16.6.2013 | 20:27
Ekkert vandamál í "landi frelsis og einkaeignarréttar".
Í 140 ár hafa Bandaríkjamenn rekið ákveðna stefnu varðandi helstu náttúruverðmæti landsins.
Í þessu landi frelsis, frjáls framtaks og einkaeignaréttar hafa svæði, sem eru sambærileg við Geysissvæðið íslenska og svæðið austan og norðaustan Mývatns, verið í eigu bandarísku þjóðarinnar, heyrt undir Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna sem rekur svæðin þannig, að veitt er nægum fjármunum til þess að skipuleggja og stjórna aðgengi að þeim, svo að allir, sem vilja, geti notið þeirra án þess að skemma þau hið minnsta.
Tekið er hóflegt og samræmt gjald við inngang hvers þjóðgarðs, þar sem gestir fá upplýsingar og þjónustu og geta keypt mismunandi aðgang eftir atvikum, til langs eða stutts tíma.
Gjaldttakan miðast eingöngu við það sem hæfilegt þykir að gestir borgi en alls ekki við það að gróði sé á rekstrinum. Þvert á móti kippir fjármálaráðherra Bandaríkjanna sér ekkert upp við það þótt "halli" sé á rekstrinum.
Þjóðgarðar eins og Yellowstone eru skilgreindir sem "heilög jörð" eins og einn af helstu sérfræðingum Bandaríkjanna í nýtingu jarðvarma orðaði það.
Þetta er í himinhrópandi ósamræmi við ástandið hér á landi sem er þrungið skelfilegri ringulreið í samræmi við það að við viljum ekkert læra af reynslu þeirrar þjóðar sem á hana lengsta, eða alls 140 ár.
Fram að þessu hefur leiðin inn í Gjástykki verið lokuð með keðju og þar með kyrfilega komið í veg fyrir það að hægt sé að kynnast þeim einstæða stað, sem á enga hliðstæðu í heiminum.
Nú halda sömu landeigendur áfram svipaðri lokunarstefnu vegna þess að fyrirkomulag mála þarna gengur ekki upp. Auðvitað vilja landeigendur ekki tapa á rekstrinum sem þeir ætla að koma þarna á fót, en það er gerólíkt því sem er á sambærilegum svæðum í Bandaríkjunjum.
Eins og sagt er á nútíma Íslensku: Þetta endar í tómu tjóni.
Loka Leirhnjúkssvæði og Víti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Landeigendur, landeigendur"!
Allt þetta kjaftæði um "eignarrétt landeigenda" á ferkílómetrum af landi, jafnvel innan þjóðgarða, er ekkert annað en hallærislegur "anachronism".
Ríkið, þjóðin á landið, en ekki kirkjan eða einhverjir "rednecks".
Erum við enn á hinum myrku miðöldum?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 20:56
"Heilög jörð." Stór hluti Íslands er einn þjóðgarður. Tengslin við náttúruna, fjallið, sjóinn og vatnið býr í sérhverjum manni sem hér fæðist. Í fjölmennari þjóðfélögum ná menn ekki þessum tengingum.
Kanar hafa í áratugi unnið að löggjöf um landið og þjóðgarði. Veiði er heimiluð öllum undir skynsamlegum lögum. Þeir Ameríkumenn sem koma að Gullfoss finnst sem þessi perla sé óvörðuð. Aðkoma háskaleg. Þeir eru bara langt á undan. Beinast liggur við að senda menn vestur til að læra af þeim. Merkilegt að enginn hafi farið í þeim erindum af þeim mörgu lærdómsmönnum sem þar hafa verið.
Innanríkisráðherrann sem var hefði átt að taka þessi mál föstum tökum, gleymdi sér í pólitískum leik.
Sigurður Antonsson, 16.6.2013 kl. 21:14
Það er samt alveg magnað að menn fylkist að baki ferðaþjónustunnar, sem að virðir engin lokunar skilti né nokkuð annað vegna græðgishyggju. Ferðaþjónustu sem að öskraði hérna um jólin að fólk ætti að vinna á jólunum svo að þeir gætu grætt meira! En ef að rukka á 50 krónur í aðgangseyri þá verður allt vitlaust og ferðaþjónustan grenjar hærra en LÍÚ á sterum!!! Ferðaþjónustu sem að selur ferðir inn á einkalönd án þess að spyrja nokkurntíman leyfis né hafa nokkurt samráð við landeigendur. Heimta svo allt á silfurfati og verða brjálaðir ef einhver mótmælir nýju útrásarvíkingunum. Af hverju eiga allir aðrir að bera kostnaðinn svo að nokkrir útvaldir ferðaþjónustupésar græði á kostnað eigna annara???
Haukur, nei við erum ekki á hinum myrku miðöldum enda hefðu "lordar" og landeigendur þá líflátið átroðendur/"trespassers" og væntanlega kallað það sport.
Ferðaþjónustinni skortir auðmýkt og virðingu fyrir landinu, þeir ætla bara að græða á landinu en bera enga virðingu fyrir því, koma og leggja á hlaðinu hjá fólki og verða svo brjálaðir yfir því að fólk biðji þá um að fara. Ef að sama fólk myndi svo leggja á planinu hjá þeim í Reykjavíkinni yrði talið í sekúndum áður en lögreglan yrði kölluð á svæðið til að koma "pakkinu" í burtu.
Ég spyr, af hverju eiga landeigendur hingað og þangað um landið að borga kostnað fyrir nokkra útvalda braskara úr höfuðborginni, svo að þeir geti grætt ennþá meira á kostnað annara???
Þorkell (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 23:22
Ætli þeir landeigendur sem allt eiga... -eigi líka jarðskjálfta og eldgos á sínum jörðum?
Ætli þeir séu þá ekki skaðabótaskyldir vegna tjóns sem af þessum fyrirbærum hlýst?
Ef menn telja sig eiga allt sem á þeirra landi finnst, -þá hljóta þeir að taka ábyrgð á eigum sínum!
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 23:32
Ferðaþjónusta bænda
Þorsteinn Briem, 16.6.2013 kl. 23:34
Viðsnúningur er að verða um þessar mundir á umræðu um virkjanir og útivistarperlur. Umfjöllun Svavars Hávarðarssonar í Fréttablaðinu um Helliheiðavirkjun gerði útslagið. Netumræðan um gjaldtöku á ferðamannastöðum er líka að skila sér.
Innanríkisráðherra tók Heiðmerkuveg út af fjárlögum án þess að tryggja að viðhald yrði á ómalbikaða partinum. Álftanesvegur er einnig í uppnámi. Búið er að stofna marga þjóðgarða en minna hugsað um að skapa aðstöðu og taka gjald af þeim sem njóta hennar. Heimamenn ættu að fá sérleyfi á að gera aðstöðu og hafa ferðir inn að vinsælum stöðum. Til dæmis í Núpstaðaskógi. Án þeirra er varla hægt að hafa allstaðar aðgang.
Mikið er hægt að læra af Ameríkumönnum og þar er landvernd stunduð ef það varðar gersema, þjóðarhag. Þeir hafa þurft að læra eins og aðrir og betrumbæta ástandið. Eftirtektarvert er hve mikla áherslu þeir leggja á vinsæla ferðamannastaði og lofgera þá eins og vera ber.
Nú er sumargróðurinn á láglendi í algleymingi. Heiðmörk blómstrar í allri sinni dýrð, hún er opin öllum til að njóta. Fanga þar sumarlandið og fara síðar inn á hálendið þegar gróður tekur við sér.
Við Vífilstaðarhlíð var aðstaða til að grilla og halda hópfangnaði, en sú aðstaða var lögð niður vegna slæmra umgengni. Í Kaliforníu eru háar sektir við að spilla þjóðgarðslandi.
Sigurður Antonsson, 16.6.2013 kl. 23:48
Bara minni á hversu mikinn pening íslenska ríkið tekur inn í skattekjum v. ferðaþjónustunnar. Ríkið ætti annað hvort að koma að því sem að kostar að halda ákv. hlutum í lagi á skarpari hátt, eða bara sleppa gjaldtökunni.
Þjóðgarðagjaldið er nefnilega í raun komið, og búið að innheimta það í mörg ár. Það er ekki bara VSK, heldur einnig önnur gjöld, bæði á eldsneyti og flugvelli o.fl., hvar sumt ætti að (eða er)duga til þess að halda hlutum í betra skikki en er.
Hvað landeigendur varðar, er hreinasta óheppni hjá þeim sumum að hafa títt heimsótta náttúruperlu innan jarðarmarka, tala nú ekki um ef aðkoman liggur langt í gegn.
Þar skapast þörf á eftirliti, þrifum, aðstöðu o.þ.h. Víða eru tekjur á móti engar. Bara vinna og kostnaður, nema hægt sé að fara út í uppbyggingu á einhverju sem gefur af sér.
Og Steini, - Ferðaþjónusta bænda er ferðaskrifstofa í Reykjavík. Bændur og landeigendur þurfa ekkert að hafa viðskipti við hana frekar en þeir vilja.
Jón Logi (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 07:32
Fáráðlingurinn Haukur Kristinsson virðist halda að eignarréttur á landi, skjalfestur og aldagamall, falli úr gildi eingögnu vegna þess að honum sjálfum finnst slíkt ekki eiga rétt á sér. Sauðslegt eins og flest annað sem frá honum kemur.
Staðreyndin er sú að á Íslandi geta menn átt land og það gengur kaupum og sölum eins og aðrar eignir og ekkert er athugavert við það (nema í huga marxista).
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 14:42
Jón Logi,
Ég var að benda á að fjölmargir bændur um allt land eru með ferðaþjónustu og að sjálfsögðu þurfa þeir ekki að eiga viðskipti við Ferðaþjónustu bænda.
Bændur eru ekki ferðaskrifstofa í Reykjavík.
Ferðaþjónusta er í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins en stóriðja einungis á örfáum stöðum.
Þorsteinn Briem, 17.6.2013 kl. 15:00
"hversu mikinn pening íslenska ríkið tekur inn í skattekjum" hann er varla nokkur VSK 7%?
Það er alltaf talað um þann gjaldeyrir sem ferðamenn koma með inn í landið
en ef ætti að tala um rauntekjur þá þarf að áætla gjöld á móti og þau hef ég hvergi séð áætluð
Grímur (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 15:21
Rekstrartekjur Landsvirkjunar voru 6,5% minni árið 2012 en 2011, "sem að hluta má rekja til lækkandi álverðs," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar 2008.
Þorsteinn Briem, 17.6.2013 kl. 15:58
Aluminium Price Analysis and Forecast 2013
Þorsteinn Briem, 17.6.2013 kl. 16:00
"Ferðamenn sem eru erlendir ríkisborgarar og búa ekki á Íslandi geta fengið hluta virðisaukaskatts af vörum endurgreiddan."
"Heimilt er að endurgreiða virðisaukaskatt til erlendra ferðamanna af varningi sem þeir hafa fest kaup á hér á landi."
"Heimilt er að endurgreiða virðisaukaskatt af vörum á einum og sama vörureikningi sé kaupverð þeirra samtals fjögur þúsund íslenskar krónur eða meira ásamt virðisaukaskatti, þó einn eða fleiri munir nái ekki tilskilinni lágmarksfjárhæð."
"Það er skilyrði endurgreiðslu að kaupandi vörunnar hafi hana með sér af landi brott innan þrjátíu daga frá því er kaup gerðust."
Endurgreiðsla á virðisaukaskatti erlendra ferðamanna hér á Íslandi gildir því ekki til að mynda um þjónustu, svo og mat og drykki á veitingahúsum, hvað þá salernisferðir.
Reglugerð um endurgreiðslu á virðisaukaskatti nr. 294/1997 með síðari breytingum
Þorsteinn Briem, 17.6.2013 kl. 16:05
Erlendir ferðamenn voru að meðaltali 6,6 gistinætur hér á Íslandi að vetri til en 10,2 nætur að sumri til árið 2012.
Það ár voru 77% gistinátta erlendra ferðamanna á hótelum eða gistiheimilum, samtals 2,2 milljónir gistinátta.
Rúmlega 94% þeirra heimsóttu þá Reykjavík að sumri til en 72% Þingvelli, Gullfoss eða Geysi og 42% Mývatnssveit en að vetri til 95% Reykjavík og 61% Þingvelli, Gullfoss eða Geysi en 33% Vík í Mýrdal.
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu hins vegar Mývatnssveit sumarið 2012 en Vík í Mýrdal (52%), Skaftafell (48%) og Skóga (45%) en jafn margir heimsóttu Akureyri og Húsavík (42%).
Um 44% gistinátta erlendra ferðamanna voru á höfuðborgarsvæðinu að sumri til árið 2012 en 77% að vetri til.
Níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands árið 2012, líkt og árið 2011.
Íslendingar voru að meðaltali 15 gistinætur á ferðalögum innanlands árið 2012, þar af samtals 465 þúsund á hótelum eða gistiheimilum.
Og það ár heimsóttu 43% þeirra Akureyri en 27% Þingvelli, Gullfoss eða Geysi og 18% Mývatnssveit.
Þorsteinn Briem, 17.6.2013 kl. 16:08
Ef bændur eða aðrir hér á Íslandi telja sig hafa meiri kostnað en hagnað af náttúruperlum á þeirra landareign geta þeir til að mynda selt hluta af landareigninni íslenska ríkinu fyrir lága fjárhæð.
Íslenska ríkið getur einnig tekið landareignir eignarnámi og þær eru landeigendunum tæpast mikils virði ef þeir hafa af þeim meiri kostnað en hagnað.
"72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir."
Stjórnarskrá Íslands
"... skilyrðið um almannaþörf felur í sér að eignarnám verður að vera í þágu framkvæmda eða aðgerða sem hafa þýðingu fyrir almenning."
Vísindavefurinn - Eignarnám
Og það hefur að sjálfsögðu mikla þýðingu fyrir íslenskan almenning að hann hafi aðgang að íslenskum náttúruperlum og þar sé öryggi fólks eins og best verður á kosið.
Þorsteinn Briem, 17.6.2013 kl. 17:01
Ætli ríkið hefði fyrir það fyrsta mikinn áhuga á því að taka við einhverju gegn um kaup, sem í því tilfelli bara skapar kostnað? Það eru margar náttúruperlur heimsóttar örstutt, án greiðslu, og kalla eftir t.d. salernisaðstöðu o.þ.h., en það stendur hins vegar ekki undir einhverjum Bjössa bollu með skátahatt og rukkveski.
Margir títt heimsóttir staðir eru nefnilega bara svona hálftíma stopp, en ansi mikið rennerí.
Með smá stígagerð, WC, og upplýsingum (eins og víða eru) má leysa þetta, - en það er ekkert upp úr því að hafa nema fyrir HEILDINA. Það er HEILDIN sem er oftast að taka inn tekjurnar á þessu. Það fer eiginlega eftir eðli og staðsetningu hvort hægt er fyrir viðkomandi ábúanda að hafa af því hag.
Jón Logi (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 18:17
Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012.
Erlendir ferðamenn koma hingað til Íslands aðallega til að skoða náttúruna og við Íslendingar eigum að sjálfsögðu að hafa rétt til að skoða íslenskar náttúruperlur.
Íslenskir og erlendir ferðamenn greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins, sem getur að sjálfsögðu varið litlu broti af þessum sköttum til að bæta aðgengi að íslenskum náttúruperlum.
Þorsteinn Briem, 17.6.2013 kl. 19:01
Gisting í Dalvíkurbyggð í bæ, við strönd og inn til dala
Fjölmargt í boði í gamla heimavistarskólanum mínum á Húsabakka í Svarfaðardal
Þyrluskíðaferðir frá Skíðadal í Dalvíkurbyggð - Arctic Heli Skiing Iceland
Þorsteinn Briem, 17.6.2013 kl. 19:32
Enginn hefur heimtað stóriðju í Dalvíkurbyggð.
"Sýningin Friðland fuglanna var opnuð sumarið 2011 og er nokkurs konar gestastofa Friðlandsins og vísar áfram til fræðslustíga og fuglaskoðunarhúsa í grennd við Húsabakka og Dalvík."
"Þá er líka fundin ástæðan fyrir verndun votlendis og náttúruvernd almennt og það leiðir huga okkar að Friðlandi Svarfdæla og vatnasvæði þess, sem er jú allur Svarfaðardalur."
"Friðlandið nær yfir allt votlendissvæði í neðri hluta Svarfaðardals frá sjó og fram fyrir Húsabakka.
Friðlandið er elsta votlendisfriðland landsins, stofnað 1972 að frumkvæði bænda í Svarfaðardal. Þar verpa yfir 30 tegundir fugla og fleiri tegundir hafa þar viðkomu."
Húsabakki í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð
10.5.2013:
Gerðu hálmdyngju fyrir álftir í Svarfaðardal
Þorsteinn Briem, 17.6.2013 kl. 20:02
Fyrir allmörgum árum var fólki allt í einu bannað að skoða Kerið í Grímsnesi.
Af hverju? Jú, einhver sjallabjálfi á mölinni í Reykjavik var víst orðinn eigandinn og halló, ég á þetta, ég má þetta. Ef þið borgið nógu mikið, Ok.
Líklega hefur einhver bóndasauður selt manninum eina af náttúruperlum landsins.
Er þetta í lagi?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 20:40
26.7.2008:
"Eigendur Kerfélagsins ehf. keyptu Kerið og tíu hektara lands í árslok 1999 fyrir tíu milljónir króna.
Kaupin vöktu talsverða athygli þar sem Kerið er friðlýst og á náttúruminjaskrá.
Nýir eigendur fullyrtu í fjölmiðlum á þeim tíma að ekki stæði til að krefja ferðamenn um greiðslu fyrir að skoða þessa náttúruperlu."
"Krafan um arðgreiðslu hefur margsinnis komið fram frá forsvarsmanni Kerfélagsins í samskiptum við ferðaþjónustufyrirtæki.
Aldrei hefur verið minnst á uppbyggingu eða verndun svæðisins."
"Kerfélagið hefur enga aðstöðu byggt upp við Kerið.
Það hafa skattgreiðendur gert í gegnum Ferðamálaráð og Vegagerðina fyrir að minnsta kosti 6,5 milljónir króna árið 2000.
Með gjaldtöku eru landeigendur því einungis að krefjast þess að fá arð af eignarhaldi á þessari náttúruperlu - sem þeir áttu heldur engan þátt í að skapa."
"Áníðsla í Kerinu er ekki mikil og auðvelt að draga úr henni alfarið með frekari afmörkun göngustíga og merkingum, líkt og á öðrum vinsælum ferðamannastöðum.
Ferðamálastofa hefur árum saman staðið að slíkum úrbótum víða um land, þar á meðal í Kerinu."
Misheppnuð einkavæðing náttúruperlu
28.4.2012:
"Ríkið hafði tækifæri til að kaupa Kerið í Grímsnesi og land þar í kring árið 1999.
Siv Friðleifsdóttir, þáverandi [umhverfis]ráðherra, lagði hins vegar til að forkaupsréttur ríkisins yrði ekki nýttur.
Eigendur Kersins, sem þá voru systkinin Guðmundur Benediktsson, Helga Benediktsdóttir og erfingjar Halldórs Benediktssonar, vildu fá 20 milljónir króna fyrir landið sem var langtum meira en þær 3,5 milljónir sem ríkið var tilbúið að borga.
Eftir að eigendaskiptin urðu á landsvæðinu og Kerinu árið 1999 voru strax fjórar milljónir króna af opinberu fé veittar sem styrkur til uppbyggingar á svæðinu."
Milljónir króna af opinberu fé hafa farið í Kerið eftir kaup Kerfélagsins - Ríkið átti forkaupsrétt að svæðinu
Þorsteinn Briem, 17.6.2013 kl. 21:53
17.6.2013 (í dag):
Álftin á Hrísatjörn í Friðlandi Svarfdæla komin með unga
Fjölmargt í boði á Húsabakka í Svarfaðardal
Gisting í Dalvíkurbyggð í bæ, við strönd og inn til dala
Þorsteinn Briem, 17.6.2013 kl. 22:23
Takk Steini Briem fyrir upplýsingarnar.
Nú man ég hvað gaurinn heitir, Óskar Magnússon, innmúraður íhaldsmaður, líklega júristi.
En þetta er dæmigerður íslenskur aula kapítalismi. Eigendur græða og grilla, en skattgreiðendur borga.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 22:24
17.6.2013 (í dag):
Ómar Ragnarsson brotlenti við Sultartangalón - Hann getur hins vegar ekki brotlent á Vatnsmýrarsvæðinu
Þorsteinn Briem, 17.6.2013 kl. 23:37
11.3.1986:
"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.
Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."
Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna
3.8.1988:
"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.
Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp."
Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni
16.10.1990:
"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.
Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki."
Flugvél hrapaði í Skerjafjörð
23.4.1997:
"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.
Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."
Brotlenti við Suðurgötuna
9.8.2000:
"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."
Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík
Þorsteinn Briem, 17.6.2013 kl. 23:47
Var rétt í þessu að lesa fréttina um brotlendingu Ómars við Sultartangalón.
Ég óska Ómari til hamingju með að hafa sloppið ómeiddur.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.