Þakkir til þeirra sem komu á vettvang.

Sérdeilis gjöful og ánægjurík hálendisferð allt austur á Sauðárflugvöll á norðausturhálendinu, sem hófst í fyrradag, endaði óvænt í óförum upp úr klukkan fimm í síðdegis í gær eins og tengd frétt ber vitni um.

Tólf klukkustundum síðar er maður loksins kominn í hús og þessi þakkarpistill skrifaður til þeirra sem brugðust skjótt við og sýndu einstakan dugnað og hjálpsemi, tveggja lögreglumanna frá Hvolsvelli, tveggja, sem komu frá Búðarhálsi og rannsóknarmanna úr Reykjavík.  

Ég var með allan minn jökla- og öræfabúnað meðferðis í ferðinni, sem duga á til að liggja úti dögum saman á fjöllum, og sagðist í símtölum við þá, sem ég þurfti að tilkynna um slysið, að það lægi ekkert á, ég væri viðbúinn því að láta fyrirberast algerlega ómeiddur í flugvélinni að minnsta kosti til morguns.

Var meira að segja með rafgeyma meðferðis til að hjálpa flugvallarbíl í Sauðárflugvelli í gang eftir átta mánaða dvöld þar, og hefði getað hlaðið með geymunum síma, tölvu og komist inn á netið í gegnum 3G ef í það færi.

En lögreglumenn á Hvolsvelli, björgunarsveitarmenn frá Búðarhálsvirkjun og síðar menn frá rannsóknarnefnd samgönguslysa voru komnir ótrúlega fljótt á staðinn, þótt fyrst þyrfti að aka upp á fjallið fyrir ofan slysstaðinn og ganga þaðan nokkra kílómetra niður hlíðina til mín.

Hið hjálpsama dugnaðarfólk frá Hvolsvelli og Búðarhálsi tók síðan með mér á sig mikinn burð af mestöllu draslinu mínu upp alla hlíðina.

Ekki ófáir svitadropar og hitaeiningar þar!

Þessu hjálpsama dugnaðarfólki vil ég færa mínar bestu þakkir.

P. S.  Í fréttum á visir.is og á Bylgjunni í hádeginu vantaði að upplýsa, að á þeim bensíngeymi flugvélarinnar, sem ég skipti yfir á, var eldsneyti til meira en tveggja klukkustunda flugs.

En fyrst og síðar eru þó þakkir til almættisins að ekki fór verr.  


mbl.is Lenti í íslenskum hálendisrudda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

9 líf

pollus (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 07:32

2 identicon

Maður má bara ekki líta af þér kall!

Guði sé lof að þú ert heill vinur. Synd með vélina, en það er ekkert miðað við lífið. Hittumst heilir og fljúgum á ný.

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 07:37

3 identicon

Þú og almættið Ómar, "gott team"!

Mikið var mér létt að heyra að þú hefðir komist óskaddaður frá þessu slysi.  Ég veit að trú þín er sterk og ég geri ekki lítið úr henni.  Öll þurfum við styrk við svona aðstæður en ég er viss um að yfirvegun þín og reynsla hefur átt sinn þátt því að bjarga því sem bjargað varð.  Eins og Jón Logi segir, þá verður vélin að aukaatriði.  Til hamingu með að hafa sloppið svona vel.  Þinna krafta, vizku og útgeislunar er þörf.  Takk fyrir að vera til.        

Snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 09:45

4 Smámynd: Landfari

Hvar er "FRÚ in" núna Ómar? Var einmitt að velta því fyrir mér á laugardaginn þegar ég sá TAL í hennar stæði á leið minni austur.

Er mikill munur á rekstrarkostnaði á tveggja hreyfla vél og þessum einhreyfils og hversu mikið öruggari teljast þær vera?

Ég kynni nú betur við að hafa þig á sem öruggustu farartæki. Það má alltaf endurnýja vélina en það er erfiðara með þig.

Finnst það alveg tilvinnandi að leggja í púkk eins og um árið því þinu verkefni er langt frá því að vera lokið.

Landfari, 18.6.2013 kl. 11:29

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

9 líf, nei örugglega fleiri og Ómar ber þau öll vel enda varð hann sköllóttur áður en nokkuð grátt hár fannst á kollinum á honum.

Vonum bara að þeir sem þola ekki almættið komi ekki hér og fari hamförum með trúleysisþvætting og afneitunarhjal, því ofan á rafgeymunum fyrir flugvallarbílinn sat engill sem reddaði sér og Ómari.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.6.2013 kl. 11:51

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er orðið svo dýrt að reka eins hreyfils vél, að tveggja hreyfla vél er langt utan við hið mögulega fyrir venjulegt fólk. Eins hreyfils vélar verða að standast kröfur um að geta flogið niður fyrir 70 mílna (113 km/klst) hraða en engar slíkar kröfur eru um 2ja hreyfla vélar.

Þessu lága mögulegi flughraða er ætlað að stuðla að mun meiri möguleikum á að sleppa lifandi úr nauðlendingu en ef um tveggja hreyfla flugvél er að ræða. 

Ómar Ragnarsson, 18.6.2013 kl. 12:43

7 identicon

Tölfræðin segir að eins hreyfils vélar séu öruggari en tveggja hreyfla vélar.

Kemur mörgum spánskt fyrir sjónir.

"By engine failure in twin, the second engine takes you to the point of crash."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 13:30

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Þú ert ekki lánlaus, Ómar! Velkominn aftur til manna.

Ívar Pálsson, 18.6.2013 kl. 13:54

9 identicon

Bjallaðu á mig sem fyrst Ómar, - á við þig erindi.

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 14:29

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Liggur ætíð lífið á,
lítið eftir gefið,
líður oft um loftin blá,
en landið fékk í nefið.

Þorsteinn Briem, 18.6.2013 kl. 14:51

11 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Almættið er með okkur Ómar!!!!Kveðja

Haraldur Haraldsson, 18.6.2013 kl. 22:03

12 identicon

Ómar í lofti oft lék sér og hló,

þann listamann Guð hefur skapað.

Með svona gommu af gleraugum þó

hann gat varla annað en hrapað.

Davíð Hjálmar Haraldsson (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 23:06

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gott að þú slappst heill frá þessu Ómar.

Og vonandi hættirðu ekki að gera góða hluti þrátt fyrir þetta.

Hugheilar kveðjur.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.6.2013 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband