Mikilvægt símanúmer fyrir hálendis- og fjallafara: 9020600.

Hvað eftir annað undanfarin ár hafa gerst atburðir í hálendisferðalögum, þar sem ferðafólkið hefði fengið dýrmætustu upplýsingarnar með því að skoða vefinn vedur.is en ekki síður að hringja í sjálfvirkan símsvara Veðurstofunnar, 9020600.

Í gegnum hann er ekki aðeins hægt að fá upplýsingar um veður í mismunandi landshlutum með því að velja viðeigandi undirnúmer, svo sem 1,2,3,4 og 5, heldur sést fólki oftast yfir númer, sem getur skipt sköpum við það að meta veðuraðstæður á hálendinu, sem kynnt er undir heitinu "flugveðurskilyrði", númer 5.

Sem sagt: Hringja fyrst í 9020600 og bíða að fyrirmælum símsvarans í tvær sekúndur eftir því að gjaldfærsla hefjist. Hringja síðan í númer 5.

Þar er byrjað á því að gefa upp vindhraða, vindstefnu og hita í 5000 feta hæð, en það samsvarar 1500 metra hæð, sem er svipuð hæð og hájöklar landsins.

Ef hringt var í þetta númer í einna nýjasta tilfellinu, þegar erlendur ferðamaður tilkynnti um vandræði sín á Fimmvörðuhálsi, mátti heyra að þarna væri snælduvitlaust veður, yfir 30m/sekúndu og mikil rigning, því að hitinn væri um 8-9 stig og því gríðarleg bráðnun.

Ferðamaður, sem fær slíka veðurspá, lætur sér auðvitað ekki detta í hug að fara upp á Fimmvörðuháls eða jöklana þar í kring.  


mbl.is „Allir lækir vitlausir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Áður en lagt er í ferð á ávallt að gera ferðaáætlun og skilja eftir hjá einhverjum sem þú vilt að bregðist við ef þú skilar þér ekki á réttum tíma.

Slíkt eykur öryggi allra ferðalanga og getur lágmarkað tjón ef slys verður.

Ferðaáætlun ætti alltaf að innihalda eftirfarandi upplýsingar:

  • Dagsetningu ferðar, brottfarartíma og áætlaðan komutíma.
  • Nöfn ferðalanga og símanúmer eða önnur fjarskiptatæki.
  • Gististaðir (GPS staðsetningar) og aðra stærri viðkomustaði.
  • Helsta búnað ferðalanga.
  • Varaáætlun, ef forsendur breytast hvað ætla ferðalangar að gera.
Slysavarnafélagið Landsbjörg býður tvenns konar þjónustu:

Annars vegar geta ferðamenn fyllt út sína ferðaáætlun hér, sett þar inn helstu atriði, sent tengilið áætlunina og ef óhapp verður liggja fyrir upplýsingar um ferðaáætlun hjá björgunarsveitum.

Þetta eykur öryggi ferðalanga og styttir viðbragðstíma björgunarsveita.

Ekki er fylgst með að ferðamenn skili sér á umræddum tíma, heldur er það tengiliðs að gera slíkt og hafa þá samband við lögreglu og björgunarsveitir í gegnum 112.

Hins vegar Tilkynningaþjónustu ferðamanna sem hugsuð er fyrir stærri og viðameiri ferðir. Þá mæta ferðamenn á skrifstofu félagsins og fylla með starfsmanni út ferðaáætlun og farið er í gegn um búnað viðkomandi.

Fylgst er sérstaklega með því að ferðamenn skili sér á umræddum tíma."

Slysavarnafélagið Landsbjörg - Ferðaáætlun

Þorsteinn Briem, 6.6.2013 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband