9.6.2013 | 19:24
Sérkennileg áhrif hlýnunar, meiri snjór og minnkandi jöklar.
Þegar hlýindaskeið kom um síðustu aldamót vakti það athygli í Noregi að snjór á norska hálendinu, sem liggur að stórum hluta í 800-1000 metra hæð, varð miklu meiri á veturna en hafði verið meðan veðurfar var kaldara.
Héldu sumir að jöklar myndu jafnvel stækka við þetta þegar það gerðist nokkur ár í röð.
En í staðinn minnkuðu jöklarnir.
Ástæðan var sú að það var aðallega aukin úrkoma sem skóp snjóinn á hálendinu á veturna en aukin úrkoma og aukinn hiti á öðrum árstímum gerðu betur en að vinna það upp, svo að jöklarnir minnkuðu.
Í Alpafjöllum hefur verið mikil úrkoma í vetur, og vegna þess hve fjöllin liggja hátt, fellur hún sem gríðarlegur snjór.
Þegar Helga, konan mín, var á ferð nýlega í Týrol, var þar enn óvenjumikill snjór að sögn heimamanna, en jafnframt mikil úrkoma og hlýindi sem nú hafa valdið hinum miklu vatnavöxtum, sem greint er frá í fréttum.
Svipað hefur gerst í fjallendi og á hálendinu á Norðurlandi og Norðausturhálendinu hér á landi, - óvenju mikil úrkoma í formi snævar seinni part vetrar og í vor sem umbreytist í gríðarleg flóð þegar sumarhitinn skellur á.
Verstu flóð í rúm 10 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru ekki verstu flóð í 10 ár, þetta eru verstu flóð í manna mynnum! Ever!
Gerðist kannski fyrir 400 árum síðast, en svona hafa þessar þjóðir ekki upplifað áður.
Ástandið í austurhluta þýskalands frá suðri til norðurs er vægast sagt svakalegt.
anna (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.