Af hverju gleymast alltaf stórfossarnir tveir ?

Ef litið er yfir fréttaflutning af Norðlingaölduveitu í fjölmiðlunum vekur athygli að þess er aldrei getið, að með henni verða tveimur af þeim níu stórfossum landsins, sem enn fá að lifa, þurrkaðir upp.IMG_9160

Þetta eru Gljúfurleitarfoss og Dynkur, en þann síðarnefnda tel vera flottasta stórfoss landsins, þegar hann fær að renna af fullu afli, enda þessir fossar báðir jafnokar Gullfoss að stærð og afli. IMG_9162

Þetta er svona álíka fráleitur fréttaflutningur og að fjalla um þá virkjun Hvítár sem myndi þurrka upp tvo Gullfossa en minnast aldrei á það.

Hvernig stendur á þessu? Auk fossanna tveggja sem nefndir eru er afar fallegur foss ofar, sem myndi líka þurrkast upp, Hvanngiljafoss og er með ólíkindum þessi þöggun um þessa hlið umhverfisáhrifa virkjunar við Norðlingaöldu.   


mbl.is Umhverfissinnum „gjörsamlega ofboðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

myndir http://photo.blog.is/blog/photo/entry/935165/

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.6.2013 kl. 23:16

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta kemur bara ekki til greina. Það verður allt brjálað ef þeir reyna þetta. Alveg ótrúlega veruleikafirrt að menn skuli ekki átta sig á viðhorfsbreytingunni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.6.2013 kl. 23:21

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessir ungu umhverfisverndarmenn vita ekkert hverju þeir mótmæla!

"...að hluta Þjórsárvera skuli sökkt undir vatn,.."

"...umhverfisráðherra, um að fresta friðlýsingu Þjórsárvera"

Þeir eru úti á túni í þessu máli sem öðrum. Norðlingaveita er ekki í Þjórsárverum og Þjórsárver ERU friðuð.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.6.2013 kl. 23:24

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kostulegt að sjá að í athugasemdunum minnast menn heldur ekki á fossana. Þöggunin um þá virðist vera orðin algild.

Ómar Ragnarsson, 22.6.2013 kl. 23:40

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Til í að berjast fyrir landinu mínu með öllum tiltækum ráðum. Ræktum kál í staðin fyrir ál með hjálp rafmagns á sama verði og álver þurfa að borga.

Sigurður Haraldsson, 22.6.2013 kl. 23:41

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Landsvirkjun segir að tap sé á sölu rafmagns til almennings, en gróði á sölu til stóriðju.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.6.2013 kl. 23:58

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.5.2013:

"Þetta ætti að segja manni, sem vill kenna sig við hægristefnu eða markaðshyggju, að stóriðjustefna sé eitthvað sem hann á að láta eiga sig."

"Hvernig stendur á því, í ljósi alls þess sem að ofan greinir, að það hafa verið hægrimenn sem hafa barist fyrir stóriðju en vinstrimenn gegn henni?

Er þetta ekki allt saman einn stór misskilningur?
"

"Og ættu umhverfissinnar ekki að taka upp markaðshyggju sem vopn í sinni baráttu?"

Opið bréf til hægrimanna: Hættum stóriðjustefnunni - Ungir sjálfstæðismenn

Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 00:03

9 identicon

Auðvitað kemur þetta bara ekki til greina, eins og Ómar Bjarki orðar það. Framsjallarnir geta gleymt þessu.

Þessi afdalaháttur er farinn að minna á það þegar sunnlenskir bændur, flestir blindfullir, riðu til Reykjavíkur frá heyönnum í brakandi þurrki til að mótmæla símanum. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 00:04

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nettóskuldir Landsvirkjunar voru um síðastliðin áramót 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.

Rekstrartekjur
Landsvirkjunar voru 6,5% minni árið 2012 en 2011, "sem að hluta má rekja til lækkandi álverðs," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna
, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar 2008.

Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 00:05

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hér er formanni SUS svarað:

http://www.vidskiptabladid.is/frettir/92642/?q=Ólafur Teitur Guðnason

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2013 kl. 00:23

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svar iðnaðarráðherra á Alþingi árið 1992 (fyrir tveimur áratugum):

"Fjórir samningar eru efnislega frágengnir á milli stjórnvalda og Atlantsálsfyrirtækjanna um fyrirhugaða álbræðslu á Keilisnesi [á norðanverðum Reykjanesskaga].

Þessir samningar eru aðalsamningur, rafmagnssamningur, lóðarsamningur og hafnarsamningur.

Enn eru þó nokkur atriði óútkljáð sem tengjast tímasetningu framkvæmda og upphaflegri framleiðslu.

Endanlegri útfærslu á nokkrum viðaukum með samningunum er meðal annars þess vegna enn ólokið.

Þá hefur umhverfisstarfsleyfi verið kynnt opinberlega."

Svar iðnaðarráðherra á Alþingi árið 1992 um álver á Keilisnesi


23.11.1997:


"Verði álverið, sem Norsk Hydro áformar að reisa hér á landi, staðsett á Keilisnesi þarf að byggja tvær 400 kV hálendislínur.

Kostnaður við það er áætlaður 20-25 milljarðar
.

Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra segir að kostnaður við þetta sé það mikill að það leiði til þess að ekki verði hægt að bjóða raforkuna á samkeppnishæfu verði."

Kostnaður við raforkuflutning útilokar álver á Keilisnesi

Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 00:44

15 identicon

Það er ekki umhverfisvernd að vera á móti virkjunum og ákveðinni tegund af iðnaði, þ.e. áliðniaði.

Þessi andúð á ofangreindri starfsemi á miklum meira skylt við pólitíska afstöðu, þ.e. að hér sé um að ræða úlensk fyrirtæki (sem aðallega vinstrimenn líta sem Ameríska auðhringa) sem vilja "hertaka" landið okkur.

Af hverju tiltölulega fámennur en hávaðasamur hópur fólks að misnota svona náttúruna í pólitískum tilgangi?

Einar Oddgeir (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 01:20

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.5.2013:

"Þetta ætti að segja manni, sem vill kenna sig við hægristefnu eða markaðshyggju, að stóriðjustefna sé eitthvað sem hann á að láta eiga sig."

"Hvernig stendur á því, í ljósi alls þess sem að ofan greinir, að það hafa verið hægrimenn sem hafa barist fyrir stóriðju en vinstrimenn gegn henni?

Er þetta ekki allt saman einn stór misskilningur?
"

"Og ættu umhverfissinnar ekki að taka upp markaðshyggju sem vopn í sinni baráttu?

Opið bréf til hægrimanna: Hættum stóriðjustefnunni - Ungir sjálfstæðismenn

Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 01:25

17 identicon

Mér er það einnig til efs að það fólk, sem hvað mest hefur sig í frami verðandi það að friða allt mögulegt í nafni umhverfisverndar, séu í raun náttúruunnendur.

Felsti þetta fólk býr í miðborg Reykjavíkur og dvelur þar öllum stundum.

Ef þetta fólk skiptir um umhverfi, þá skreppur það til útlanda í borgarferðir og dásamar allar uppbygginguna sem það sér í þessum borgum.

Kemur sem aftur heim til Íslands, sest á kaffihús í miðborg Reykjavíkur, og segir frá því sem það sá og upplifði í þeim stórborgum sem það heimsótti erlendis.

Fólk sem lifir og hrærist svona, getur ekki verið miklir náttúruunnendur, enda dvelur það langdvölum í manngerðu umhverfi borgarlífsins, sem er þeirra náttúrulega umhverfi. 

Þetta er í raun ónáttúra þessa fólks.

Í staðinn fyrir að fara út á landi að njóta náttúrunnar, fara þessar borgarrottur í enn eina borgarferðina til útlanda.

Einar Oddgeir (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 01:26

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hef búið í öllum kjördæmum landsins.

Hef til að mynda búið í Hlíð í Skíðadal, sem nú er í Dalvíkurbyggð, í Hrísey, á Akureyri, í Reykholti í Borgarfirði, á Seltjarnarnesi, í 101, 107 og 108 Reykjavík, í Hnífsdal og Grindavík.

Unnið til dæmis í sveit, í verksmiðjunum á Akureyri, frystihúsi, saltfiski, rækjuverksmiðju og verið sjómaður á línubátum, netabátum og togara.

Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 01:29

19 identicon

Ómar, eitt skil ég ekki.

Af hverju gerðir þú aldrei heimildamynd um mannlífið FYRIR og EFTIR stóriðju á Austfjörðum?

Þarna hefðir þú getað talað við fólk um lífið fyrir og eftir stóriðju, og fengið afstöðu þessa fólks til þessa umdeilda máls.

Þarna hefði verið hægt að leita svara við spurningum eins og;

  • hvernig var lífið fyrir austan fyrir stóriðju?
  • var það betra eða verra?
  • hefur ferðarfólki fjölgað eða fækkað eftir stóriðju?
  • er fjárhagur fólks verri nú en fyrir stóriðju?
  • er meiri mengun nú heldur en áður en að Fjarðarál hóf starfsemi sína?
  • vill fólk þarna fyrir austan að álverinu verði lokað?

Eins og þú sérð, Ómar, er hér komið viðfangsefni fyrir þig þar sem að þú gætir fest á filmu hvað fólki fyrir austan finnst um framkvæmdirnar þar.

Einar Oddgeir (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 01:33

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn hefur heimtað stóriðju í Dalvíkurbyggð.

"Sýningin Friðland fuglanna var opnuð sumarið 2011 og er nokkurs konar gestastofa Friðlandsins og vísar áfram til fræðslustíga og fuglaskoðunarhúsa í grennd við Húsabakka og Dalvík."

"Þá er líka fundin ástæðan fyrir verndun votlendis og náttúruvernd almennt og það leiðir huga okkar að Friðlandi Svarfdæla og vatnasvæði þess, sem er jú allur Svarfaðardalur."

"Friðlandið nær yfir allt votlendissvæði í neðri hluta Svarfaðardals frá sjó og fram fyrir Húsabakka.

Friðlandið er elsta votlendisfriðland landsins
, stofnað 1972 að frumkvæði bænda í Svarfaðardal. Þar verpa yfir 30 tegundir fugla og fleiri tegundir hafa þar viðkomu."

Húsabakki í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð

Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 01:42

21 identicon

Ómar, þú hefur bent á það sem sönnun þess að framkvæmdirnar þarna fyrir austan séu mislukkaðar, að fólki hafi fækkað þar þrátt fyrir þessa framkvæmdir, og nánast sigri hrósandi benti á tölur um íbúarþróun á árunum 2006-2009.

Það er að vísu rétt að íbúum fækkaði fyrir austan eftir árið 2007, en við því var búist.

Þannig var það að allt það aðkomufólk sem vann við þessar framkvæmdir, var allt saman skráðir sem íbúar fyrir austan með lögheimili þar.  Alls voru þetta um 3.700 manns.

Því var ekki nema eðlilegt að fólki fækkaði fyrir austan eftir 2007/2008 þegar framkvæmdum lauk og þetta aðkomufólk fór til sinna heima.

Hinsvegar spyr maður sig: Hvernig hefði íbúaþróun verið fyrir austan hefðu álversframkvæmdirnar EKKI átt sér stað?

Íbúum fyrir austan hafði nefnilega stöðugt farið fækkandi (um ca. 500 manns árlega) allt til ársins 2003 þegar álversframkvæmdirnar hófust. 
Þessi neikvæða þróun snerist við með þessum framkvæmdum þó svo að tímabundin fækkun hafi átt sér stað fyrstu árin eftir að framkvæmdum lauk þar.

Hefðir þú verið ánægðari ef Austurlandi hefði samfélagslega hnygnað og þróast í vanþróað jaðarsvæði með fábreyttu mannlífi og yfirgefnum húsum, bara ef það hefði orðið til þess að "náttúran fékk að njóta vafans"?

Einar Oddgeir (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 01:47

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum fækkaði í sjö sveitarfélögum af níu á Austurlandi árið 2008, samkvæmt Hagstofunni.

Og Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, hefur þurft að greiða tugi milljarða króna í vexti af erlendum lánum.

Bygging Kárahnjúkavirkjunar var hluti af ofþenslunni hér á Íslandi
og hækkaði laun iðnaðarmanna og byggingaverkamanna hérlendis enn frekar, enda er íslenskur vinnumarkaður í raun agnarsmár.

Við Kárahnjúkavirkjun störfuðu gríðarlega margir útlendingar og þeir fluttu launatekjur sínar að langmestu leyti úr landi.

Og Íslendingar unnu einnig við Kárahnjúkavirkjun.

25.6.2008:

"
Haldi einhver að framkvæmdum sé að mestu lokið við Kárahnjúkavirkjun er það hinn mesti misskilningur.

Lætur nærri að um 700 manns verði þar að störfum í sumar."

"Aðalverktakinn, Impregilo, er enn með um 350 manns á sínum vegum."

Þar að auki unnu allt að 1.800 manns við byggingu álversins í Reyðarfirði frá árinu 2004 til 2007.

Samtök atvinnulífsins í ársbyrjun 2005:


"Það er staðreynd að á atvinnuleysisskrá er ekki að finna iðnlærða byggingamenn, menn með réttindi á stórvirkar vinnuvélar eða vana byggingaverkamenn, þ.e. menn í þeim starfsgreinum sem nauðsynlega þarf til verka við virkjunarframkvæmdir."

Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 01:49

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tveir Íslendingar hafa heitið Einar Oddgeir.

Einar Oddgeir Árnason (1922-1923) og Einar Oddgeir Benediktsson (1900-1953).

Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 02:06

24 Smámynd: Benedikt V. Warén

Íslendingabók gefur þetta "komment":

Enginn fannst með nafninu Steini Briem

Benedikt V. Warén, 23.6.2013 kl. 02:40

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á þessu bloggi og fleirum hefur margoft komið fram að ég heiti Þorsteinn Briem og er eini maðurinn í heiminum sem heitir því nafni.

Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 02:44

26 Smámynd: K.H.S.

Þeir gleimast ekkert. Hafa bara aldrei verið til fyrr en nú að Ómar vantar stórfyrirsögn eftir niðurgang um langt skeið.

K.H.S., 23.6.2013 kl. 03:56

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kári Hafsteinn Sveinbjörnsson (K.H.S.),

omarragnarsson.blog.is:


Flettingar

  • Í dag (23.6.): 717
  • Sl. sólarhring: 3.371
  • Sl. viku: 17.755
  • Frá upphafi: 3.936.648
  • Innlit í dag (frá miðnætti): 238
  • Innlit sl. viku: 7.339
  • Gestir í dag: 227
  • IP-tölur í dag: 218

Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 04:27

28 Smámynd: K.H.S.

Samfylkingarfélagið í Reykjavík hefur nýlega samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði slitið. Fyrir utan Þjóðleikhúskjallarann, þar sem fundurinn fer fram, er múgur sem slær taktfast í potta og pönnur. Heyrast mikil fagnaðaróp þegar fréttirnar berast út af fundinum.

Stór hluti viðstaddra fer á næsta bar til þess að fagna sigri, ríkisstjórnin getur varla lifað þetta áfall af. Aðrir hyggjast láta kné fylgja kviði og fara á Austurvöll. Þar bíður þeirra óeirðasveit lögreglunnar sem hefur þann starfa að verja Alþingishúsið. Þar endurtekur sig sagan frá því kvöldið áður, þorri mótmælenda kveikir varðeld og dansar í kringum hann. Aðrir sjá sér leik á borði og sækja hart að lögreglunni.

Öllu tiltæku er kastað að lögreglumönnunum, grjóti, málningu, skyri, þvagi og saur. Flugeldum er skotið á þá og sparkað er í skildi þeirra. Einhverjir rífa upp gangstéttarhellur sem hver um sig vegur rúm þrjú kíló. Grjóti rignir yfir lögreglumennina. Um 2-300 manna hópur króar á þriðja tug lögreglumanna af við vesturhlið Alþingishússins og slær í bardaga þar sem lögregluþjónarnir þurfa að beita skjöldum sínum og piparúða til þess að halda vell. Um miðnætti er allur tiltækur piparúði á þrotum. Mótmælendur skynja það og færast í aukana. Stórt bál logar á miðjum Austurvelli. Garðbekkjum í eigu borgarinnar og ýmsu lauslegu úr grenndinni er kastað á það. Einhver tekur sig til og hellir olíu á framhurð Alþingishússins og leiðir olíuna að bálinu. Fljótlega leika eldtungurnar um dyrnar og reykur berst inn í húsið. Brunakerfið fer af stað og slökkviliðsmenn vara við því ef eldurinn berist inn að þá muni hann læsa sig í viðarklæðningar á veggjunum og gjöreyðileggja allt húsið. Lögreglumennirnir eru að verða undir í bardaganum við mótmælendur þegar óskað er eftir leyfi til að beita táragasi, í fyrsta sinn í Reykjavík í sextíu ár. Leyfið er veitt nær samstundis. Í þann mun sem lögreglumennirnir eru að búa sig undir að beita táragasinu eykst grjótkastið um allan helming. Þá flýgur ein gagnstéttarhella í gegnum loftið og beint í höfuðið á lögreglumanni. Félagar hans bregða skjótt við og koma honum í var þrátt fyrir að þeir séu einnig grýttir óspart.

Ekkert þessu líkt má aftur gerast á Íslandi.

Mín frásögn.

Mér er það ógleimanlegt  að hafa horft á venjulegt fólk, að maður hélt, breitast í skríl öskrandi illmenna með það eitt á prjónunum að limlesta lögregluþjóna, kastandi í þá grjóti, gangstéttarhellum og jafnvel saur skitnum í hendi á staðnum og skemma sem mest, mest af öllu.

Fylgdist með þessu úr næsta húsi við Alþingishúsið og í hópnum. Alþingismennirnir og starfsfólk Alþingis kom  á flótta gegnum bílakjallarana út í gegnum  Odfellow, inní Ráðhús og þar út eða dvaldi í húsunum. Flúði "vinsamleg mótmæli sem voru í gangi að mesta lagi að sögn Ómars Ragnarssonar, Álfhildar Ingadóttur og hettuklæddra afkomenda þeirra."

Hér átti auðvitað að safna öllum upptökum af þesum skríl sem gekk helst fram í meiðingum og skemmdarverkum, leggja kennsl á glæpamennina, handtaka þá  og kæra,  hispurslaust. Þannig var farið að í Englandi eftir svipaðan skrílsgang og tókst vel.. Hér er þessi skríll ánægður með sig og sitt alls óáreittur og tilbúinn í slaginn

K.H.S., 23.6.2013 kl. 04:31

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef Kári Hafsteinn Sveinbjörnsson (K.H.S.) fengi egg í hausinn færi það inn um annað eyrað og út um hitt, þar sem ekkert er á milli þeirra.

Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 04:54

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég gæti best trúað að á Alþingi verði málþóf út í eitt næstu árin.

Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 05:19

32 Smámynd: K.H.S.

Omar ertu ekki hreikinn af þessum rauðmaga. Ekki trúi ég að hann sé ættartengdur hinum mætu nöfnum sínum Gulla sem rak Frjálsa Verslun, eða Gulla sem skóp listaverk, heldur er þetta afæti af sleikjusort og nafnaþjófur.

K.H.S., 23.6.2013 kl. 06:34

33 Smámynd: K.H.S.

Að þið félagarnir hafi vitneskju um  og þroska til að tala um, hvað ég hafi fátt milli eyrnanna ber hróður ykkar langt inní Smáfylkinguna þar sem slík rökhyggja er  í hávegum höfð.

Áður samfylkinguna.

K.H.S., 23.6.2013 kl. 07:14

34 Smámynd: K.H.S.

3.5.2008 | 00:58

Hótel Valhöll

Best er að vera meðreiðarsveinn á Hótel Valhöll á Þingvöllum á sólríkum sumarmorgni, taka drifhvíta sængina varlega ofan af bakinu á dömunni í mjúku tvíbreiðu rúminu, vekja hana blíðlega með kossi á vangann og taka hana síðan aftanfrá, þannig að þrösturinn í glugganum hugsi sem svo: "Þetta hefði mér aldrei dottið í hug en auðvitað á að gera þetta svona!"

Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í ræðustól Alþingis í gær, væntanlega í tilefni af 1. maí, að hann sé af fátæku fólki kominn.

Við þessi tíðindi gerðist eftirfarandi:

Væntingavísitala Gallup hækkaði um 5%.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 10%.

Gengi íslensku krónunnar hækkaði um 7%.

Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)

1.5.2008 | 19:23

Mjúki maðurinn

Ef jafnrétti hefði verið staðreynd árið 1912 hefðu þá kallarnir verið fyrstir í bátana með börnin og allar konurnar látnar fara niður með Titanic?

Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)

1.5.2008 | 17:18

Mbl.is

Á emmbéeddl punktur is gengur lífið sinn gang,
og geysilangur er þar nú daglega slúðurhalinn.
Hann Dagbjartur múraði færðist of mikið í fang,
um fimmleytið Britney spíran endanlega galin.

Og bankarnir græða og bankarnir tapa á víxl,
og bankarnir lána þó enginn skuld sína borgi.
Laugavegurinn málglaður og svika mikil brigsl,
en Mogginn fæst nú ekki lengur á Lækjartorgi.

Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

30.4.2008 | 21:23

Sparslað í sprungurnar

Spúsur gamlar sparsla,
í sprungur fyrir karlana,
fjandi góð sú forvarsla,
og forherðir líka jarlana.

Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)

25.4.2008 | 23:08

Farinn í bloggfrí

Maður verður að hafa stjórn á sínum fíknsortum. Kíki því ekki hér á bloggið í nokkrar vikur.

Nú taka aðrar fíknsortir við.

Og takk kærlega fyrir samveruna í bili. Hún hefur verið mjög fróðleg og skemmtileg, og ég hef kynnst hér hálfum öðrum hellingi af góðu fólki.

Farið varlega í eggjakaupunum.

Verðið hefur hækkað.

Maður á að spara.

Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)

25.4.2008 | 12:38

Iðnaðarmenn

Ég þekki stelpu sem svaf hjá iðnaðarmanni fyrir þremur árum og hann er enn "alveg að koma".

Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)

25.4.2008 | 09:43

Dramatíkin

Drama er fyrir dáldið tík,
sú dama er nú engri lík,
í Englalandi orðin er rík,
en auðmjúk í Reykjavík.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði í FÉLAGSVÍSINDADEILD Háskóla Íslands:

"Ég held að nýir tímar [svo!] í akademískum rannsóknum krefjist miklu nákvæmari tilvísana og meiri virðingar fyrir textum annarra en var á þessu fyrsta bindi míns verks [sem kom út árið 2003]. Ég lærði af þeim mistökum og breytti vinnubrögðum mínum í öðru og þriðja bindi."

http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/497064/ - "Viðtal í 24 stundum", birt 5.4.2008, kl. 16.53

Gagnfræðakver handa háskólanemum eftir Friðrik H(elga) Jónsson og Sigurð J(úlíus) Grétarsson, prófessora í FÉLAGSVÍSINDADEILD Háskóla Íslands, gefið út fjórum sinnum á árunum 1992 til 2007 og notað í allri háskólakennslu hérlendis:


"Í kverinu er að finna ýmislegt sem háskólakennarar ætlast til að stúdentar kunni, ýmislegt sem getur skipt sköpum í námi en er þó sjaldan beinlínis kennt. Fjallað er um námstækni og vinnubrögð í háskóla, skipulag og frágang námsritgerða, heimildaleit, tilvísunarreglur og heimildaskrár, orðanotkun, þýðingar á erlendu efni, uppsetningu taflna og fleira sem huga þarf að í rannsóknum og námi."

Gæsaglappa,
gerði skot,
þurs í þrot,
lappabrot,
hólmsins grjóta,
veggja ljóta,
krot,
nú tárin vot,
karli vísa á í kot,
eins og skot.

http://hehau.blog.is/album/Bloggmyndir/image/178072/

http://www.youtube.com/watch?v=jHPOzQzk9Qo


Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)

25.4.2008 | 09:41

Hannes Hólmsteinn

REGLUR FYRIR HÁSKÓLA ÍSLANDS nr. 458/2000, GILDISTAKA 28. JÚNÍ 2000:

53. grein, Kennsla og kennsluhættir:

"Stúdentum er algerlega óheimilt að nýta sér hugverk annarra í ritgerðum og verkefnum, nema heimilda sé getið í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð."

"[Ofangreint ákvæði] þótti rétt að setja inn í ljósi reynslunnar þrátt fyrir að vitaskuld sé um sjálfsagðan hlut að ræða, að stúdentum ber að virða höfundarétt að hugverkum, sbr. ákvæði höfundalaga nr. 73/1972, og myndi það gilda án þessa ákvæðis í reglunum.

Þrátt fyrir að samþykkis rétthafa sé aflað er stúdent ekki heimilt að nýta sér hugverk annarra til að standa skil á verkefnavinnu. Hins vegar er eðli málsins samkvæmt heimilt að vitna til hugverka í samræmi við fræðileg vinnubrögð, sbr. einnig 14. gr. höfundalaga. Verði kennari var við að stúdent hafi gerst brotlegur að þessu leyti gilda ákvæði 50. gr. þessara reglna um málsmeðferð."

50. grein, Agaviðurlög:

"Rektor getur veitt stúdent áminningu eða vikið honum úr háskólanum um tiltekinn tíma eða að fullu, ef hann hefur gerst sekur um brot á lögum eða öðrum reglum háskólans eða framkoma hans gagnvart starfsmönnum háskólans eða öðrum stúdentum er ósæmileg eða óhæfileg. Áður en ákvörðun um brottrekstur er tekin skal leita umsagnar háskóladeildar og gefa stúdent kost á að tjá sig um málið.

Stúdent er heimilt að skjóta ákvörðun rektors til áfrýjunarnefndar samkvæmt lögum um háskóla. Málskot frestar framkvæmd ákvörðunar rektors. Rektor getur að hæfilegum tíma liðnum heimilað stúdent sem vikið hefur verið að fullu úr skóla að skrá sig aftur til náms í háskólanum ef aðstæður hafa breyst. Stúdent er heimilt að skjóta synjun rektors um skráningu til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema.
"

http://www2.hi.is/page/reglurHI#53

Höfundalög, nr. 73/1972:

1. gr. Höfundur að bókmenntaverki eða listaverki á eignarrétt á því með þeim takmörkunum, sem í lögum þessum greinir.

3. gr. Höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum.

11. gr. Heimilt er einstaklingum að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu, enda sé það ekki gert í fjárhagslegum tilgangi. Ekki má nota slík eintök í neinu öðru skyni.

14. gr. Heimil er tilvitnun í birt bókmenntaverk, þar á meðal leiksviðsverk, svo og birt kvikmyndaverk og tónverk, ef hún er gerð í sambandi við gagnrýni, vísindi, almenna kynningu eða í öðrum viðurkenndum tilgangi, enda sé hún gerð innan hæfilegra marka og rétt með efni farið.

43. gr. Höfundaréttur helst uns 70 ár eru liðin frá næstu áramótum eftir lát höfundar.

54. gr. Fyrir brot á lögum þessum skal því aðeins refsa, að þau séu framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi.

Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Passar upp á presidentinn,
ponsumeir þó delikventinn,
í Helgakot öllum hent inn,
hún er Imba þar lent inn.

Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Næsta síða »

Höfundur

Steini Briem
Steini Briem
Höfundur er undrabarn.
Júní 2013
SMÞMFFL
      1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.6.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 25846

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

blog.is
Þú ert innskráð(ur) sem kuldaboli | Stjórnborð | Aftengjast
Fara til baka á ziggi
bloggvinir
Fara áfram á dullur

K.H.S., 23.6.2013 kl. 07:26

35 identicon

Haukur:
"Þessi afdalaháttur er farinn að minna á það þegar sunnlenskir bændur, flestir blindfullir, riðu til Reykjavíkur frá heyönnum í brakandi þurrki til að mótmæla símanum. "

Smá sögukennsla er eitthvað sem þú hefðir gott af. Rifjaðu upp um hvað málið snerist, og hver var í forsvari fyrir reiðinni.

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 07:28

36 identicon

Merkilegt að sjá hvernig umræðan hér er dapurleg.  Er virkilega enginn með þroska til að taka þátt í skynsamlegri umræðu?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 09:25

37 Smámynd: Stefán Stefánsson

Mjög góð og áhugaverð síða hjá þér Ómar, en ég verð þó að viðurkenna að mér fynnst Steini Briem mætti oft aðeins halda sig á mottunni.

Einar Oddgeir kemur með góða punkta sem menn ættu að velta fyrir sér. Það er nefnilega margt jákvætt eftir að uppbyggingin átti sé og á sér stað fyrir austan.

Kári Hafsteinn, haltu þínu striki vegna þess að þú hefur greinilega margt gott fram að færa og Gunnar Th. kemst alltaf að kjarna málsins.

Stefán Stefánsson, 23.6.2013 kl. 12:26

38 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kostulegt að sjá, hvernig manni er lýst sem Lattelepjandi kaffihúsarottu sem aldrei fari út fyrir 101 Reykjavík og skríl sem meiði lögreglumenn. 38 athugasemdir komnar og aldrei minnst á umræðuefnið, fossana sem þagað er um.

Skoðið síðan betur fólksfjöldatölurnar fyrir austan ár frá ári síðustu ár. Framkvæmdum lauk að fullu 2008-09 og allt vinnuafl vegna þeirra var þá á braut, en fólki hélt áfram að fækka á Austurlandi í heild næstu ár á eftir þótt því fjölgaði sömu ár á hinu álverslausa Norðausturlandi.  

Ómar Ragnarsson, 23.6.2013 kl. 13:55

39 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ömurlegt að sjá Omar Ragnarsson með svona villandi upplýsingar.... virtur maðurinn sem flestir virðast trúa. Á áhrifasvæði álversins hefur íbúum fjölgað, eins og spár gerðu ráð fyrir. Íbúaþróun var snúið við á jaðarsvæði landsins, sem ekki hefur tekist annarsstaðar.

En Omar staglast á því að íbúum hafi fækkað. Afhverju talar hann ekki um að íbúum fækki á Snæfellsnesi, þrátt fyrir stóriðjuna í Hvalfirði?

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2013 kl. 21:29

40 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ummælin hér að ofan eru ágætt dæmi um hvernig umræðuefni bloggfærslu er afvegaleitt og farið um víðan völl í bullinu. Kjartan Pétur Sigurðsson er sá eini sem fjallar um fossana og kemur reyndar með ágætan hlekk á aldeilis frábærar myndir af umræddum fossum. En til að ná fossunum í umræðu er ekki lausnin einfaldlega sú að bæta aðgengið að þeim og trekkja að ferðamenn? Vissulega eru þeir ekki beint í alfaraleið fyrir innan Sultartangalón, og sennilega ekki alveg hentugir í Gullfoss-Geysis rúntinn fyrir skemmtiferðaskipin. En þetta væri samt verðugt verkefni fyrir Markaðsstofu Suðurlands finnst mér. T.d ef slegin eru inn nöfn fossanna tveggja á síðu Markaðssstofunnar, http://www.south.is/, kemur hvorugur upp. Það segir margt um forgangsröðunina, gleymskuna.

Erlingur Alfreð Jónsson, 24.6.2013 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband