Sjónarhólarnir eru margir.

Styrjaldir leiða fram allt það besta og versta í manninum og seinni heimsstyrjöldin var engin undantekning. Vafalaust er mikið til í því sem nú er leitt upp á yfirborðið í sambandi við þá gyllilngu sem ungir bandarískir hermenn fengu varðandi "franska kossa" og franskt ástalíf þegar þeir voru sendir til herþjónustu í Frakklandi. 

Ég er nógu gamall til að muna eftir þeirri mynd sem skemmtanaiðnaðurinn gef af París og frönskum konum og get því skilið að framkoma bandarískra hermanna hafi ekki alltaf verið til fyrirmyndar þegar þeir fóru sigurför um Frakkland 1944.

En ég upplifði líka þveröfuga mynd á milljón manna flugsýningu í Oskosh í Banaríkjunum 1997 þegar haldið var upp á 40 ára afmæli bandaríska flughersins, sem var stofnaður í núverandi mynd 1947.

Við hlið mér stóðu nokkrir gamlir menn sem táruðust og grétu við stærstu minningarathöfnina.

Ég spurði einn þeirra hvar þeir hefðu verið í stríðinu. "Í innrásinni í Normandy" svaraði hann, "og ég tárast meðal annars yfir því hvaða móttökur ég fékk þegar ég kom til Frakklands aldarfjórðungi síðar."

Ég uppskar víða andúð og kalt viðmót og mér sárnaði það afar mikið, eftir að hafa upplifað þá fórn, sem ég og margir vinir mínir í blóma lífsins höfðum fært og sumir okkar látið lífið fyrir. Þeir fórnuðu ungir lífi sínu fyrir það að Bandaríkjamenn björguðu Frakklandi í annað sinn á sama aldarhelmingnum og þetta voru þakkirnar."    

Þetta sýnir hvað sjónarhólarnir í stríði geta verið margir og einni það, að að mörgu er að hyggja.  


mbl.is Bandaríkjamenn ekki bara frelsarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég er nógu gamall til að muna eftir þeirri mynd sem skemmtanaiðnaðurinn gaf af París og frönskum konum og get því skilið að framkoma bandarískra hermanna hafi ekki alltaf verið til fyrirmyndar þegar þeir fóru sigurför um Frakkland 1944."

Hvaða máli skiptir það í þessu samhengi hvaða mynd einhver "skemmtanaiðnaður" gaf af París og frönskum konum?!

Um að gera að réttlæta nauðganir
með þessari þvælu.

Rétt eins og klæðnaður kvenna geti gefið tilefni til að nauðga þeim.

"Styrjaldir leiða fram allt það besta og versta í manninum og seinni heimsstyrjöldin var engin undantekning."

Allt það besta?!


Eins og dæmin sanna í stríði Bandaríkjamanna í Víetnam og innrás þeirra í Írak.

Svo og innrás Þjóðverja í Sovétríkin og innrás Sovétmanna í Þýskaland.

Ásamt mörg þúsund öðrum dæmum.

Innrásir og styrjaldir réttlæta aldrei einhverjar "hetjudáðir", loftárásir á borgir, morð, pyntingar, kynlífsþrældóm og nauðganir.


Þar að auki tóku Bandaríkin þátt í Seinni heimsstyrjöldinni vegna eigin hagsmuna, rétt eins og til dæmis í innrásinni í Írak.

Og það vissu og vita Frakkar að sjálfsögðu.

Þorsteinn Briem, 26.5.2013 kl. 12:10

2 identicon

Það eina sem skemmtanaiðnaðurinn hefur gert, er að réttlæta þennan óþvera.  Og spguritarar hafa margir tekið upp það sama ... hvar stendur það í bókum á Íslandi, að Bandaríkjamenn myrtu yfir miljón manns í þýskalandi eftir stríðið.  En það stendur aftur á móti að hitler hafi verið nr. 666 í austurríska hernum.  Og maður þarf ekki að staldra lengi við, til að vita að önnur eins skrif eru þvættingur.

Svo maður ekki tali um, að Hitler hefur tæplega gengið um og myrt allt þetta fólk með eigin hendi.  Heldur gengu honum á hendur hundruðir þúsunda manna, sem höfðu gaman af því að fremja þennan ófögnuð.

Þessir menn, sem tóku upp vopn eru engar hetjur ... þeir eru óþverrar. Menn ættu til dæmis að horfa á Discovery á árunum 70-80, þar sem komu fram bandarískir hermenn og lýstu því hvernig þeir hoppuðu upp á hengingarólarnar til að hjálpa til við hengingar á venjulegum hermönnum.

Samkvæmt bandarískum skilningi, þá var "við hlíddum bara skipunum", engin afsökun.  En það er afsökun sem notuð er ósparrt af vesturlendskum hermönnum, meðal annars í Vietnam og Írak.

Að hengja öll ódáðin á Hitler einn, og fyrirgefa öllum þeim mönnum sem frömdu sjálfan verknaðin er það versta sem menn hafa gert í sögu mannkyns.  Það sama á við Írak, Afghanistan, Vietnam og alla aðra staði þar sem fjöldamorð, nauðganir og pyntingar hafa átt sér stað.

Men fylkja sér í fylkingar, til að framkvæma ófögnuðinn ... þeir eiga enga kossa skilið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.5.2013 kl. 12:35

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

steini br. barðist með karlinum í tunglinu þegar Bandaríkjamenn gerðu innrás í tunglið.

Sigurgeir Jónsson, 26.5.2013 kl. 12:40

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svarta gallsins Sigurgeir,
sauður er hann, kall úr leir,
úr hausnum tóku heilann þeir,
hrafnar krunka þar nú tveir.

Þorsteinn Briem, 26.5.2013 kl. 13:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég held að þú ættir að bera meiri virðingu fyrir konum, Ómar Ragnarsson.

Hver ætli hafi eldað ofan í þig og öll þín börn, séð um mestallt uppeldi þeirra, keypt í matinn fyrir heimilið, skúrað, ryksugað og vaskað upp?!

Þú sjálfur kannski með öll þín áhugamál?!

Kaupir ekki einu sinni á þig fötin, að eigin sögn.

Þú ert karlremba með gríðarlegan áhuga á öllum hernaði.

Þorsteinn Briem, 26.5.2013 kl. 14:43

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini Briem virðist í meira lagi ruglaður og æstur í dag, hefur dottið fram úr vitlausum megin, komið niður á vitlausa beinið og skrifar síðan öfgakennda vitleysu á netið hans Ómars.

Bandaríkjamenn myrtu að sjálfsögðu EKKI "yfir miljón manns í Þýzkalandi eftir stríðið," Bjarni, þú ferð hér með staðlausa stafi.

Að sjálfsögðu hefur margt illt verið gert í stríðum, en innrásin í Normandí og frelsun Evrópu undan herjum nazista var NAUÐSYN; þó ber vitaskuld að virða ákvæði Genfarsáttmála um stríðsaðferðir og meðferð stríðsfanga.

Og sannarlega hafa óeigingjarnar hetjudáðir líka verið unnar í stríðum og menn fórnað lífi sínu fyrir land sitt og frelsi þjóða sinna. Kjánapjakkar, sem þurfa ekki að hafa neitt fyrir eigin frelsi, breyta engu um það með blaðri sínu.

Jón Valur Jensson, 26.5.2013 kl. 16:54

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"195,000-430,000 South Vietnamese civilians died in the Vietnam war."

"50,000-65,000 North Vietnamese civilians died in the war."

"The Army of the Republic of Vietnam lost between 171,331 and 220,357 men during the war."

"The official US Department of Defense figure was 950,765 communist forces killed in Vietnam from 1965 to 1974."

"The most detailed demographic study calculated 791,000-1,141,000 war-related deaths for all of Vietnam."

"Between 200,000 and 300,000 Cambodians died in the war along with about 60,000 Laotians and 58,220 U.S. service members."

The Vietnam War

Þorsteinn Briem, 26.5.2013 kl. 18:07

11 identicon

Ómar fer of oft í bíó. Hefur meðal annars séð "Saving Private Ryan", jafnvel oftar en einu sinni, og tárast.

Ef einhver er ó-ruglaður hér, er það Steini Briem.

En allaveganna ekki guðfræðingurinn og ignorantinn Jón Valur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.5.2013 kl. 18:13

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Within the first two to four months of the bombings, the acute effects killed 90,000-166,000 people in Hiroshima and 60,000-80,000 in Nagasaki, with roughly half of the deaths in each city occurring on the first day.

The Hiroshima prefecture health department estimated that, of the people who died on the day of the explosion, 60% died from flash or flame burns, 30% from falling debris and 10% from other causes.

During the following months, large numbers died from the effect of burns, radiation sickness, and other injuries, compounded by illness.

In a US estimate of the total immediate and short term cause of death, 15-20% died from radiation sickness, 20-30% from burns, and 50-60% from other injuries, compounded by illness.

In both cities, most of the dead were civilians
, although Hiroshima had a sizeable garrison."

The atomic bombings of Hiroshima and Nagasaki

Þorsteinn Briem, 26.5.2013 kl. 18:19

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aerial bombing against civilian cities was not a new phenomenon; the British had already experienced such raids in WWI conducted by German Zeppelins.

However, the advance in aircraft technology brought bombing to a new level."

"As the war progressed heavy bombers such as the British Avro Lancaster bombers made their entrances in the war and carpet bombing entire industrial cities with their great payloads."

"The lack of accuracy for these bombing missions often inflicted damage to non-military areas; the Allies knew it, but felt it was an inevitable part of war.

Some precisely used this tactic against Germany, such as Royal Air Force Bomber Command's Air Marshal Arthur Harris.

His area bombing campaigns were meant to demoralize the German population, but it became a matter of controversy immediately following the war as his campaigns were accused of being terror bombing."

The aerial bombings of Hamburg, Dresden, and other cities 1942-1945

Þorsteinn Briem, 26.5.2013 kl. 18:42

14 identicon

Hér falla margir í þá gryfju að dæma hvert atvik, hverja árás, sem einstakt tilvik án samhengis við annað.  Nauðsynlegt er að hafa í huga t.d. hvað hefði gerst ef umrædd árás hefði EKKI verið gerð.  Þar með innrásin í Normandí.

Það skyldi þó aldrei vera að staðreyndir og líkindareikningur leiði í ljós að sprengjurnar sem var varpað á Hirosíma og Nagasaki hafi bjargað fjölmörkum mannslífum...

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 26.5.2013 kl. 19:50

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hörður Björgvinsson,

Loftárásir á borgir eru aldrei réttlætanlegar.

Enginn var, er eða verður "hetja" af því að gera loftárásir á borgir.


Harla einkennilegt að réttlæta fjöldamorð á óvopnuðu fólki með því að þannig hafi einhverjum öðrum verið bjargað.

Og ég sagði að Bandaríkin hefðu verið að hugsa um eigin hagsmuni með því að taka þátt í styrjöldinni í Evrópu, rétt eins og til að mynda í Víetnam og Írak.

Þorsteinn Briem, 26.5.2013 kl. 20:54

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki hafa skrif Hauks Múla Kristinssonar hingað til gefið mér minnstu ástæðu til að taka mark á þeim manni.

Og copy-paste-iðja Steina Briem er sem fyrr lítt áhugaverð.

Og vitaskuld var Bandaríkjunum fullkomlega heimilt "að hugsa um eigin hagsmuni með því að taka þátt í styrjöldinni í Evrópu;" hinu má Steini ekki gleyma, að samstaða Bandaríkjamanna með Bretum hafði sitt að segja, auðvitað líka viðskiptasambönd landanna og stórfelld skuldataka Breta í vestra vegna stríðsrekstrarins, en stríð sitt háðu Bandaríkin líka vegna óttans við að alræðisöflin í Evrópu og Japan næðu heimsyfirráðum (1943 hafði lýðræðisríkjum hér í álfu fækkað niður í ca. sex: Írland, Bretland, Ísland, Svíþjóð, Finnland, Sviss ... munið þið eftir nokkrum öðrum?! Jafnvel Portúgal var einræðisríki), og meðal almennings í Bandaríkjunum toguðust á einangrunarhyggja og samúð með þeim þjóðum, sem herir Hitlers höfðu valtað yfir.

Frálitt er að gera lítið úr björgunaraðgerð Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöld sem e.k. sjálfselskri hagsmunagæzlu, eins og ráða má af orðum Steina, sem jafnframt virðist hafa meiri samúð með Þjóðverjum en Bretum!

Jón Valur Jensson, 26.5.2013 kl. 21:18

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið tvær flýtivillur.

Jón Valur Jensson, 26.5.2013 kl. 21:19

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo "gleymir" Steini alveg hlut Sovétríkjanna og Rauða-Kína að því að vopnvæða kommúnista í Norður-Víetnam til landvinninga í Suður-Víetnam.

Jón Valur Jensson, 26.5.2013 kl. 21:24

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Ég kannast ekki við að hafa réttlætt hér einhverjar innrásir eða styrjaldir kommúnistaríkja.


Ekki held ég nú að "árangur" Bandaríkjamanna af styrjöld þeirra og fjöldamorðum í Víetnam hafi verið mikill.

Hvernig væri að þú læsir almennilega það sem menn skrifa áður en þú gapir um það í fáráðlingshætti þínum og vesaldómi?!

Ég sagði að Bandaríkin hefðu verið að hugsa um eigin hagsmuni með því að taka þátt í styrjöldinni í Evrópu, rétt eins og til að mynda í Víetnam og Írak.

Að sjálfsögðu finnst þér "lítt áhugavert" það sem ég vitnaði í hér að ofan og finnst að vanda allt ómerkilegt sem er innan gæsalappa.

Allt miklu merkilegra sem er endursagt og því ekki haft innan gæsalappa.

Hvað þá það sem þér og öðrum finnst um hitt og þetta.

Þorsteinn Briem, 26.5.2013 kl. 22:01

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þótt Steini hafi ekki réttlætt hér innrás kommúnistaríkja með orðum, virðist hann gera það með þögninni um hina þungu ábyrgð sovétmanna og Kínverja á innrás Norður-Víetnama. Stalín bar einnig ábyrgð á innrás Norður-Kóreumanna inn í Suður-Kóreu 1950 (það stríð, sem lauk 1953 með sigri hersveita á vegum Sameinuðu þjóðanna, kostaði á endanum um 2,4 millj. manna lífið), rétt eins og Kremlarmenn báru einnig ábyrgð á og kostuðu íhlutunar-stríðsrekstur Kúbu í Angóla 1975-1990; hins vegar sáu sovézkar hersveitir alveg um Afganistanstríð sitt 1979-89, sem Steini þegir líka um. Manninum virðist illa við Bandaríkjamenn umfram alla aðra, jafnvel umfram þjóðamorða-hersveitir nazista og sovét-kommúnista!

Bendi hér ennfremur á grein mína : Feysknar stoðir stóryrða um Bandaríkin (Frbl. 13. júní 2004).

Jón Valur Jensson, 27.5.2013 kl. 00:21

21 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hef aldrei séð myndina "Saving privat Ryan" þótt aðrir fullyrði það léttilega.

Fór hins vegar sérstaka vettvangs- og kvikmyndatökuferð 2006 til Normandy til að koma á lendingarstaðina, og staldraði aðallega við á "Utah" og "Omaha."

Er enn að vinna í því kvikmynda/bókarhandriti sem ber vinnuheitið "Emmy, stríðið og jökullinn" en undirbý mig undir fyrirlestur í haust hjá Churchill-félaginu, sem ber vinnuheitið "Churchill og innrásirnar í Ísland."

Ómar Ragnarsson, 27.5.2013 kl. 00:38

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Ómar. Láttu engan slá þig út af laginu.

Jón Valur Jensson, 27.5.2013 kl. 01:20

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Enn einu sinni:


Ég sagði að Bandaríkin hefðu verið að hugsa um eigin hagsmuni með því að taka þátt í styrjöldinni í Evrópu, rétt eins og til að mynda í Víetnam og Írak.

Ríki gera innrás í önnur ríki og heyja styrjaldir vegna eigin hagsmuna.

Og þá gildir einu hvaða ríki þar er um að ræða.

En það skilur þú að sjálfsögðu engan veginn.

Þorsteinn Briem, 27.5.2013 kl. 01:56

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríski herinn er úti um allar heimsins koppagrundir til að verja bandaríska hagsmuni.

Rétt eins og breski herinn kom hingað til Íslands í Seinni heimsstyrjöldinni til að gæta breskra hagsmuna en ekki íslenskra.

Enda sást undir iljarnar á bandaríska hernum þegar hann hafði sjálfur ekki hag af því að vera hér lengur árið 2006.

Þrátt fyrir að Davíð Oddsson grátbæði bandarísk stjórnvöld um það.

Þorsteinn Briem, 27.5.2013 kl. 02:42

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

George W. Bush og Davíð Oddsson í Hvíta húsinu í júlí 2004.

Þorsteinn Briem, 27.5.2013 kl. 02:46

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú trúir eflaust bezt sjálfur þínum einhæfu, einsýnu endurtekningum.

En ætli þú getir svarað þessari spurningu: Voru hagsmunir heimsins einhverjir aðrir en Bandaríkjanna í því efni þegar þau lýstu yfir stríði gegn Þýzkalandi nazismans?

Jón Valur Jensson, 27.5.2013 kl. 03:01

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Ríki gera innrás í önnur ríki og heyja styrjaldir vegna eigin hagsmuna.

Þú ætlar sem sagt að mótmæla þessu?!


Public opinion in Britain and the Commonwealth was disappointed that the U.S. was not entering the war.

Churchill admitted that he had hoped the U.S. would decide to commit itself.

The United States did not enter the War until after the Japanese Attack on Pearl Harbor on 7 December 1941.

Þorsteinn Briem, 27.5.2013 kl. 03:43

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver var svo staðan í Evrópu eftir Seinni heimsstyrjöldina?!

Öll ríki í austurhluta Evrópu kommúnistaríki
, vestur að Vestur-Þýskalandi og Austurríki, þar með talin öll ríkin á Balkanskaga fyrir utan Grikkland, en Spánn og Portúgal fasistaríki.

Sem sagt, langstærsti hluti Evrópu einræðisríki eftir Seinni heimsstyrjöldina.

Og þýskar borgir í rústum eftir loftárásir Bandamanna.

"After liberation, Greece experienced a bitter civil war between communist and anticommunist forces, which led to economic devastation and severe social tensions between rightists and largely communist leftists for the next thirty years."

"After World War II Spain was politically and economically isolated, and was kept out of the United Nations.

This changed in 1955, during the Cold War period, when it became strategically important for the U.S. to establish a military presence on the Iberian peninsula."

Þorsteinn Briem, 27.5.2013 kl. 05:21

29 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir marga sjónarhóla, sem var einmitt heitið á pistlinum.

Ég tel að af hálfu bandamanna hafi seinni heimsstyrjöldin verið ef til vill sú styrjöld í mannkynssögunni sem varð að heyja, því miður.

Að því leyti tek ég undir með Jóni Val. Bandaríkjamenn vildu ekki vígbúast í kreppunni miklu vegna eigin hagsmuna. Það hentaði þeim best að nota alla krafta sína í eigin þágu.

Þess vegna vígbjuggust þeir ekki þegar Japanir réðust á Kínverja 1937, en sú árás var í raun fyrsta kveikjan að því að styrjöldin, sem Rússar stóðu utan við 1939 til 1941 (vegna eigin hagsmuna) varð að lokum heimsstyrjöld 7. desember 1941.

Bandríkjamenn tóku að vísu móralska afstöðu gegn einræðisríkjunum og studdu Breta með vopnasendingum, en fóru samt auðveldustu leiðina, að eyða sem minnstu í eigin her og láta aðrar þjóðir um það að fórna sínum ungu mönnum á meðan Bandaríkin væru "the arsenal of the democrazy" eða vopnabúr og vopnaframleiðendur lýðræðisríkja, en það skapaði hagvöxt og velmegun innanlands.

Það var ekki fyrr en Bandaríkjamenn sáu að Japanir ætluðu sér í alvöru að leggja undir sig mestalla Asíu og að Hitler var á leið með að skipta heiminum upp með þeim, að þeir settu Japönum slíka úrslitakosti 1941 að styrjöld var óhjákvæmileg.

Þetta síðasta hefur ekki verið haft í hávegum. Þótt Japanir ættu sök á styrjöldinni í grunninn með því að ráðast á Kínverja, voru þeir komnir það langt í þeirri styrjöld 1941, að það, að ganga að ósveigjanlegum úrslitakostum Bandaríkjamanna hefði þýtt algera uppgjöf japanskra ráðamanna og að þeir hefðu "misst andlitið" eins og það er kallað þar austur frá.

Ómar Ragnarsson, 27.5.2013 kl. 09:34

30 identicon

Talið er að um 20 milljónir Kínverja hafi látið lífið í seinni heimsstyrjöldinni. Í japönskum skóla bókum er sumstaðar enn fjallað um stríð Japana gegn Kína frá 1937 til 1945 sem 'kínverska atvikið'.

[http://www.bbc.co.uk/history/worldwars/wwtwo/nuclear_01.shtml]

Stefán Ólafsson (IP-tala skráð) 1.6.2013 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband