16.6.2013 | 10:22
Rappið var og er "íslensk þjóðmenning."
Er rappið nokkurra áratuga gamalt amerískt fyrirbæri? Ónei. Ég hef haldið því fram og sýnt fram á það í skemmtiatriðum mínum að rappið er alíslenskt fyrirbæri aftan úr öldum, svonefndar "þulur" sem farið var með í íslenskum baðstofum, samanber:
,,,,Fagur, fagur fiskur í sjó,
brettist upp á halanum
með rauða kúlu´á maganum....
...vanda, branda, gættu þinna handa,
fetta, bretta, svo skal högg detta..."
Fyrsi langi gamanbragurinn, sem ég gerði, varð til sumarið 1952 þegar ég var ellefu ára og hét ekkert þá en ég gaf síðan nafnið "Kamarrapp".
Sömuleiðis héldu Svíar því fram á níunda áratugnum þegar ameríski breikdansinn kom fram að hann væri ekki uppfinning bandarískra blökkumanna, heldur væri lagið "Limbó-rokk-tvist" sönnun þess hvernig sá dans hefði komið fram 15 árum fyrr.
Var lagið margspilað í sænska sjónvarpinu þessu til sönnunar í þættinum Natsudd.
Að rappa á Austurvelli við styttu Jóns Sigurðssonar 17. júní er því svo sannarlega "þjóðmenning" og rímar fullkomlega við stefnu ríkisstjórnarinnar í því efni.
Er ég tilbúinn að leggjast á sveif með ríkisstjórninni ef hún óskar þess með því að flytja fyrir hana rappsöngva mína frá síðustu 60 árum hvar og hvenær sem hún óskar þess.
Rappa um Jón Sigurðsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þorsteinn Briem, 16.6.2013 kl. 10:47
Nattsudd var Vinsæll Sjónvarpsþáttur í Svíþjóð á árunum 1986 til 1990. Þættirnir hafa fengið "Kúltúrstatus " í Svíþjóð og Limbóið var eitt af því sem stóð upp úr.
Umræddur þáttur hét Nattsudd Melodifestivalen del 1 og lifir í dag sínu eigin lífi á youtube.
Í þeim þátti halda Björn Walde og Svante Grundberg sína eigin "Eurovision ".
Það var okkar ástkári Ómar Ragnarsson sem reið á vaðið með Limbóinu. Hann var reyndar kynntur sem Færeyingur en látum það liggja á milli hluta.
Einnig komu fram Ofurbomban Joi lansing í öðru klassísku atriði. Gítarhetjan Cordell Jacksson á rafmagnsgítar og Jokkmokks Jokke. Ingemar "Ingo " Johansson (Fv. Heimsmeistari í boxi) Tók Calypso Sveiflu með sippubandi. Húla Húla með Hawaískum dansmeyjum. Ekki slæmur félagsskapur Ómar.
Þetta er snilld og enn ein skrautfjöðrin í hatti Ómars.
Youtube : Nattsudd melodifestivalen del 1
Kv. Guðmundur Guðmundsson
http://www.youtube.com/watch?feature=player_detailpage&v=ktNhtiLiLX4
ps :
Forvitnisspurning
Var haft samband við þig á sínum tíma út af höfundarrétti etc ?
kv
GG
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.