FLUGVÉLARSMÍÐ OG FYRSTA FLUG

Ég kom eitt sinn í Airbus flugvélaverksmiðjurnar í Toulouse í Frakklandi og fyrir 40 árum setti ég saman fyrstu flugvélina mína að hluta til. Hef því kynnst lítillega flugvélasmíð. Í Toulouse komu hlutar flugvélarinnar frá ýmsum löndum í mörgum heimsálfum.

Flugvélin var ekki tilbúin til flugs fyrr en allir hlutarnir höfðu komið inn á verksmiðjugólfið og verið settir rétt saman. Og vélin gat ekki flogið fyrr en búið var að manna hana með áhöf þar sem valinn maður var í hverju rúmi og hver maður þar sem hann gerði mest gagn.  

Undanfarna daga hef ég fylgst með því starfi sem liggur að baki því að setja saman framboð sem getið hafið sig til flugs i kosningunum í vor með marga farþega innanborðs. Að þvi kemur fólk úr ýmsum áttum rétt eins og flugvélarhlutarnir í Toulouse.

Enn sést ekki fyrir endann á því hvort flugvélin verður flughæf í tæka tíð né að vitað sé út í hörgul um alla áhöfnina sem þarf til að fljúga henni. Nú ríkja pólitískir sviptivindar sem geta haft afgerandi áhrif á möguleikana til flugtaks.

Þetta eru því spennandi dagar fyrir gamlan flugvélasmið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yfirsmiðurinn þarf að taka ákvörðun um að safna einstökum hlutum saman og hefja smíðina. Margir bíða verkfúsir.

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 08:51

2 Smámynd: Bryndís Guðmundsdóttir  (Binna)

Það er víst rétt hjá þér að það er engin smá smíði þegar Airbus vélar eru settar saman. Sá þetta á netinu, en öðru máli gegni þegar kemur að því að finna til einstaklinga héðan og þaðan um landið, þá þar sterkan leiðtoga. Ég hef samt séð hvernig þetta allt saman gerist þegar margi einstaklingar koma saman og verið er að velja þá hæfustu,"að því er við teljum vera" til að stýra fleyginu okkar. Því hlakkar mig mikið til að sjá miklar og góðar breytingar verða á næstuni. Haltu bara áfram með smíðina Ómar og þá gæti þetta orðið ný og glæsileg vél

Bryndís Guðmundsdóttir (Binna), 23.2.2007 kl. 11:28

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svona setja menn saman Airbus A380

"Un Airbus A380 en 7 minutes"

http://www.youtube.com/watch?v=LbEiHGZtCFA&mode=related&search=

Ágúst H Bjarnason, 23.2.2007 kl. 12:08

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki færi ég um borð í flugvélina þína Ómar, miðað við það lím sem þú ætlar að nota til að láta hana hanga saman

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2007 kl. 20:00

5 identicon

Flokkasmíð og brotlending:  Enn og aftur minni ég á frumkvöðlana eins og Ómar segir í flokkasmíði undangengina ára,sem öllu áttu að bjarga á sínum tíma. Lýðveldisflokkur, Þjóðvarnarfokkur, Samtök frjálslyndra og vinstrimanna, Framboðsflokkur, Bandalag jafnaðarmanna, Samtök um kvennalista, Borgaraflokkur, Þjóðvaki. Nú árið 2007 eru menn ennþá  við sama heygarðshornið. Ætlum við aldrei að læra?  Sérstök kveðja til þín Ómar Ragnarsson.

Þorkell Sigurjónsson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 22:40

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þorkell gleymir í upptalningunni Frjálslyndir, Samfylking, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn.

 Flokkar eiga að vera fyrir fólk en ekki öfugt. Tveir síðastnefndu flokkarnir eru skemmdastir í dag og mega þess vegna hverfa sökum rótgróinnar spillingar sem ómögulegt er að uppræta annars. Best er að byrja með hreint borð og engar skuldbindingar við spillingaröflin. Aldur stjórnmálaflokka segir ekkert um gæði þeirra fyrir fólk heldur aðeins seiglu leiðtoga þeirra við að halda fólki innan girðingar.

Flokkar eru ekkert heilagt mál. Þeir eru bara nöfn fyrir samtakamátt þeirra sem aðhyllast sams konar skoðanir á hverjum tíma. Ég man ekki til þess að nokkur hafi sérstaklega grátið dauða stjórnmálaflokks?!

Haukur Nikulásson, 23.2.2007 kl. 23:27

7 identicon

Og Ómar, það er ekki nóg að hafa hátt og gefa verkskipanir um það hvernig allt ætti að vera. Það þarf að sýna ábyrgð og þor til þess að koma þessu í loftið. Nú er komið að þér að gefa kost á þér og leggjast á áranar við að koma fleyginu í loftið.

Eða finnst þér betra að hafa bara hátt, og skortir þig kjark?  Sýndu nú dug í verki og gefðu okkur kost á að njóta verka þinna á Alþingi. Þar mundu áhrifin af orðræðu þinni njóta sín.

klakinn (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 09:10

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Við hægri grænir köllum, gerum nú eitthvað í  málunum!!!!

Því fyrr sem að ákvörðun um framboð verður skýrt tekin því meira er hægt að gera fyrir kosninar í vor.

Baldvin Jónsson, 25.2.2007 kl. 18:46

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þjóðvarnarflokkurinn fékk tvo þingmenn 1953 og 10,5 prósent í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík 1954. Vinstri flokkarnir urðu hræddir og samþykktu á þingi í mars 1956 að reka herinn úr landi. Stjórnin féll í kjölfarið.

Að vísu hætti vinstri stjórnin við að reka herinn og fann sér afsökun. Lærdómur: 1. "Lítið" nýtt framboð getur haft áhrif. 2. Gömlu flokkarnir taka málið upp og svíkja síðan ef þeir geta. Innrásirnar í Ungverjaland og Egyptaland 1956 gáfu afsökun.

Samtök Frjálslyndra og vinstri manna felldu viðreisnarstjórnina 1971 út af landhelgismálinu. Í kjölfarið fylgdu tvö þorskastríð og í því síðara tóku andstæðingar SFV málið upp á sína arma.

Ómar Ragnarsson, 25.2.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband