Þetta er ekkert fyndið.

Því miður er það svo að sumum finnst sumt fyndið sem er hvorki frumlegt né fyndið, heldur er þvert á móti dæmi um mikla hugmyndafátækt. 

Dæmi um það er þegar menn fá eitthvað sérstakt út úr því að fæla hesta eins og nú hefur gerst í tvígang.

Ég hef aldrei haft leyninúmer á símunum mínum og í gegnum tíðina hefur það stundum kostað vökunætur, þegar menn, sem finnst það alveg sérstaklega fyndið og frumlegt, hafa hringt í mig að næturlagi aftur og aftur til að tryggja að þetta fyndna og frumlega uppátæki eða hitt þó heldur virki fullkomlega.

Þegar afleiðingarnar eru svipaðaðar þeim og urðu við Kjóavelli í gær er það hins vegar eins langt frá því að vera fyndið og hugsast getur.  


mbl.is Brunuðu með öskrum hjá hestunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Það er ekki gott þegar svona fer,en það þarf báðar sögurnar!!Ég var bílstjóri í mörg ár og var mjög tillitsamur gagnvart hestamönnum en svo gafst ég uppá því.Þetta á ekki við alla hestamenn,en hvað hestamenn gátu verið yfirmáta frekir og ætluðust til að allir biðu eftir þeirra hentugleika á þjóðvegum landsins og ætluðust til þess að bílaumferð myndi bara bíða endalaust.Hestamenn verða líka að taka tillit til umferðar alveg einsog bílar að taka tillit til hesta en stundum finnst mér einsog bara sé ætlast til að annar aðilinn geri það.....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 14.6.2013 kl. 23:11

2 identicon

Marteinn. Mundir þú gera svona?

Það er engin afsökun til fyrir því að stórslasa börn/fólk viljandi !

anna (IP-tala skráð) 14.6.2013 kl. 23:31

3 identicon

Ég er hestamaður sjálf. Ég tel að gagnkvæmur skilningur verði að ríkja að hálfu beggja aðila. Ef ég er í útreiðum bíð ég eftir að bílarnir eru farnir framhjá svo að ég geti farið yfir. Því miður er það oft þannig að ökumenn sýna oft ótillitsemi og hestamenn líka. Taki þetta til sín sem eiga. Takk fyrir góð skrif Ómar!

Sigríður (IP-tala skráð) 14.6.2013 kl. 23:48

4 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Anna lestu það sem ég sagði að ofan!!!!ég ber alltaf tillit til annara en ég líka ætlast til þess að sama sé gert á móti......

Marteinn Unnar Heiðarsson, 15.6.2013 kl. 00:16

5 identicon

Þú ert nú ekki samkvæmur sjálfum þér Marteinn. Hér er bein tilvitnun í fyrri textann þinn:"Ég var bílstjóri í mörg ár og var mjög tillitsamur gagnvart hestamönnum en svo gafst ég uppá því". Þarna segir þú sjálfur svo frá að þú takir ekki lengur tillit til hestamanna.

Kjartan Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 02:27

6 identicon

Vítavert, glæpsamlegt athæfi sem taka þarf hart á ! Vona að þessir......náist! Banna á alla umferð vélknúinna ökutækja á merktum reiðgötum!

Ökumenn verða að gera sér grein fyrir að hesturinn er lífandi dýr sem getur fælst og viðkomandi reiðmaður stórslasast, örkumlast.

Reiðmenn rétt eins og ökumenn vélknúinna ökutækja eiga sama rétt að komast leiðar sinnar. það segir sig nú sjálft að það gerist ekki á sama hraða. Það er nauðsynlegt að "bíða" þegar svo ber undir, menn geta lent í umferðateppu og verða að bíða og sína tillitsemi í hvívetna.

Sjöfn Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 10:14

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem ég er ekki að skilja í þessum tveimur fréttum er, að það virðist vera svo að fólk átti sig ekki á því að þetta hlýtur að vera glæpsamleglt athæfi, af hverju hefur fólkið ekki tekið niður bílnúmerið og kært þetta til lögreglu.  Það er algjörlega ólíðandi og ekki þessum bílstjórum að þakka að ekki hafi orðið dauðaslys.  Það lá nú við í fyrra tilfellinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2013 kl. 10:48

8 identicon

"Það er ekki gott þegar svona fer,en það þarf báðar sögurnar!!"

Þangað til ökumaðurinn gefur sig fram, þarftu að sætta þig við bara aðra hliðinna á sögunni. Við hverju býstu annars við að hann geti sagt til að réttlæta svona gjörning?

"Hestamenn verða líka að taka tillit til umferðar alveg einsog bílar að taka tillit til hesta en stundum finnst mér einsog bara sé ætlast til að annar aðilinn geri það"

Það er nú algild regla að þegar kemur að umferðarreglum, þá hafi "mýkri" vegfarandinn forgang. Ef þú endar á því að keyra á hestafólk, muntu beygla bílinn. Hestafólkið munu hins vegar stórslasast og hugsanlega deyja. Gettu hver verður dæmdur í órrétti?

Einar (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 13:01

9 identicon

Gaman að sjá innrætið hjá þessum Marteini! Ég hef ekkert gaman af hestum og fer aldrei á bak. Ég þekki fullt af hestamönnum og flestir eru þeir leiðinlegir og frekir. ENN ég reyni samt ekki að drepa þá!!

þeir sem svona gera eiga að sæta ákæru fyrir tilraun til manndráps náist í þá..

óli (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband