal Forest Tundra
Transition in Central Canada",
Climatic Change 1986, Vol. 7, pp. 218-229
"A Report to the Pearse Commission Federal Inquiry on Water Resources",
Manitoba
Water Commission
, October 1984, p. 13
"The Boreal-Tundra Transition" in
Physical Geography, Editor, William Marsh, Harper
and Rowe, New York, 1986, pp. 324-325
"An Early Energy Crisis: The Importance of Woodcutting at Churchill in the Early Years
of the Fur Trade",
Horizon Canada, 1985, Vol. 5, No. 60, pp. 1436-1440.
"Measurement of Climate in Early Canada",
Horizon Canada, 1985, Vol. 3, No. 27, pp.
562-573
"Teaching Weather and Climate: Some Topics that Should be Covered",
Social Science
Teachers Journal
, Spring 1985, Vol. 12, No. 2, pp. 13-15
4
"The Climate of Antarctica",
Manitoba Social Science Teachers Journal, Spring 1986,
Vol. 13, No. 1, pp. 28-31
"Long-term Climate Trends and Agriculture on the Prairies",
Proceedings of the First
Ministers Conference on the Environment
, Calgary, Alberta, 1986, pp. 17-26
"Evidence of Climate Change at Trengwainton Gardens, Cornwall, England",
Weather,
June 1987, Vol. 42, No. 6, pp. 176-180
"Timber",
The Beaver, 1987, Vol. 67:2, pp. 45-57
"Fur Trade Gardens",
The Prairie Garden, 1987, Vol. 48, pp. 117-120
"Historical and Instrumental Evidence of Extreme Climatic Conditions in Central
Canada: 1770-1820",
Annales Geophysicae, Proceedings of the Annual Geophysical
Society General Assembly, Bologna, March 1988, p. 84
"Company Town",
The Beaver, June-July 1988, Vol. 68:3, pp. 43-52
Fundamentals of Physical Geography
, Copp Clarke and Pitman, First Edition, Toronto,
1989, p. 594
"Water: The Resource Issue of the 21st Century in North America",
Canadian
Dimensions
, Fall 1988, Vol. 22, No. 6, pp. 8-14
"Manitoba Climate: Past, Present and Future",
Technical and Scientific Papers of the
Conference for Agricultural Professionals
, 1988, Manitoba Agri-Forum, Winnipeg, pp.
134-139
"Dauphin Lake, Manitoba: Death of a Prairie Lake?",
Manitoba Social Science Teachers
Journal
, Vol. 15:2, 1988, pp. 11-23"
"Lifeblood of a City",
Manitoba Social Science Teachers Journal, Vol. 15:2, 1988,
pp. 28-43
"Manitoba Climate: Its Impact on Agriculture, Past, Present and Future", in
Proceedings
2nd Sol and Elsie Sinclair Farm Management Seminar Fund Series, 1988
, Faculty of
Agricultural Economics, University of Manitoba
"Agriculture in the Classroom - A Report",
Manitoba Social Science Teachers Journal
Vol. 15:2, 1998, pp. 25-28
"Historical and Instrumental Evidence: Central Canada, 1714-1850" in
Climate Since
1500 A.D.
, Editors, Philip Jones and Raymond Bradley, Climatic Research Centre,
University of East Anglia
5
"Global Warming; The Need for Objectivity",
Bio-Joule, January 1990, Vol. 12.3, pp.
"Global Warming: Fact or Misinformation",
Canadian Dimension, April/May 1990, Vol.
24:3, pp. 22-26
"The Greenhouse Effect; the Need for Scientific and Social Responsibility", Proceedings
of the Canadian Committee on Climatic Fluctuation and Man Conference, National
Museum of Natural Sciences, Ottawa, January, 1990
"Stromness, Orkney Islands; A Town of the Fur Trade",
Highlander, Chicago, Illinois,
May, 1990, pp. 4-8
Geopolitics: Understanding GATT and Free Trade,
Proceedings of the Conference on
Managing Agriculture for Profit
, Kananaskis, Alberta, 1991.
Climate and Agriculture: An Update,
Proceedings of the Conference on Managing
Agriculture for Profit
, Kananaskis, Alberta, 1991.
The Impact of Climate Change on Sustainable Agriculture in Canada, 1991 Science
Council of Canada, Queen's Printers, Ottawa, 114 p.
“Climatic Change, Droughts and Their Social Impact: Central Canada, 1811-20, a classic
example." In C.R.Harington (ed)
The Year Without a Summer? World Climate in 1816.
1992, National Museum of Natural Sciences, Canadian Museum of Nature, Ottawa
“The Year without a Summer: Its Impact on the Fur Trade and History of Western
Canada." In C.R.Harington (ed)
The Year Without a Summer? World Climate in 1816.
1992, National Museum of Natural Sciences, Canadian Museum of Nature, Ottawa
Ball, T., Fossett, R., Dion, L., Marcotte, G.M., 1992,
An Historical Overview of
Aboriginal Lifestyles: The Churchill/Nelson Drainage Basin
, Rupert's Land Research
Centre, Report for Manitoba Hydro. p. 307.
Briggs, Smithson and Ball., 1992 of
Fundamentals of Physical Geography, Second
Edition, Copp Clark and Pitman. Toronto. p. 604.
"An Iconoclast's View of Climatic Change"
Canadian Water Resources Journal, Vol. 17,
No.2. 1992.
Ball and Houston,
18th Century Naturalists of Hudson Bay, Mcgill/ Queens University
Press, 2004
M.G. Dyck, W. Soon
,, R.K. Baydack, D.R. Legates, S. Baliunas, T.F. Ball and L.O.
Hancock
, Polar bears of western Hudson Bay and climate change: Are warming spring
air temperatures the “ultimate” survival control factor?
Ecological Complexity
September, 2007, p 73-84.
palli (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 14:33
Látum wikipediu Piers Corbyn nægja.
ttp://en.wikipedia.org/wiki/Piers_Corbyn
"... is the owner of the business WeatherAction which makes weather forecasts up to a year in advance, and which he also used to bet on, before being barred for making too much profit."
Er Hversemer eitthvað illa við löppina á sjálfum sér?
palli (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 14:38
Þessi wikipedíusíða er einkar fróðleg, sér í lagi sá hluti hennar þar sem wikipedíumenn ræða áreiðanleika hennar og velta fyrir sé heimildunum á bak við staðhæfingarnar.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 22:18
Ég ráðlegg ykkur, þessum besservissurum, að lesa Termometri þar sem Enrico Fermi setti fram
kenningar sínar um hitaorkuna og hegðun hennar. Við Íslendingar höfum nýtt okkur þær við
gerð hiraveitna og gufuafls. Einig er þar að fynna skíringu afhverju og hvernig gufuhvolf jarðar
vendar okkur frá því að lifa í þeim aðstæðum í hita búskap sem ríkir á tuglinu.
Leifur Þorsteinsson, 13.5.2013 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.