23.6.2013 | 12:47
Glæsilegur árangur norðlenskra flugvina.
Flugdagurinn á Akureyri hefur verið ómissandi fyrir mig í áratugi, enda á ég nána flugvini nyrðra og hef hrifist af myndarskap norðanmanna sem birtist meðal annars í nöfnunum Flugsafn Íslands og Flugklúbbur Íslands auk hins glæsilega árlega flugdags.
Á hverju sumri höfum við Helga farið í ferðalag norður í tilefni flugdagsins og síðari árin oftast framlengt þá ferð austur á Sauðárflugvöll auk þess að hitta norðlenska og sunnlenska flugmenn þar.
Á myndinni má sjá nokkra þeirra, þegar þeir komu austur í fyrra, talið frá vinstri, Arngrím Jóhannsson, Gunnar Víðisson, Hörð Geirsson og Hún Snædal.
Í gær stóð þannig á að vegna tveggja háskólaútskrifta dóttur og dóttursonar varð flugdagurinn að víkja i þetta sinn.
Í hópi íslenskra flugáhugamanna hefur Arngrímur Jóhannsson flugstjóra verið fremstur meðal jafningja um árabil og hann og félagar hans geta litið stoltir um öxl yfir árangur starfs síns.
Það er því verðskuldaður heiður fyrir Arngrím þegar ein kennsluvéla Keilis í Reykjanesbæ hefur verið nefnd í höfuðið á honum og óska ég honum til hamingju með það.
Flottur flugdagur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hamingju með dótturina og dóttursoninn, Ómar minn.
Merkilegt hvað þú átt fallega ættingja.
Arngrímur Jóhannsson er flottur karl.
Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 14:06
Aldrei hef ég skilið hvers vegna margir halda því fram að Akureyringar séu lokaðir.
Hef sofið hjá fjölmörgum konum á Akureyri og þær voru síður en svo lokaðar.
Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 14:11
Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.