Grimm höfnun; - eitt það versta sem hægt er að gera einni manneskju.

Það veitt mér nýja innsýn inn í mismun á rekstrarformum að vinna fyrst í 19 ár hjá Sjónvarpinu, síðan í sex og hálft ár á Stöð 2 og svo aftur hjá Sjónvarpinu.

1988 réði enn talsvert ríkjum svonefndur "unionismi" hjá RUV; - einn maður var í flestum tilfellum ráðinn til að gegna einu ákveðnu starfi og engu öðru. 

Eitt lítið en lýsandi atvik sýndi þetta vel. Eitt sinn þegar ég kom inn í förðun hjá Heiði Ósk Helgadóttur um sexleytið sagði hún við mig: "Ég er alveg að gefast upp á þessu starfi."

"Af hverju?" spurði ég.

"Ég er búin að vera hérna frá því klukkan níu í morgun," svaraði hún,"og hef aðeins farðað einn haus. Svona aðstæður drepa hverja manneskju niður".

Þessi ósveigjanleiki kerfisins var ein af ástæðum þess að ég ákvað að breyta til og fara upp á Stöö 2 og var svo lánsamur að geta gert það án þess að leiðindi hlytust af. Áttaði mig ekki til fulls fyrr en síðar hve mikið lán þetta var.   

Uppi á Stöð 2 blasti við gerólkt ástand, að vísu mikil baráttugleði, en ekki síður gríðarlegt vinnuálag, streita og ákveðinn ótti við afar ótryggar viinnuaðstæður og hættu á uppsögnum vegna þess að hagur fyrirtækisins var árum saman á ystu nöf, líkt og í öndunarvél, enda fór fyrirtækið í þrot tveimur árum eftir að ég byrjaði þar, en nýir eigendur lífguðu það við. 

Ég sá marga starfsmenn keyra sig út, til dæmis tæknimenn, sem hlupu á milli mismunandi tækja og verkefna myrkranna á milli eins og hrædd dýr, en það var eins alger andstæða við tilfelli sumra hjá Sjónvarpinu og hægt var að hugsa sér.

Nokkur ár liðu og þá gerðist eftirminnilegur atburður, sem risti djúpt.   

Einn af millistjórendum fyrirtækisins hafði kvöld eitt í lok janúar haldið uppörvandi "brainstorm" fund fyrir sína undirmenn í húsnæði úti í bæ, sem var afar uppbyggjandi og skemmtilegur.

Ákveðið var að endurtaka þetta í janúarlok árið eftir. En þegar fólk kom á fundinn dundi áfallið yfir.

Eigendurnir höfðu skipað millistjórnandanum með engum fyrirvara að nota fundinn til að afhenda stórum hluta undirmanna sinna uppsagnarbréf á þessum fundi með stysta mögulega uppsagnarfresti, af því að daginn eftir væri 1. febrúar og það mætti ekki bíða með þetta deginum lengur.

Allir urðu niðurbrotnir við þetta, ekki síst millistjórnandinn, sem átti ekki um neitt annað að velja en að hlýða skipunum ef hann vildi halda starfinu og vissi þar að auki, að ef hann gerði þetta ekki, yrði fólkinu samt sagt upp.  

Fundurinn breyttist í martröð þar sem fólki voru afhent umslög og vissi ekki fyrr en það kom út þessari snubbóttu byrjun og endi fundarins, hvort í umslaginu væri uppsagnarbréf eða ekki.

Ég minnist þess enn hve mér þótti þetta ferlegar og mannskemmandi aðfarir.

Síðar kom í ljós að eigendurnir höfðu farið á taugum og hægt var að ráða megnið af fólkinu aftur, misjafnlega fljótt þó.

Eftir á að hyggja hefðu þessar harkalegu fjöldauppsagnir aldrei þurft að eiga sér stað.  

Uppsagnir, sem svona eru framkvæmdar, fela í sér eitthvert mesta andlegt ofbeldi, sem hægt er að beita fólk og nefnist höfnun.   

Svo er stundum að sjá að til séu þeir, sem ráða fyrirtækjum og líti á fólkið, sem vinnur hjá þeim, eins og nöfn á blaði, dauð exelskjöl, en ekki lifandi fólk sem hafi tilfinningar, búi við misjöfn kjör og heilsu eftir atvikum, og eigi rétt á því sem stendur í 8. grein frumvarps stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár: 

8. grein.

Mannleg reisn.

Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna. 

Ég tel mig hafa verið aðnjótandi mikillar heppni og gæfu að öll samskipti mín við yfirmenn mína á Stöð 2 og hjá Sjónvarpinu voru á þann veg að aldrei bar skugga á, og að ég fékk að flytjast á milli stöðvanna fram og til baka í tvígang án þess að nokkur leiðindi yrðu.

Þegar ég sagði upp á Stöð 2 og fór aftur niður á Sjónvarp gerðist það á þann einstaka hátt, að uppsagnarfresturinn var sex mánuðir, en samt vitnaðist þetta ekki fyrr en eftir að fimm mánuðir voru liðnir af honum, svo orðheldnir voru þeir sem að því stóðu. 

Ég verð ævinlega þakklátur fyrir öll árin sem ég fékk að vinna hjá báðum þessum fyrirtækjum og þess vegna verð ég þeim mun daprari sem ég heyri af tilfelli eins og nú blasir við hjá Láru Hönnu Einarsdóttur.  

 

 


mbl.is Sagt upp eftir 25 ára starf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Góð hugleiðing Ómar.

Sérstaklega tilvitnunin í "mannlega reisn" í nýju stjórnarskránni. Ákveðnir lagatæknar vildu fá nánari skýrgreiningu á þessu fyrirbæri, fannst það jafnvel fáránlegt að setja svona loðið ákvæði inn í stjórnarskrá. Nú hrannast lagatæknilegu skýringarnar upp þessa dagana, illu heilli.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.5.2013 kl. 00:48

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrir nokkrum árum tók blaðamaður á Mogganum viðtal við Láru Hönnu Einarsdóttur en blaðamanninum var sagt upp störfum skömmu síðar "í sparnaðarskyni", enda þótt hann hefði þar áratuga starfsreynslu, og Lára Hanna sagðist finna til með honum.

Þegar ég hætti sem blaðamaður á Mogganum sendi ég þangað eftirfarandi bréf:

"Þetta er uppsagnarbréf."


Strákur nokkur átti kærustu í Reykjavík en var sendur í sveit um vorið og honum leist svo vel á heimasætuna á bænum að hann sendi kærustunni í Reykjavík eftirfarandi bréf með mjólkurbílnum:

"Þetta er uppsagnarbréf."

Þorsteinn Briem, 20.5.2013 kl. 01:11

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

það er lög hér að sérhver Íslensku ríkisborgari hefur skyldur til að framfæra sjálfum sér, og munu komin frá Frakklandi, og móti hefur ríkið þær skyldur að standa vörð um lögin.

Hér áður í vestrænum borgum þá höfuð aðeins svokallaðir borgar kosningarrétt og keypt þeir þessi borgarréttindi, og áttu flestir fasteign og voru skattskyldir og borgðu meðal annarrs aumingja skatta.  þá kom fram sú hugmynd að allir skyldu greiða skatta svo mættu vaxa í virðingu og lifa þannig við reisn.   þetta er ekki hægt fyrir strafsmenn nema fyrirtækið leggi þessa skatta á vöru  og þjónustu og skili svo til ríkisins í nafni starfmanna eða sínu eigin: velferða tekju stofn einstaklinga.    Sjálfþurftar búskapur  borgaði hinsvegar í fríðu tekju skatta til kongsins.   Svíþjóð er með 100% skilaskyldu í nafni starfsmanna.  hlutfallslega jafn mikið lagt á grunnframframfærslu skyldu. USA er með 50% er skilað í nafni starfsmanna og 50% í nafni fyrirtækja=lögaðila ríkis.  það er ekkert leynarmál að tax on Salary and wages er til að fjármagna velferðkerfi ef einhver nennir  að gúgla eða lesa.  Ísland þegar ég fæddist talaði um kaup og launtengd gjöld atvinnurekenda.

UK  um 1970 fann upp strafsmann persónu afslátt, lækka velferða skatta skil um segjum 50.000 kr, á starfsmann á mánuði => afleiðing eignahalds félög með  tugi fyrirtækja og ódýran stjórenda í meðalaunum í hverju fyrirtæki  og hundruð strafsmanna á lámarksframfærslu töxtum.  Danir fylgdu í kjölfarið og Ísland.  Síðan gerðust breytingar á Vesturlöndum, vélar og tölvur útrýmdu , líkamlegum og andlegum erfiðstörfum.    Stór hluti var færður yfir í fyrrverandi nýlendur og mengunin líka.
Í þessu þremur ríkjum hefur velferðatekjustofn farið minnkandi með hverju ári.  Á Íslandi þá er gert út á að græða á fjölda starfsmanna frekar er gæðum að mati kaupenda. Til geta lagt á vexti til eignarhalds félaga í gegnum banka.   Ríkið skattlegur svo vexti og sömu vextir hækka verð á þjónustu og þá vsk. þar sem það á við. Virðing fyrir í láskatta borgurum er engin.  En gullgæs Stjórnsýlunnar eru eignahalds félög og fjámálageiri. 

Ef USA, þýskland, Sviss, Svíþjóð að leggja um 40 % á útborgað reiðufé til stafsmanna þá þarf Ísland að gera það ílka.  það er að taka 29% af launum [launtengdum gjöldum] hlutfallslega jafnt á öll fyritæki=lögaðila og einstaklinga.  þessu er hægt að skila í einni greiðslu í hverjum mánuði til reikinstofu sem skiptir svo á milli opinbera sjóða og  lögaðila í samhengi.   Taka af atvinnurekum alla forsjárskyldur. Einn sjóður sem borgar veikinda daga, örorkubætur, ellistyrki og atvinnumissi. Framfærsluskyldutrygginarsjóður. Réttur [18 ár ríkisborgari] er 237.000 kr. í reiðufé  fyrir þá sem búa einir og lækkar svo með fjölda sem deila sama herbergi [íbúð].   Veikir og örykjar fá viðbót samsvarandi.

Atvinnurekendur=lögaðilar semja svo við þá vinnandi sem fá hærra tíma kaup. Svo innan ramma regluverks geta svo án ríkis ábyrgðar séreigna sjóðir einstaklinga starfað að markaði og boðið hærri tryggingar.  Síðan gildir víða í einkageirum að toppar eru á flötum launum [innfalið bakvakt 24 tímar]þetta á að sjálfsögðu að gilda um alla opinbera toppa í stjórnsýslunni  hér.         þá græða lögaðilar ekki né tapa á starfsfólki. heldur græða þeir vegna almennra vinsælda á markaði. 

Júlíus Björnsson, 20.5.2013 kl. 02:53

4 identicon

Lára hanna spyr: "Ég lýsi eftir orði yfir það, að segja upp verksamningi við 57 ára gamlan starfsmann eftir 25 ára starf með 20 daga fyrirvara – með einum tölvupósti. Mér finnst siðleysi ekki ná yfir það."?
Siðleysi þekkir JÁJ og hans frú ekki svo það má útiloka það.
Hvað með HEFND?
Sá eða sú sem gerir í því að vekja athyglii þjóðar á spillingu og hjálpa fólki að greina hana er ekki beint að hjálpa svikurum þessa lands.
Nú hyggja þeir á endurkoma en verða að sópa gólfið fyrst.

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband