Sama vandamálið ár eftir ár. Græðgi og níska.

Ég flaug frá Akureyri inn yfir Sauðárflugvöll á Brúaröræfum fyrir þremur dögum til að kanna ástand vallarins. IMG_9070

Ég hef fylgst með gervitunglamyndum af norðausturhálendinu og veðurathugunum þar undanfarnar vikur.

Á efstu myndinni hér sést að land er marautt frá Svartárkoti og suður úr. Snjóalögin í vor voru fyrst og fremst norðar og austar. IMG_8418

Á næstu myndum er Sauðárflugvöllur fyrir þremur vikum með svo miklum jafnföllnum snjó, að "flugstöðin og jöklajeppinn sjást varla. IMG_8414

En ljóst er að enda þótt óvenju lítill snjór hafi verið á suðurhálendinu og lítill snjór á Kjalvegi og Sprengisandsleið, hefur verið mesti snjór sem ég man eftir í minnsta kosti 15 ár norðausturhálendinu.IMG_9083

Á 3ju mynd sést yfir leiðina í Grágæsadal með miklum sköflum og vatnsaga á leiðinni þangað fyrir aðeins þremur dögum.  

Snjórinn er þó mismikill. Gríðarmikill snjór er enn við Öskju en líkt og oft áður lítill frá hringveginum upp að Herðubreiðarlindum.

Annar staðar og austar var fyrir þremur dögum mestu skaflar sem ég hef séð þarna á þessum tíma árs og á milli þeirra mesti vatnsagi sem ég hef séð, en hann er til kominn vegna mikillar bráðnunar á hinum mikla snjó.

Kanna átti leiðina inn í Kverkfjöll fyrir nokkrum dögum, en í ljós kom að það var gersamlega ófært vegna djúpra polla og mikillar drullu. IMG_9077IMG_9078

En Sauðárflugvöllur brást ekki frekar en venjulega. Á gervitunglamyndum má sjá að hann hefur verið marauður í upp undir tvær vikur þótt þar væri mesti snjór í 15 ár fyrir mánuði.

En allt í kringum hann er kolófært vegna leysinga og ónvenju stórra skafla, sem enn eiga eftir að bráðna, eins og sést glögglega á myndinni, völlurinn auður í forgrunni en risaskaflar í bakgrunni.

Nú er sama vandamálið þarna og á hverju ári. Langmestu hluti leiðarinnar inn í Herðubreiðarlindir er orðinn færi, en á nokkrum stuttum köflum liggur slóðin niðri í lægðum sem eru fullar af vatni og krapi jafnvel í nokkrar vikur eftir að leiðin er að öðru leyti orðin færi. IMG_3199

Ég birti mynd af ljótum utanvegaakstri í fyrra á leiðinni inneftir þar sem einhverjir höfðu farið utan slóðar framhjá verstu leysingatjörnunum og hvatti þá til þess að á þessum tiltölulega mjög stuttu köflum yrði leiðin annað hvort lögð upp á nýtt eða gerður upphækkaður vegur.

Þrátt fyrir tekjuaukningu af ferðamönnum upp á tugi milljarða króna ár hvert og tal um að lengja ferðamannatímann, lagfæra fjölsóttustu staðina og dreifa ferðamönnum, gerist ekki neitt vegna þess að við tímum ekki að láta neitt fé í það, - viljum bara hirða aukinn gróða og láta ástand ferðamannasvæða versna með vaxandi hraða.  

Þessi kostulega blanda af græðgi, nísku og tvöfeldni okkar.

P.S. Vegna tæknilegra mistaka eru þrjár myndir hér fyrir neðan, þær sömu og eru ofar á síðunni.

Þó er IMG_9083IMG_8414IMG_8418


mbl.is Sagðir hunsa lokanir á vegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nauðsynlegt er að yfirvöld fylgjist betur með þessum málum og að viðkomandi verði gert ljóst að utanvegaakstur verði litinn alvarlegum augum sem og allt rask í náttúru landsins.

Í tilfelli sem þessu ættu björgunarsveitir að rukka vel fyrir alla aðstoð. Þetta er eins og hver önnur dirfska að fara hálendisvegi áður en þeir hafa verið opinberlega opnaðir.  

Guðjón Sigþór Jensson, 15.6.2013 kl. 18:29

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Frá því ég flutti austur á Reyðarfjörð árið 1989 hefur aldrei verið eins mikill snjór á fjallvegum hér eystra og nú, á þessum árstíma.

Þú sýnir og segir frá aurbleytu á þessum hálendisslóðum, nú á næstum miðju sumri, nokkuð sem við sem þekkjum á þessum landshluta. Ég minnist þess ekki að þú hafir talað um þetta "vandamál" þegar þú og fleiri töluðu um að græða mætti svo ofboðslega á ferðamönnum á Kárahnjúkasvæðinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.6.2013 kl. 18:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

76. gr. Refsiábyrgð.

Hver sá sem brýtur gegn ákvæðum laga þessara eða reglna settra samkvæmt þeim skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.

Nú hljótast af broti alvarleg spjöll á náttúru landsins og skal brotamaður þá sæta sektum, að lágmarki 350.000 kr., eða fangelsi allt að fjórum árum.

Lágmarksfjárhæð sekta skal taka mánaðarlegum breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs. Sektir renna í ríkissjóð.

76. gr. a. Upptaka ökutækis.

Þegar alvarleg spjöll verða á náttúru landsins við akstur eða hann telst sérlega vítaverður að öðru leyti má gera upptækt með dómi vélknúið ökutæki sem notað hefur verið við framningu brots gegn ákvæðum laga þessara, nema ökutækið sé eign manns sem ekkert er við brotið riðinn."

Lög um náttúruvernd nr. 44/1999

Þorsteinn Briem, 15.6.2013 kl. 18:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson 10.5.2013:

"Í myndinni "In memoriam?" er rifjað upp hvernig Landsvirkjun sýndi á myndum alveg nýja náttúruparadís og fjölsóttasta ferðamannastað norðurhálendisins við Kárahnjúkastíflu með fjallaklifrunum, fjölskyldum í tjaldbúðum, siglingafólki á lóninu o. s. frv. og opnun möguleika til nýrra og fjölsóttra ferðamannaslóða meðfram lóninu allt inn á jökul allan ársins hring, ekki síst á veturna.

Skemmst er frá því að segja ekkert af þessu hefur gerst frekar en á sambærilegum stað í Noregi, sem vel hefði verið hægt að kynna sér.


Fyrri part sumars er raunar ólíft á þessu draumasvæði Landsvirkjunar þegar veðrið er hlýjast, bjartast og best, vegna leirstorma úr þurru lónstæðinu.
"

Þorsteinn Briem, 15.6.2013 kl. 19:50

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Leirfok hefur ekki verið vandamál við Kárahnjúka, hvað sem síðar verður. Maður sér hins vegar að Ómar o.fl., sem barist hafa gegn þessu mikla framfara og gæfuspori Austfirðinga, halda enn í vonina að eitthvað af dómsdagspám þeirra rætist. Enn sem komið er hafa þær vonir og væntingar gjörsamlega brugðist og valdið þessu fólki hugarangri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.6.2013 kl. 20:03

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson 10.5.2013:

"Það rétt grillir í Kárahnjúka ofarlega á myndinni, sem er raunar tekin af nyrsta hluta Hálslóns það seint í júlí að þurrar fjörurnar eru miklu minni en fyrr um sumarið þegar leirstormanir geta orðið mun meiri."

p1012160.jpg

Þorsteinn Briem, 15.6.2013 kl. 20:26

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson 10.5.2013:

"Á hinni myndinni er horft úr lofti suður eftir lóninu í átt til Brúarjökuls og er lónstæðið og bakkarnir við það á kafi í leirfoki.

Áberandi er á báðum þessum myndum að ekkert leir- eða sandfok á upptök utan lónstæðisins."

p1012172_1200999.jpg

Þorsteinn Briem, 15.6.2013 kl. 20:32

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Að sjálfsögðu talaði ég aldrei um það sem "vandamál" að slóðir á þessu svæði yrðu að meðaltali ekki færir fyrr en upp úr miðjum júní og enda er það ástand, sem ég tel að megi bæta, ekkert tengt Kárahnúkavirkjun.

Hitt er ljóst að með Kárahnjúkavirkjun er búið að sökkva eða eyðilegga flest það merkilegasta sem var að sjá á svæðinu frá Brúardölum og austur úr, og nú bætast þar að auki við dagar leirstorma úr Hálslóni í 5-6 vikur eftir að vegarslóðar eru orðnir færir og leirfokið skapar ástand, sem er verst þegar veður er heitast, bjartast og þurrast.

Ómar Ragnarsson, 15.6.2013 kl. 20:36

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eitthvað hefur snúist við í kolli Gunnars sem fullyrðir að leirfok sé ekki vandamál við Kárahnjúka. Ekki er vitað annað en að Landsvirkjun verji milljónum árlega til að hefta fok úr Hálsalóni.

Það er eins og sumir vilja ekki undir neinum kringumstæðum viðurkenna einföldustu staðreyndir. Þeir fullyrða gegn betri vitund og snúa jafnvel staðreyndum við. Þetta eru öfugmælamennirnir eins og sá frægi Leirulækjar-Fúsi, Vigfús Jónsson 1648-1728. Hann var fæddur á Kvennabrekku í Dölum vestur sem náfrændi hans, Árni Magnússon handritasafnari. Einna frægust er vísa Fúsa:

Bjarnafjörður er sudda sveit
síst má henni hæla.
Óðinn valdi í þann reit
alla landsins þræla.

Annað skáld þekkt fyrir öfugmæli er Æri-Tobbi, Þorbjörn Þórðarson, fæddur um 1600. Hann var einu sinni beðinn af ferðamanni að vísa til leiðar og kvað þá karlinn:

Veit ég víst hvar vaðið er,
vil þó ekki segja þér.
Fram af eyraroddanum,
undan svarta bakkanum.

Og þar með vísað manninum rangt til vaðs og drukknaði hann í ánni. Eftir þetta átti Æri-Tobbi aldrei síðan að geta kveðið heila vísu af nokkru viti.  

Mættu öfugmælamenn nútímans taka þetta til alvarlegrar skoðunar en við hinir áttum okkur vel á að innan um er allt samfélagið stútfullt af fólki með skrýtnar skoðanir. Því miður fá þeir of miklu ráðið og eru oft fljótir að kenna okkur hinum um allt sem öðru vísi fer.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 15.6.2013 kl. 20:47

10 identicon

Þó sannleikurinn sé sár vissi 95 pròsent ekkert um né vissi hvar kárahnjúkar voru fyrir gæfuríkar framkvæmdir fyrir austan. Hinn almenni borgari mun ekki ferðast né hefur áhuga á svæðinu. Hvort einhver smá náttúruspjöll hafa orðið á svæðinu er aukaatriði, aðal málið er að menn geta dregið björg í bú fyrir austan. Út á það gengur lífið. Nú er komin heilbrigð stjórn sem kemur vonandi helguvík og bakka í gegn. Meiri hagsmunir fyrir minni.

Baldur (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 21:18

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nettóskuldir Landsvirkjunar voru um síðastliðin áramót 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.

Rekstrartekjur
Landsvirkjunar voru 6,5% minni árið 2012 en 2011, "sem að hluta má rekja til lækkandi álverðs," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna
, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar 2008.

Þorsteinn Briem, 15.6.2013 kl. 22:07

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landsvirkjunar björg í bú,
byggð er nú á heimskri trú,
í Herði ekki heil er brú,
herðir jarl í Ómars Frú.

Þorsteinn Briem, 15.6.2013 kl. 22:28

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Leirfok við Kárahnjúka er EKKI vandamál. Leirfokið er verkefni sem LV vissi að þyrfti að takst á við fáeina daga á ári. Enns sem komið er hefur ekkert óvænt gerst varðandi leirfok, allt er eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Dómsdagsspámennirnir ókyrrast.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.6.2013 kl. 22:37

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... nú bætast þar að auki við dagar leirstorma úr Hálslóni í 5-6 vikur eftir að vegarslóðar eru orðnir færir og leirfokið skapar ástand, sem er verst þegar veður er heitast, bjartast og þurrast."

Ómar Ragnarsson
, 15.6.2013 kl. 20:36

Þorsteinn Briem, 15.6.2013 kl. 22:43

16 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað Gunnar á við með orðinu „dómsdagsspámennirnir“ veit eg eigi en ofsatrúarmenn leggja mikið upp úr dómsdeginum þegar allar sálir allra kynslóða verði að standa reikningsskap gerða sinna. Kárahnjúkavirkjun kann að hafa verið talið eitt merkasta verkfræðilegt afrek af sumum, af öðrum ein mesta glæfraframkvæmd í sögu Evrópu þar sem ekkert var hirt um varnaðarorð og almenna skynsemi. Ákvörðun þessi byggðist á töfralausn að unnt væri að byggja upp atvinnulíf á Austurlandi. En hversu skynsamlegt var það þegar efnahagslegu áhrifin verða metin, röskunin á fjármálum Íslendinga og að ekki sé gleymt ruðningsáhrifunum. Gróðrarstöðin Barri varð að þoka fyrir bröskurum og varð gjaldþrota. Þessi framkvæmd kemur öðrum byggðarlögum eins og Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Stöðvarfirði, Djúpavogi og fleiri byggðum nánast að engu gagni.

Glansmynd var dregin upp. Nú horfir illa fyrir Alkóa besta ameríska ríka frændanum sem nú virðist vera að fjara undan. Verður forréttingin kínversk eftir nokkur ár og munu íslenskir þá verða flæmdir burtu úr störfunum sem reyndust vera þau dýrkeyptustu hér á landi?

Dekrið kringum álbræðsluiðnaðinn mun að öllum líkindum snúast upp í martröð eins og geriðst hjá ítölskum Alkóamönnum sama mánuðinn og Reyðarfjarðarálbræðslan var tekin í notkun. Þá lokuðu þeir tveim álbræðslum á Ítalíu. Allt búið - bless!

Hvenær kemur að álbræðslunum hér á landi skal ósagt látið en stundin rennur sjálfsagt einhvern tímann upp.

Mjög nauðsynlegt er að líta á þessi mál með meira raunsæi en verið hefur en ekki þeirri rómantík að þetta geti lukkast, - kannski.

Guðjón Sigþór Jensson, 15.6.2013 kl. 23:44

17 identicon

Það er alveg með ólíkindum hvað sumir eru blindir á náttúruspjöll en ég hef verið töluvert þarna inná öræfum bæði fyrir og eftir og þarna er feiknalegur munur eftir kárahnjúkastíflu til hins verra, ég hef ekkert á móti uppbyggingu svæða á landsbygðinni mér finst farið skelfilega með alla þá orku sem er framleidd þarna

Kristjan Gudmundsson (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 23:46

18 identicon

Menn tala um "ef" þetta og "ef" hitt. Staðreyndin er að enn sem komið hafa þessar framkvæmdir ekkert nema gott gert. Nàttúran hefur beðið takmarkaðan skaða a svæði sem fáir njóta.

Oddi (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 00:08

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Guðjón Sigþór Jensson "Verður forréttingin kínversk eftir nokkur ár og munu íslenskir þá verða flæmdir burtu úr störfunum..."

Hahaha... enn eitt svartsýnisrausið, eða er þetta e.t.v. óskhyggja?

Álver Alcoa í Reyðarfirði er eitt tæknilegasta álver veraldar í dag. Álverin á Ítalíu voru löngu komin á tíma, úr sér gengin og uppfylltu ekki nútímakröfur um slíkan rekstur.

Allt hefur sinn tíma og eflaust kemur að því einhvern tíma að Fjarðaál verði afskrifað. Þá verður fyrirtækið búið að borga Kárahnjúkavirkjun margfalt og hefur þá skapað vænleg lífsskilyrði á Mið-Austurlandi í áratugi. Þá losnar einnig um rafmagn, fyrir "eitthvað annað".

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.6.2013 kl. 00:13

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Spáum í spil og Bolla.

Til sölu lítið notaður dómsmálaráðherra á sama stað.

Landsvirkjun.

Þorsteinn Briem, 16.6.2013 kl. 00:58

21 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Greinilegt er að Gunnar er gjörsamlega úti á þekju hvað er að gerast í viðskiptaheiminum. Bandaríkjamenn sem og fleiri uppgötva að með endurvinnslu megi spara gríðarlega mikla fjármuni. Það er ekki neinir smámunir sem unnt er að spara með því að nota einungis 5% þeirrar orku sem þarf til að breyta hrááli í ál með endurvinnslu þessa sama málms sem eykst gríðarlega. Afleiðingin er sú að álbirgðir hlaðst upp í heiminum og verð hefur fallið. Er nú svo komið að óhagkvæmum álbræðslum er lokað, m.a. vegna gamallrar tækni, of dýrrar orku, of hárra launa. Það er því ofureðlilegt að eigendur reyni að hagræða sem mest, fá ódýrari orku, vinnuafl og fl.

Nú eru ekki bjartir tíma fyrir Alkóa, sem virtist vera ríki ameríski vinur þeirra sem álhjartað á Austurlandi heillaði sem mest. Sala á forréttingum er eins venjuleg og algeng og að drekka vatn. Álbræðslan í Straumsvík hefur verið seld nokkrum sinnum og Járnblendisverksmiðjan á Grundartanga í eigu Kínverja. Þeir hafa nokkuð aðrar skoðanir en aðrir á ýmsu, bæði vondar sem góðar. Hvenæ kemur að því að það álforréttingin á Reyðarfirði verði eign annarra en Alkóa er að öllum líkindum tímaspursmál. Það er einnig tímaspursmál hvenar Kínverjar óski eftir því að hagræða með innflutningi ódýrra vinnuafls. Fyrirgreiðsla til stjórnvalds í því skyni er jafnalgengt í heimi viðskipta eins og vatnsdrykkjan. Það fer venjulega ekki hátt en skattyfirvöld eru yfirleitt fljót að finna slíkt út og fer ekki lengra nema sakir eru miklar og pólitískur vilji að uppræta spillinguna.

Gott væri að Gunnar og fleiri skoði betur allar forsendur sem eru síbreytilegar. Það getur verið ágætt að hugsa sem barn, leika sér sem barn og haga sér eins og barn í einhverjum draumaheimi. En veruleikinn er annar, því miður verður að segja. Kárahnjúkaleiðin til uppbyggingar atvinnulífs hefur reynst rándýr blindgata. Þar verður annað hvort að halda áfram Kleppsvinnunni að draga úr leirfokinu, eða hætta slíku vegna kostnaðar og fyrirhafnar. Þá er kannski stutt í að ólíft sé á Austurlandi.

Guðjón Sigþór Jensson, 16.6.2013 kl. 07:54

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svar iðnaðarráðherra á Alþingi árið 1992 (fyrir tveimur áratugum):

"Fjórir samningar eru efnislega frágengnir á milli stjórnvalda og Atlantsálsfyrirtækjanna um fyrirhugaða álbræðslu á Keilisnesi [á norðanverðum Reykjanesskaga].

Þessir samningar eru aðalsamningur, rafmagnssamningur, lóðarsamningur og hafnarsamningur.

Enn eru þó nokkur atriði óútkljáð sem tengjast tímasetningu framkvæmda og upphaflegri framleiðslu.

Endanlegri útfærslu á nokkrum viðaukum með samningunum er meðal annars þess vegna enn ólokið.

Þá hefur umhverfisstarfsleyfi verið kynnt opinberlega."

Svar iðnaðarráðherra á Alþingi árið 1992 um álver á Keilisnesi


23.11.1997:


"Verði álverið, sem Norsk Hydro áformar að reisa hér á landi, staðsett á Keilisnesi þarf að byggja tvær 400 kV hálendislínur.

Kostnaður við það er áætlaður 20-25 milljarðar
.

Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra segir að kostnaður við þetta sé það mikill að það leiði til þess að ekki verði hægt að bjóða raforkuna á samkeppnishæfu verði."

Kostnaður við raforkuflutning útilokar álver á Keilisnesi

Þorsteinn Briem, 16.6.2013 kl. 10:00

24 identicon

Gunnar það er tímaeyðsla að eyða orku í að karpa við menn eins og Guðjon S. Við vitum betur og þökkum fyrir að nú se komin stjórn sem veit sínu viti í þessum malum.

Svartsynisböl er einkaeign vinstri manna.

oddi (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 11:30

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.5.2013:

"Þetta ætti að segja manni, sem vill kenna sig við hægristefnu eða markaðshyggju, að stóriðjustefna sé eitthvað sem hann á að láta eiga sig."

"Hvernig stendur á því, í ljósi alls þess sem að ofan greinir, að það hafa verið hægrimenn sem hafa barist fyrir stóriðju en vinstrimenn gegn henni?

Er þetta ekki allt saman einn stór misskilningur?
"

"Og ættu umhverfissinnar ekki að taka upp markaðshyggju sem vopn í sinni baráttu?"

Opið bréf til hægrimanna: Hættum stóriðjustefnunni - Ungir sjálfstæðismenn

Þorsteinn Briem, 16.6.2013 kl. 15:30

26 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einkennilegt er og dæmigert að ál-rómantíkarnir átta sig ekki á raunveruleikanum. Því miður er hann ekki álbræðsluhugsjóninni tilefni til þeirrar bjartsýni sem þeir sýna. Er þetta kannski sósíalismi andskotans sem íhaldsmenn beggja stjórnarflokkanna vilja framtíðina á?

Guðjón Sigþór Jensson, 16.6.2013 kl. 18:06

27 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er rétt hjá þér Oddi. Guðjón segist vera með BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ og próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992. 

Mér finnst með ólíkindum að þessi maður hafi náð að klára sig í gegnum háskóla. Það stendur ekki stein yfir steini í því sem hann segir hér. Eru svona litlar kröfur gerðar til fólks í þessum greinum? Eða getur verið að einhver kjáni komist yfir aðgang hans á blogginu og skrifi í hans nafni? Þetta er mjög undarlegt þykir mér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.6.2013 kl. 20:13

28 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar menn verða rökþrota reyna þeir að finna einhverjar ástæður að vega að mönnum á annan hátt, t.d. persónulega. Á þetta benti frú Tatscher með réttu og mættu minni spámenn taka sjónarmið hennar til skoðunar og dýpri skilnings á tilverunni. Eg hefi aldrei vegið að mönnum persónulega hversu sem þeir kunna að sýna af sér tilefni til slíks enda tel eg slíka framkomu ekki vera viðkomandi til framdráttar. Get eg auk þess upplýst þig Gunnar að eg lauk fyrsta hluta prófi við Lagadeild HÍ sem nam fyrstu tveim árum.

Varðandi einhvern kjánaskap leyfi eg mér að vísa slíku aftur til föðurhúsanna.

Guðjón Sigþór Jensson, 16.6.2013 kl. 20:48

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ástæðan fyrir athugasemd minni um þig persónulega Guðjón, er sú að þú kemur aftur og aftur með sömu tugguna varðandi Barra (o.fl), þrátt fyrir að ég hafi rekið þessa vitleysu og lygi ofan í þig. Benti meðal annars á orð framkvæmdastjóra Barra því til sönnunar.

Í ljósi þess er ekki óeðlilegt að draga þá ályktun að litlar kröfur sé gerðar til þeirra sem útskrifast úr HÍ með BA í upplýsingafræði.... eða einhver vitleysingur hafi komist yfir aðgang þinn hér á blogginu og setji inn athugasemdir í þínu nafni.

Ég ætla að fara að ráðum Odda og mun ekki eyða tíma mínum að karpa við rugludall.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.6.2013 kl. 00:43

30 identicon

Barri var bara einn partur. Það er alkunna að gripið var til aðgerða til að hefta þenslu v. framkvæmdanna eystra, þannig að þær komu niður á mörgu öðru. T.d. voru vextir hækkaðir og reynt að sporna við því sem kallað var "eðlileg nýsköpun". Lenti nú bara í þessu sjálfur, þannig að ég þarf ekki að spyrja,- þetta er óvenju tært í minningunni.

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 18:21

31 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samkvæmt skýrslu og úttekt frá Háskólanum á Akureyri, hefur komið í ljós að svokölluð "ruðningsáhrif" vegna stóriðjunnar í Reyðarfirði, voru óveruleg og minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er alþekkt fyrirbæri að fyrirtæki sem hafa átt erfitt uppdráttar leggja upp laupana þegar ný tækifæri skapast í nágrenni þeirra. Á móti kemur að önnur ný, en einnig eldri, eflast og stækka, sem einmitt hefur orðið raunin hér eystra.

Í mikilli þenslu er jafnan gripið til vaxtahækkana en orsök þenslunnar mátti að mestu rekja til byggingaiðnaðarins á höfuðborgarsvæðisinu, eða um 80%. Stóriðjuframkvæmdirnar eystra áttu um 15% hlut í þenslunni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.6.2013 kl. 19:55

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar 2008.

Og fyrir þessa upphæð hefði verið hægt að kaupa sex þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu
, miðað við 24,2ja milljóna króna meðalverð á íbúðarhúsnæði á því svæði árið 2006, en í árslok það ár voru 8.260 íbúðir í Hafnarfirði.

Þorsteinn Briem, 17.6.2013 kl. 23:05

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Íbúðalánasjóður og bankarnir dældu 1.400 miljörðum í hagkerfið á sama tíma og virkjunin var byggð. Stór hluti þess fjármagns fór í að byggja atvinnu og íbúðarhúsnæði sem ekki var þörf fyrir, en einnig fór drjúgur hluti í eyðslufyllerí almennings sem endurfjármagnaði eldri húsnæðislán með "ódýrum" nýjum lánum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.6.2013 kl. 00:04

34 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta var meginorsök þenslunnar

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.6.2013 kl. 00:04

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum fækkaði í sjö sveitarfélögum af níu á Austurlandi árið 2008, samkvæmt Hagstofunni.

Og Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, hefur þurft að greiða tugi milljarða króna í vexti af erlendum lánum.

Bygging Kárahnjúkavirkjunar var hluti af ofþenslunni hér á Íslandi
og hækkaði laun iðnaðarmanna og byggingaverkamanna hérlendis enn frekar, enda er íslenskur vinnumarkaður í raun agnarsmár.

Við Kárahnjúkavirkjun störfuðu gríðarlega margir útlendingar og þeir fluttu launatekjur sínar að langmestu leyti úr landi.

Og Íslendingar unnu einnig við Kárahnjúkavirkjun.

25.6.2008:

"
Haldi einhver að framkvæmdum sé að mestu lokið við Kárahnjúkavirkjun er það hinn mesti misskilningur.

Lætur nærri að um 700 manns verði þar að störfum í sumar."

"Aðalverktakinn, Impregilo, er enn með um 350 manns á sínum vegum."

Þar að auki unnu allt að 1.800 manns við byggingu álversins í Reyðarfirði frá árinu 2004 til 2007.

Samtök atvinnulífsins í ársbyrjun 2005:


"Það er staðreynd að á atvinnuleysisskrá er ekki að finna iðnlærða byggingamenn, menn með réttindi á stórvirkar vinnuvélar eða vana byggingaverkamenn, þ.e. menn í þeim starfsgreinum sem nauðsynlega þarf til verka við virkjunarframkvæmdir."

Þorsteinn Briem, 18.6.2013 kl. 00:24

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bygging álversins í Reyðarfirði kostaði svipað á núvirði í íslenskum krónum og Kárahnjúkavirkjun, sem kostaði andvirði sex þúsund íbúða á höfuðborgarsvæðinu árið 2006.

Og ofangreint andvirði samtals um tólf þúsund íbúða skapaði að sjálfsögðu ekki minni þenslu hér á Íslandi á nokkrum árum en andvirði tólf þúsund íbúða á höfuðborgarsvæðinu.

Áætlaður byggingarkostnaður álversins í Reyðarfirði á fjórum árum var um 1,1 milljarður Bandaríkjadollara.

Þorsteinn Briem, 18.6.2013 kl. 01:14

37 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Merkilegt er hve Gunnar bítur fast í þá fullyrðingu sína að Kárahnjúkavirkjunin hafi ekki haft neinar neikvæðar afleiðingar hvorki efnahagslegar né á náttúru landsins.

Í raun „ofhitnaði“ efnahagslífið sem hvatti braskaraliðið til dáða og öflugra brasks. Þetta kemur augljóslega margsinnis fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið sem íhaldsmenn vilja helst ekki viðurkenna að hafi átt sér stað. Kannski að allt vesenið hafi verið ríkisstjórn Jóhönnu að kenna?

Satt best að segja finnst mér miður að vera rífast um þetta endalaust. Það er eins og að pexa við mann sem vill ekki viðurkenna undir neinum kringumstæðum að 2+2 eru 4 en hvorki 3 né 5 eða annað gildi.

Guðjón Sigþór Jensson, 18.6.2013 kl. 14:34

38 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Pexið" er þitt Guðjón, því þú ert alltaf að halda fram tómri vitleysu, samanber:

"Merkilegt er hve Gunnar bítur fast í þá fullyrðingu sína að Kárahnjúkavirkjunin hafi ekki haft neinar neikvæðar afleiðingar hvorki efnahagslegar né á náttúru landsins"

Ég hef aldrei sagt að afleiðingar framkvæmdanna eystra hafi ekki haft neikvæðar efnahagslegar afleiðingar, (þ.e. á þenslu og vaxtamál) heldur að þær hafi verið margfalt minni en andstæðingar framkvæmdanna halda fram. Auk þess var þetta tímabundið ástand sem löngu er liðið en nú skilar dæmið ávinningi.

Ég hef heldur aldrei sagt að framkvæmdin hafi ekki haft neikvæð áhrif á náttúruna. Ég held því hins vegar fram að fórnin hafi verið réttmæt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.6.2013 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband