Hvernig væri að hafa gluggana stærri?

Það er til marks um þær ógöngur sem grimm bílatíska er komin í að bílaframleiðandi þurfi að láta hanna sérstakan aðvörunarbúnað til að vinna upp á móti því að í flestum nútíma bílum hafa gluggarnir verið smækkaðir svo mikið og stólparnir á milli þeirra stækkaðir, að útsýnið er orðið jafnvel enn verra en það var á árunum 1935-1950 þegar svipuð bílatíska tröllreið útliti bíla.

Upp úr 1950 stækkuðu gluggarnir og framleiðendur auglýstu útýni í prósentum, til dæmis 95 prósent . 

Nú hlýtur að vera komið að því að gluggarnir geti ekki orðið minni og sérstaklega er bagalegt hvað það þykir  töff að hafa gluggalínuna háa og lítið útsýni nður til hliðanna á bílnum.

Hvernig væri að hafa gluggana stærri? 


mbl.is Mazda sér við blindpunktinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mynd Skralli var svo glaður á leið í flug, í gær, á Flugdegi á Akureyri og aðstoðarflugmaðurinn líka hann Arngrímur

Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 16:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

IMG_4542

Þorsteinn Briem, 27.6.2013 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband