Söknuður vegna fráfalls ljúfs vinar.

Helgi Már Arthursson var einn af þessum samstarfsmönnum á langri starfsævi sem vekur hlýjar og góðar minningar og söknuð í senn.

Hann hafði svo jákvæða nærveru, vann starf sitt svo yfirvegaður og fumlaus og smitaði þannig út frá sér örvandi og þægilegum straumum sem gerðu samstarf við hann svo eftirsóknarvert.

Hann kunni frá ýmsu merkilegu að segja frá fyrstu árunum í starfi hans sem blaðamanns og hefði verið akkur í að hann hefði sett það á prent.

En nú er það um seinan og sumt af því merkilegasta sem hann sagði mér var sagt í trúnaði sem ég mun að sjálfsögðu ekki rjúfa.

Ég kveð hann með mikilli virðingu og þökk og flyt hans nánustu samúðarkveðjur.  


mbl.is Andlát: Helgi Már Arthursson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband