21.5.2013 | 01:45
"Dautt nafn á blaði eða exelskjal" varð að lifandi manneskju.
"Dautt hafn á blaði eða exelskjal frekar en lifandi manneskja" voru orð, sem hrutu af mér í bloggpistli um uppsögn Láru Hönnu Einarsdóttur í gær.
Ég hef verið í langri og strangri hálendisferð í dag og frétti því fyrst nú að í raun hefði þetta gerst í máli hennar, - framkvæmdastjórinn kveðst ekki hafa vitað um veikindi hennar og stöðu og nafn hennar hefði þar með verið eitt af mörgum á blaði.
Það er gott að vita af því að brugðist hafi verið rétt við og að nú hefur "dautt nafn á blaði eða exelskjal" breyst í lifandi manneskju, sem eftir áratuga farsælt starf og þjónustu fannst það ósanngjörn höfnun hvernig komið var fram við hana beint í kjölfar strangrar veikindameðferðar og hygg ég að fáir lái henni það.
"Aðgát skal höfð í nærveru sálar" kvað skáldið, og lærdómurinn af þessu máli og viðbrögð og vinnubrögð verða vonandi öllum til góðs.
Uppsögn Láru dregin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.