28.5.2013 | 21:38
Stóriðjulestarhraði á stóryfirlýsingum ráðherra.
Daginn sem ríkisstjórnin tók við völdum bloggaði ég um að það væri oft gott að fá nýtt fólk með ferskrar hugmyndir til að taka að sér verk og að ástæða væri að óska ríkisstjórninni velgengni í störfum.
Hún hefði háð kosningabaráttu út á eitt afmarkað mál, lausn á skuldavanda heimilanna, og nú væri framundan starfið við að efna loforðin.
Kyrfilega hafði af hálfu flokkanna verið komist hjá því að ræða um það mál, sem mér fannst langstærsta málið, stóriðju- og virkjanamálin, sem vörðuðu hagsmuni komandi kynslóða um alla framtíð.
Ekki óraði mig fyrir því að á fyrsta vinnudegi sínum daginn eftir kæmi í ljós hvert væri hið raunverulega forgangsmál valdsherranna og yrði strax í kjölfarið áréttað og ítrekað af alls fjórum ráðherrum, jafnvel oft á dag á hverjum af fyrstu þremur valdadögum stjórnarinnar.
Því síður átti ég von á athöfn líkri þeirri sem fór fram við Stjórnarráðshúsið síðdegis i dag og þarf minnst þrjár ljósmyndir, teknar í þrjár áttir, til að fanga.
Á þeirri neðstu afhendir Guðmundur Hörður Guðmjundsson, formaður Landverndar, aðstoðarmanni forsætisráðherra, 225 fjölbreyttar umsagnir sem bárust til iðnaðarráðuneytisins vegna rammaáætlunar.
En nú liggur það ljóst fyrir, án nokkurrar samræðna eða nýrra vinnubragða við ákvarðanir, sem lofað var í stjórnarsáttmála:
Forgangsmál ríkisstjórnarinnar númer eitt, tvö og þrjú er að reisa bæði risaálver og kísilver í Helguvík, sem munu þurfa 800 megavött eða um hundrað megavöttum meira en álverið á Reyðarfirði fékk með Kárahnjúkavirkjun.
Hálft landið njörvað í mannvirki á annnars tugs virkjana, og stór hluti þeirra fólgin í rányrkju og eiturlofti.
Skuldavandi heimilanna verður hins vegar settur í nefnd.
Það hefur verið stóriðjulestarhraði á stóryrðum ráðherra, meðal annars þeim að ekkert væri að marka umsagnir, sem bárust um virkjanakosti rammaáætlunar af því að þær hefðu nær allar verið ein og sama athugasemdin, fjölfölduð í 400 eintökum.
Ég minnist þess ekki að nýrri ríkisstjórn hafi á jafn skömmum tíma í upphafi ferils síns löðrungað jafn marga þeirra, sem hún talaði samt um í byrjun að ætti að sameina til verka í uppbyggilegum og málefnalegum farvegi.
Glæsileg nær 2000 manna athöfn við Stjórnarráðshúsið síðdegis í dag var haldin með aðeins dags fyrirvara, en hraðinn helgaðist af þeim stóriðjulestarhraða sem hefur verið á yfirlýsinga ráðamanna.
Ekki grunaði neinn, að innan við mánuð frá 5000 manna grænni göngu, þyrfti aftur að grípa til grænu fánanna.
Tengd frétt á mbl.is greinir nánar frá fundinum, en ávörp tveggja ungmenna í lokin snart þann streng, sem mikilvægastur er í þessu máli, að núverandi kynslóð vaði ekki yfir rétt og hagsmuni komandi kynslóða í græðgisæði.
Skutla inn nokkrum ljósmyndum sem ég tók af fundinum, en ég tók líka upp kvikmyndir til að safna í sjóð minninga um baráttuglatt hugsjónafólk.
Leiðrétta misskilning ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem vekur athygli er að þarna vantar 318.000 Íslendinga. Þeir mótmæltu ekki.
Þetta er bara óvenju stór hópur að bíða eftir strætó, og er reyndar afskaplega fjarri því að vera 2000 manns. Nær að þetta séu innan við 1000 sálir.
Hilmar (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 22:17
Skipulagsstofnun: Kísilver í Helguvík þarf 130 MW þegar það er komið í fulla stærð, sjá bls. 4
Norðurál: "Álver í Helguvík þarf 625 MW þegar það er komið í fulla stærð."
Álver í Helguvík þarf því um fimm sinnum meiri raforku en kísilver á sama stað.
Og samtals þurfa álverið og kísilverið 755 MW.
Þorsteinn Briem, 28.5.2013 kl. 22:18
Eldvörp 50 MW,
Sveifluháls 50 MW,
Gráuhnúkar 45 MW,
Hverahlíð 90 MW,
Meitillinn 45 MW,
Sandfell 50 MW,
Reykjanes 50 MW,
Stóra-Sandvík 50 MW.
Samtals 430 MW.
Og engan veginn víst að hægt verði að fullnýta allar þessar átta virkjanir, enda þótt þær hafi verið samþykktar á Alþingi.
Hvað þá að álver í Helguvík geti fengið raforku frá þeim mjög fljótlega.
Þorsteinn Briem, 28.5.2013 kl. 22:20
Ragna Birgisdóttir, 28.5.2013 kl. 22:24
Iss, þetta eru þessir "usual suspects", kjörnir fulltrúar BG, starfsmenn DV, nokkir Samfylktir, krónískir Eyjubloggarar o.sv.frv.
Sem betur fer er þessi hermdarverkalýður efnahagslífssins í stjórnarandstöðu, og verður það áfram.
Lélegt að "nýja byltingin" sem smáflokkar vinstrimanna hafa boðað, skuli ekki vera með einhverju nýju fólki, við erum orðin hundleið á þessum bévítans besserwisserum sem við höfnuðum fyrir örfáum vikum.
Virkjum og byggjum álver, það er málið. Látum ekki lattelepjandi lopa í 101 stöðva framfarir.
E.s.
Við nennum samt ekki að fara niður í sollinn og standa þar öll, 319 þúsundin, til þess að leggja áherslu á þessi mál, þess vegna kusum við framfaraflokka, ekki afturhaldið. Áfram Sigumundur, áfram Sigurður og áfram Ísland.
Hilmar (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 22:38
10.4.2013:
HS Orka hf. - Sautján atriði sem hafa tafið framkvæmdir við álver í Helguvík
22.3.2013:
Orkuveita Reykjavíkur tapaði 2,3 milljörðum króna árið 2012
Kort af Suðvesturlínum - Landsnet - Áætlaður kostnaður á fjögurra ára framkvæmdatíma 22 milljarðar króna í ágúst 2008 en þrjátíu milljarðar króna á núvirði
Þorsteinn Briem, 28.5.2013 kl. 22:39
15000 mannns gengu í Jökulsárgöngunni 2006. Það vantaði 300.000.
Sem sagt: Ekki fréttnæmt að dómi Hilmars.
Ef 15 milljónir manna gengju niður 5 tröð í New York í mótmælagöngu myndi vanta 300 milljónir.
Sem sagt: Ekki fréttnæmt að dómi Hilmars. Jæja?
Ef 2 milljónir gengju myndi það heldur ekki vera frétt af því að það vantaði 313 milljónir að dómi Hilmars.
Mótmælaganga 15 þúsund manna hvar sem er í heiminum er samt talin heimsfrétt, jafnvel hjá þjóðum sem eru þúsund sinnum stærri en við.
Blessaður, skrifaðu erlendum fjölmiðlum bréf, Hilmar, og komdu þeim í skilning um hve fréttamat þeirra er kolrangt.
Ómar Ragnarsson, 28.5.2013 kl. 22:58
Vinstrimenn hafa nokkrar vikur til þess að finna nýja kaupendur að orkunni sem við erum að fara að virkja, á því verði sem vinstrimönnum finnst við hæfi.
Sko, farið nú með fánana aftur á skrifstofu VG, látið vera að fá ykkur latte í nokkra dag, brettið upp ermar og finnið alla þessa kaupendur sem vilja borga alltof hátt verð.
Við skiljum að ykkur dugðu ekki rúm fjögur ár, þannig að þið hafið nokkrar vikur, bara sanngjanrnt.
Put up, or shut up
Hilmar (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 22:58
28.5.2013 (í dag):
Samningsstaða Landsvirkjunar engin
Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka hf. krefja Norðurál um tæpan einn milljarð króna
"Eitthvað annað" 2,6 sinnum arðbærara en virkjanir og álið, mælt í vergri þjóðarframleiðslu
Þorsteinn Briem, 28.5.2013 kl. 23:03
Finnst þér það virkilega vera fréttnæmt Ómar, að góðkunningjar þjóðarinnar í 101 skuli geta smalað út úr kaffikofunum tæplega 1000 manns?
Það er náttúrulega gott í veðri og svona, og hægt að fá latte-to-go.
Persónulega finnst mér þetta döpur frammistaða. Í það minnsta ekkert til að hrósa sér sérstaklega fyrir, eða dreifa hamingjuóskum í kringum sig.
Hilmar (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 23:06
Þegar ég hugsa málið, auðvitað er það fréttnæmt þegar efnahagshryðjuverkahópar ná að draga 1000 manns á einhvern útifund á alfarastað. Og sennilega rétt mat að erlendir fjölmiðlar hafi áhuga á slíkum samkomum.
Þeir fóru allavega sumir alveg á límingunum um daginn, þegar English Defense League (EDL) tókst að smala saman nokkur hundruðum öfgamanna.
Þegar maður hugsar það enn betur, þá hafa þeir meira að segja áhuga á því þegar einn besserwisser stendur einhversstaðar með mótmælaspjald. Auðvitað eru 1000 besserwisserar stórfrétt.
En hvað veit ég um fréttamat, er náttúrulega ekki blaðamaður.
Hilmar (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 23:18
Þorsteinn Briem, 28.5.2013 kl. 23:20
Hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn umboð frá íslensku þjóðinni til að reisa allar þessar virkjanir með tilheyrandi umhverfisspjöllum og raflínum úti um allar koppagrundir?!
Flokkar sem fengu um helming atkvæða (51,1%) í síðustu alþingiskosningum.
Vilja þeir stríð við þann helming þjóðarinnar sem kaus þá ekki og fjölmarga úr eigin flokkum?!
Og hversu mörg hundruð milljarða króna lán þarf að taka erlendis til að reisa allar þessar virkjanir?!
Þorsteinn Briem, 28.5.2013 kl. 23:23
Ég hef hugsað málið svo vel, að ég er orðinn mótmælandi sjálfur, eða verðandi mótmælandi allavega.
Sestur niður og er að mála á skilti þá kröfu að við hættum fiskveiðum, enda hverjum manni það ljóst að útlendingar eru að hlunnfara okkur, og vilja ekki borga sanngjarnt verð. Þeir eiga að borga miklu miklu hærra verð.
Kem til með að standa fyrir framan Atvinnuvegaráðuneytið næstu mánuði með þessa eðlilegu kröfu um að rányrkju í þágu útlendinga verði hætt.
Eini gallinn er sá, að Steingrímur er hættur, og ég get því ekki verið með aukaskilti með spurningum, af hverju hann setti 3 miljarða í Bakka, og af hverju enginn vinstrimaður mótmælti því.
E.s.
Steini, í hvert skipti sem vinstrimaður opnar munnin og mælir, þá er það málþóf.
Í það minnsta tóm steypa.
Hilmar (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 23:27
"Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir evra, jafnvirði 11,3 milljarða króna.
Lokagjalddagi lánsins er á árinu 2031 og ber lánið millibankavexti, auk hagstæðs álags.
Í lánasamningnum er ákvæði um lágmarks lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.
Lánið er mikilvægur áfangi í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar en Landsvirkjun undirritaði sambærilegt lán frá Norræna fjárfestingarbankanum þann 16. mars síðastliðinn að fjárhæð 70 milljónir Bandaríkjadollara [um níu milljarðar króna].
Þorsteinn Briem, 28.5.2013 kl. 23:27
"19. nóvember 2008:
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.
Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda, að mati ríkisstjórnarinnar.
Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna, miðað við Seðlabankagengi."
Þorsteinn Briem, 28.5.2013 kl. 23:28
"Þegar Norðmaðurinn ætlar að framkvæma eitthvað byrjar hann á því að leggja allt niður fyrir sér, kynna sér lög og reglugerðir um málið og gera kostnaðaráætlun."
"Í augum Norðmanna eru Íslendingar hins vegar ákaflega tækifærissinnaðir, allar ákvarðanir hér á Íslandi virðast vera teknar á staðnum og miðað við aðstæður hverju sinni."
Í augum Norðmanna eru Íslendingar ákaflega tækifærissinnaðir
Þorsteinn Briem, 28.5.2013 kl. 23:39
Munurinn á fiskinum og orkunni er sá að verðið sem fæst fyrir fiskinn er nógu hátt til þess að heilmikill gróði er á sjávarútvegi á Íslandi, en verðið sem fæst fyrir orkuna er svo lágt, að tap er á orkufyrirtækjunum.
Ómar Ragnarsson, 28.5.2013 kl. 23:43
A person who creates electronic spam is called a spammer
Hilmar (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 23:43
A person who creates electronic spam is called a spammer
Hilmar (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 23:48
Um þrjú þúsund störf voru þá í tengdum greinum, til dæmis smásölu, afþreyingu, verslun, menningu, tómstundum og þjónustu tengdri farþegaflutningum.
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010, sjá bls. 9
Þar að auki er ferðaþjónusta í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.
Stóriðja er hins vegar einungis á örfáum stöðum á landinu.
7.3.2012:
"Þrjú álver eru rekin á Íslandi og hjá þeim starfa um tvö þúsund manns en þegar bætt er við þeim sem tengjast álverunum teljast um 4.800 starfa í áliðnaði og tengdum greinum.
Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samtök álframleiðenda."
Fjöldi starfa í ferðaþjónustunni hérlendis var um 8.400 árið 2007 og ef þeim störfum hefur fjölgað frá þeim tíma um 6,8% á ári að meðaltali, líkt og erlendum ferðamönnum fjölgaði hér á árunum 2000-2009, voru þessi störf um tólf þúsund í fyrra, um þrisvar sinnum fleiri en í álverunum hér og tengdum greinum.
Erlendum ferðamönnum hefur hins vegar fjölgað mun meira en um 6,8% á ári að meðaltali hér á Íslandi síðastliðin fimm ár.
Þorsteinn Briem, 28.5.2013 kl. 23:49
Að meðaltali 30-40 miljarða tap pr ár, á fiskveiðum árin 2000-2007.
Sem sagt, alltof lágt verð, og betra að hætta fiskveiðum, og senda fólk heim á bætur.
Landsvirkjun verið peningamaskína fyrir íslenska þjóð undanfarna áratugi, og ekkert í spilunum sem breytir því.
OR er allt önnur Ella, enda R-lista Ella.
Hilmar (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 23:56
Hins vegar fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á Íslandi að meðaltali um 6,8% á ári 2000-2009 og mest (13-15% á ári) á árunum 2000, 2003, 2004, 2006 og 2007, þegar gengi íslensku krónunnar var mun hærra skráð en eftir að það hrundi haustið 2008.
Árið 2009 fækkaði hins vegar erlendum ferðamönnum hér á Íslandi um 2%.
Það er nú allur "gróðinn" sem við Íslendingar höfum haft af gengishruni íslensku krónunnar.
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010, sjá bls. 9
Þorsteinn Briem, 28.5.2013 kl. 23:56
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.
12.6.2008:
"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."
Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 00:12
Heildarlaun þeirra voru því lægri en heildarmánaðarlaun starfsfólks í VR í ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi í ársbyrjun 2009, sem voru þá 441 þúsund krónur, samkvæmt launakönnun VR.
Og heildarlaun nýútskrifaðra verkfræðinga voru 325 þúsund krónur í september 2009 og því lægri en heildarmánaðarlaun starfsfólks í VR í stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum, sem voru 352 þúsund krónur í ársbyrjun 2009.
Verkfræðingafélag Íslands - Kjarakönnun í september 2009, bls. 14
Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25
Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 00:12
Reyndar hef ég lengi skemmt mér yfir því, að svokallaðir "umhverfisverndarsinnar" haldi ekki vatni yfir mesta láglaunadjobbi í heimi, ferðamennsku, sem þar að auki er skelfilega, skelfilega umhverfismengandi iðnaður.
Sýnir náttúrulega hversu mikið vit þetta lið hefur á umhverfismálum.
Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 00:13
Úr hvaða andskotans ræsi var þessi Hilmar dreginn? Annar eins apaköttur er örugglega vandfundinn á netinu. Þvílíkt bull sem ein mannskepna getur látið út úr sér.
Karl (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 00:15
Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.
Yellowstone National Park
Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 00:19
Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi.
Hér á Íslandi eru þrír íbúar á hvern ferkílómetra og hingað til Íslands kemur nú um hálf milljón erlendra ferðamanna á ári.
Miðað við að hver erlendur ferðamaður dveljist hér á Íslandi í eina viku eru hér að meðaltali um tíu þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.
Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands árið 2009 og gistu þá að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.
Að meðaltali voru því um ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum innanlands á degi hverjum árið 2009.
Að meðaltali voru því FLEIRI ÍSLENDINGAR á ferðalögum hérlendis en erlendir ferðamenn á degi hverjum árið 2009.
Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.
Langflestir menga því mun meira í sínum heimabæ en utan hans, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.
Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.
Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.
Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.
Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 00:20
Álið í flugvélunum er ekki íslenskt. Hér á Íslandi er framleitt ál í erlendum álverum.
Raforkan sem þessi álver nota er hins vegar íslensk og til að framleiða hana þurfa íslensk fyrirtæki að taka gríðarlega há lán erlendis, greiða af þeim afborganir og vexti.
Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka voru rekin með tapi árið 2011.
Landsvirkjun er í eigu íslenska ríkisins og Sjálfstæðisflokkurinn heimtar sífellt mikil ríkisafskipti af atvinnulífinu og gríðarlega há erlend lán til að búa til störf sem eru margfalt dýrari og þrisvar sinnum færri en í ferðaþjónustunni.
Það er nú allt "frelsið" sem flokkurinn boðar.
Fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér eru hins vegar einkafyrirtæki.
Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 00:25
Helstu sérfræðingar "umhverfissinna" kunna ekki að reikna:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/05/28/nanast_allt_byggt_a_misskilningi/
E.s.
Karl, má ég biðja um nánari rökstuðning?
Ef þú sökum andlegra örðugleika getur ekki orðið við þeirri beiðni, ætli megi fá enn einn fábjánalegan hlekkinn frá Steina?
E.s.s.
Karl, ef þú svarar ekki málefnalega, verður maður náttúrulega að reikna með að þú sért bara enn einn fávitinn á netinu.
Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 00:35
Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.
(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)
Félagssvæði VR nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.
Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum - Sjá bls. 23-25
Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 00:36
Um 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið.
Þeirra laun hafa ekki verið tekin hér með í reikninginn og þau hækka að sjálfsögðu meðallaunin töluvert í ferðaþjónustunni.
Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna (FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér á Íslandi.
Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.
Félag íslenskra atvinnuflugmanna
Flugfreyjufélag Íslands
Flugvirkjafélag Íslands
Flugumferðarstjórar í BSRB
Ræstingafólk vinnur í öllum fyrirtækjum, bæði í þjónustu- og framleiðslufyrirtækjum, álverum sem ferðaþjónustu.
Herbergisþernur vinna á hótelum og sumarið 2008 voru 300 hótel og gistiheimili á landinu, misjafnlega stór að sjálfsögðu.
Og á móti þeirra launum koma mun hærri laun flugmanna, flugfreyja, flugþjóna, flugvirkja og flugumferðarstjóra.
Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 00:37
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.
Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.
Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% eru flutt úr landi."
Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 00:51
Stóriðjustefna Framsóknarflokksins má líkja við krabbamein sem torvelt er að stoppa.
Þegar Kárahnjúkabrjálæðið var í gangi var talað um að hvert starf í álbræðslunni við Reyðarfjörð kostaði 430 milljónir. Fyrir þessar 430 milljónir hefði verið unnt að endurreisa gróðrarstöðina Barra 20 sinnum! Barri var lengi vel stórtækasta trjáplöntustöð landsins þaðan sem flestar skógarplöntur komu. Hrunið og álbræðsludraumarnir stoppuðu skógrækt á Íslandi.
Fyrir 430 milljónir væri unnt að rækta upp mörg hundruð hektara af skóglendi á Íslandi. Við eigum að setfna á að hér verði skógur a.m.k. fjórfalt útbreiddari en er í dag og þekji um 4-5% af Íslandi um miðja þessa öld. Í dag eru nálægt 200 ársverk bundin við skógrækt, plöntuuppeldi, plöntun, skógarhirðingu, grisjun og fellingu. Tekjur skógrætar eru mjög vanmetnar og þetta er arður sem verður eftir í landinu meðan arðurinn af stóriðjunni sópast úr landi nema sem eftir verður vegna vinnulauna. Tekjur Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur og Suðurnesja eru ekki eins miklar og bjartsýnustu vonir voru byggðar á en alltaf er verið að gylla þær væntingar.
Skógurinn veitir okkur skjól og er grundvöllur nýrra atvinnuhátta. Við getum með beitarskogum hætt þessari dellu að reka sauðfé og hross á afrétti með tilheyrandi tilkostnaði og áhættu. Þá veitir skógurinn dýrmætt skjól fyrir akuryrkju þar sem kornið þrífst betur, þroskast fyrr og kornþungi verður meiri.
Mér finnst einkennilegt að stjórnmálaflokkur eins og Framsóknarflokkurinn leggi ekki meiri áherslu á skógrækt fremur en þessa dæmalausu stóriðju sem virðist vera alfa og omega í þessum flokki. Er það kannski vonin um múturnar úr hendi þeirra sem vilja sem greiðastan aðgang að orku og mengunargjafakvóta?
Guðjón Sigþór Jensson, 29.5.2013 kl. 08:38
3.10.2009:
"Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi [Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins,] tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi.
Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP.
"Hvert starf í þessum geira, sem við fjárfestum í, kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki.
Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti einn milljarð króna.
Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar."
Stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi
Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 08:54
Sú ríkisstjórn sem nú situr var ekki síst kosinn vegna afstöðu hennar til að nýta orku landsins .Það kom ítrekað fram í kosningabaráttunni og á Alþingi hver afstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er í þessum efnum, það er að nýta bæri orkuna.Það er ekki rétt hjá Ómari Ragnarsyni að þessi afstaða hafi ekki komið fram.Það væru því svik við kjósendur ríkisstjórnarflokkanna og þá sem komu henni til valda ef ríkisstjórnin heykist á því að fara í virkjunarframkvæmdir vegna hótana og yfirgangs hryðjuverkasamtaka og öfgafólks í umhverfisvernd.Virkjum áfram og ekkert stopp.
Sigurgeir Jónsson, 29.5.2013 kl. 09:05
Það er engan veginn hægt að segja að þetta má hafi verið kosningamál þegar nær allur tíminn fór í að ræða um allt önnur mál. Án rökræðna og skoðanaskipta á grundvelli upplýsinga er lýðræðið orðið tómt.
Ómar Ragnarsson, 29.5.2013 kl. 09:13
"Morgunútvarpið hefur fjallað um brennisteinsvetni í andrúmsloftinu i vikunni, það er að segja mengun frá Hellisheiðarvirkjun sem berst yfir íbúðabyggð - til dæmis á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta getur valdið fólki óþægindum og til dæmis eru vísbendingar um að sala á astmalyfjum aukist í kjölfarið á mengunartoppum frá virkjuninni.
En brennisteinsvetni hefur áhrif á fleira, meðal annars er ýmiss konar tækjabúnaður viðkvæmur fyrir þessari mengun - til dæmis rekja tæknimenn í Útvarpshúsinu margvíslegar bilanir til þessa."
Brennisteinsvetni skemmir tæki
Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 09:13
"Ef geisla- og DVD-spilarar hætta skyndilega að virka og skruðningar heyrast í hljómflutningstækjum heimilisins má ef til vill rekja bilunina til brennisteinsmengunar.
Sama mengun veldur því að jólasilfrið hefur undanfarin ár verið ansi svart.
Brennisteinsmengun í andrúmslofti hefur aukist á höfuðborgarsvæðinu frá því að jarðvarmavirkjanir voru teknar í gagnið á Hellisheiði árið 2006.
Brennisteinsvetni myndar nýtt efnasamband þegar það kemst í snertingu við silfur þannig að það fellur á málminn."
"Algengt er að þetta sé ástæðan þegar komið er með biluð raftæki í viðgerð, segir Arnar Sigurður Hallgrímsson, rafeindavirki hjá Sjónvarpsmiðstöðinni."
"Arnar segir dæmi um það að fólk komi með sömu tækin aftur og aftur vegna þessa vandamáls."
Brennisteinsvetni skemmir hljómflutningstæki
Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 09:24
Græni líturinn er búinn að vera litur Framsáknarflokksins allt frá stofnun flokksins 1916.Þess vegna er það í og með spaugilegt að sjá öfgafólkið sem berst nú gegn Framsóknarflokknum af taumlausu ofstæki veifa grænalitnum í gríð og erg.Ef hryðjuverkaliðið heldur að það skaði ýmind Framsóknarflokksins með því að veifa lit flokksins þá er það rangt.Og það fer Ómari Ragnarsyni ágætlega að ganga undir lit framsóknar.Enginn þarf að efast um þannig líður honum vel.Áfram grænn litur framsóknar.
Sigurgeir Jónsson, 29.5.2013 kl. 10:40
"Eins og komið hefur fram á mbl.is gaf Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis út skýrslu í mars síðastliðnum um mælingar á brennisteinsvetni í Kópavogi.
Í niðurstöðu heilbrigðisnefndarinnar segir að vaxandi styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu sé áhyggjuefni en langtíma áhrif lágs styrks brennisteinsvetnis á heilsufar hafa lítið verið rannsökuð."
Kópavogur lýsir yfir áhyggjum af loftgæðum
Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 11:01
"Líklegt er að Orkuveita Reykjavíkur beri samkvæmt dómafordæmum hlutlæga ábyrgð á jarðskjálftum sem verða vegna niðurdælingar á Hellisheiði.
Til skamms tíma hefði þótt undarlegt - hreint grín - að ræða um ábyrgð á jarðskjálftum.
Jarðskjálftar eru meðal náttúruhamfara og hafa ekki verið taldir af mannavöldum.
Prófessor Róbert R. Spanó skrifar grein í Fréttablaðið í dag sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum og ræðir hann um jarðskjálfta í kjölfar niðurdælingar affallsvatns á Hengilssvæðinu út frá sjónarhóli mannréttinda.
Fram kemur í grein Róberts að hann fjalli að þessu sinni um annað en hugsanlega skaðabótaskyldu vegna tjóns af völdum þessara manngerðu jarðskjálfta; bótaábyrgð er hins vegar umfjöllunarefni þessa pistils."
Bótaábyrgð vegna jarðskjálfta af mannavöldum - Talsmaður neytenda
Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 11:12
Framsóknarflokknum hæfði betur grái liturinn. Álið er jú grátt að lit og drullan í Hálsalóni eiginlega líka, kannski aðeins brún- eða gul-leit.
Við megum ekki gleyma því að víða um heim hafa stóriðjumenn stjórnmálamenn meira og minna í vasanum. Er svo hér á landi? Það er ekki útilokað.
Mér fannst dæmigert fyrir Sigmund Davíð að í gær var hann á fundi um her- og vopnamál, að hans áliti meira mikilsvirði en taka á móti mótmælum sem auk þess voru öll eins! Væntanlega nákvæmlega og öll atkvæðin sem Framsóknarflokkurinn fékk í kosningunum.
Guðjón Sigþór Jensson, 29.5.2013 kl. 11:40
Framsókn er eitt versta andumhverfisafl sem til er. Þeir styðja stóriðju og óbreytt landbúnaðarkerfi sem hefur í för með sér mestu náttúruspjöllin, lausagöngu búfjár.
Theódór Norðkvist, 29.5.2013 kl. 12:13
Guðjón Mosi. Mikið ofboðslega er orðin þreytt rangfærslan þín og annarra um fjármunina sem notaðir voru við að byggja Hálslón og Kárahnjúkavirkjun. Samanburðurinn þinn er stjarnfræðilegri fjarlægð frá raunveruleikanum (#35). Þeim fjármunum sem varið var til þess verks, var ekki laust í önnur verkefni. Ef þú ert ekki alveg út á þekju ættir þú að vita þetta, enda í hópi gáfuliðsins sem kýs Samfylkinguna.
Ég tilheyri hinu liðinu, þeim greindarskertu, og skil því ekki hvers vegna Samfylkingin og VG voru ekki komnir með "eitthvað annað" á koppinn í að skapa gjalseyri. Sú stjórn fór hins vegar inn í öll skot til að finna verkefni sem aðrir voru að barsúsa við, til þess eins að skattleggja. Hvaða gjaldeyrir kom inn í landið með þeim aðgerðum?
Skemmtilegt bergmál gamalla frasa kemur svo frá Theódór Norðkvist. ...náttúruspjöll og lausaganga búfjár. Mestu náttúruspjöllin eru að verða vegna ferðamanna. Ferðamenn troða niður landið, skíta undir steina, henda rusli og svo eru þeir sem rústa hellum og skrifa á friðuðum svæðum. Þá eru farastjórar ekki að sinna sínu. Þeir eru að láta hópana rífa upp grjót og hennda í stóraa hrúgur viðs vegar um landið og hlaða litlar og stórar vörður hér og hvar. Er ég að misskilja eitthvað? Er þetta ef til vill rollunum að kenna?
Benedikt V. Warén, 29.5.2013 kl. 15:22
Benedikt það er vel hægt að bæta umgengni ferðamanna og út í hött að setja alla ferðamenn undir sama hatt og einhverja vitleysinga sem krotuðu og máluðu út um allt í Mývatnssveit, augljóslega af illum hug.
Fyrir utan það að ein tegund umhverfisspjalla réttlætir ekki aðra. Ég hef ekki gert rannsókn á því, en held það sé útilokað að umhverfisspjöll af völdum ferðamanna sé meiri en ágangur rollunnar, sem étur miskunnarlaust viðkvæman gróður og græðlinga og nagar landið inn að rótum. Fyrir utan að rollan kemst þangað sem ferðamenn fara almennt ekki, nema þrautþjálfað fjallgöngufólk.
Theódór Norðkvist, 29.5.2013 kl. 15:39
Eg skrifaði ".....og svo eru þeir sem rústa hellum og skrifa á friðuðum svæðum." Það átti ekki sérstaklega við ferðamenn, enda hef ég ekki hugmynd um hverjir gerðu það, en það geta allt eins verið einhverjir úr þeim hópi.
Rollur rótnöguðu landið áður fyrr. Síðan eru mörg ár. Rollur eru einnig mun færri en fyrir nokkrum árum. Þó verulega hafi áunnist í friðun og skipulagningu beitar, má alltaf gera betur. Það er hins vegar full djúpt í árina tekið þær éti "miskunnarlaust viðkvæman gróður og græðlinga og nagar landið inn að rótum." Þú hefur ekkert fyrir þér í því, þó það kunni að eiga við á stöku afmörkuð svæði.
Hægt er að skipuleggja beit og búskap betur, t.d. eru norð-austurlandið vel fallið til fjárbeitar og nægjanlegar lendur til að auka verulega við. Það þarf einungis nýja hugsun í landbúnaðinum og betra skipulag.
Benedikt V. Warén, 29.5.2013 kl. 16:10
Það er öllum ljóst að val virkjana í nýtingarflokkinn var rangt. Mest allt háhitavirkjanir með sinni mengun, en vel ígrundaðar og umhverfisvænar vatnsaflsvirkjanir skildar eftir vegna mistaka í umsýslu, týnd gögn, óumdeildar virkjanir. Mér finnst heldur dapurlegt hvernig menn þenja sig án þess að kynna sér málin fyrst, lepja bara upp eftir næsta manni og herma eftir.
Stearn (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 07:56
Eigi get eg að því gert þó áláhugamenn eins og Benedikt hafi nánast óbeit af beittum skrifum andstæðinga áltrúarmanna.
Nú virðist vera að fjara undan Alkóa vegna offramleiðslu á áli enda eftirspurnin hvergi nærri í samræmi við framleiðsluna. Mér skilst á Sigmundi Davíð að hann vilji framleiða og framleiða sem mest en í hvers þágu? Ekki kemur þetta okkur að gagni.
Hvers vegna taka menn ekki myndir af þessum álbræðslum og ramma inn til að hengja upp í stofuna hjá sér?
Guðjón Sigþór Jensson, 30.5.2013 kl. 18:21
Ég neita því ekki að ég kann því betur að fólkið í kringum mig hafi það sem sannara reynist og þegar mér verður á að skrippla á sannleikanum, þá biðst ég afsökunar á því. Ég virði skoðanir fólks sem vill koma hreint fram og það fólk kann ég að meta, hvort sem ég er þeim sammála eða ekki.
Ef þér finnst hæfa að fara með rangt mál Guðjón, telur það hæfa málstað þínum og ert stoltur af því, þá truflar það mig ekki átakanlega.
Benedikt V. Warén, 30.5.2013 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.