23.6.2013 | 17:47
Í góðu lagi að STASI-kenndar njósnir viðgangist í okkar landi?
Ég hef áður sagt frá því hér á síðunni hvernig vísbendingar um hleranir síma míns og fleiri komu fram síðsumars 2005 í kjölfarið af opinberum heræfingum NATO hér á landi á viðbrögðum við aðgerðum "umhverfisverndar-hryðjuverkafólks".
Viðbrögð við þessum pistlum bentu til þess að nær öllum væri slétt sama.
Síðan þá hef ég gert ráð fyrir slíkum hlerunum, ekki aðeins hjá mér, heldur hverjum sem viðkomandi njósnayfirvöld kjósa að hafa undir smásjá eins og þau virtust gera 2005.
Upplýsingar Snowdens koma mér því ekki á óvart en hitt kom mér á óvart hve fólki virtist sama, bæði eftir að ég sagði frá rökstuddum grun um hleranir 2005 og líka núna þegar upplýst er um njósnir á okkar tímum í vestrænum samfélögum frelsis og lýðræðis í anda hinnar illræmd STASI leynilögreglu í Austur-Þýskalandi.
Þeir sömu og fordæmdu réttilega aðfarir STASI virðast láta sér grófar persónunjósnir vel líka ef það eru "rétt" vestræn yfirvöld sem þær stunda.
Það ástand ótta og skoðanakúgunar, sem njósnir vekja, er í hróplegri andstöðu við hugsjónir um frelsi, lýðræði og öryggi, sem Roosevelt orðaði svo vel þegar hann nefndi fjórar tegundir frelsis sem sækjast ætti eftir: 1. Tjáningar-og skoðanfrelsi. 2. Trúfrelsi. 3. Frelsi frá ótta. 4. Frelsi frá skorti.
STASI-kenndar njósnir vinna freklega gegn frelsi frá ótta, trúfrelsi og tjáningar- og skoðanafrelsi.
P. S. Sjá má strax í athugasemd við þennan bloggpistil, sem birtist á facebook síðu minni, að viðkomandi finnist þetta í góðu lagi og þeir sem kvarti yfir ágengum njósnum eigi skilið að njósnað sé um þá af því að þeir "hafi eitthvað að fela." Sem sagt: Í góðu lagi að afnema friðhelgi einkalífs og heimilis. Og atferli STASI hafi þá eftir allt saman verið "í góðu lagi." Athyglisvert.
Gerir ráð fyrir að njósnað hafi verið um Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hverir sáu um þessar hleranir, voru þau skipulagðar og/eða framkvæmdar af íslenskum yfirvöldum? Hvaða skýringar voru þér gefnar fyrir þessum hlerunum?
Einar (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 17:59
Þær vísbendingar sem ég fékk um þessar hleranir fengust óbeint eftir að ég hafði í nokkrar vikur verið að reyna að fá útskýringar á sérkennilegum atvikum varðandi síma minn og rætt við sérfróða menn.
Þann síðasta spurði ég að því hvort með hliðsjón af nýlegum fréttum af því að snjallir háskólanemar hefðu getað hlerað síma í New York væri mögulegt að eitthvað slíkt væri að gerast hér á landi og ég og fleiri orðið fyrir því.
Svarið var athyglisvert: "Hafðu engar áhyggjur af því að sími þinn sé hleraður. Til þess að það komi út eins og í þínu tilfelli þarf mikla peninga, mannskap og góða aðstöðu."
Ómar Ragnarsson, 23.6.2013 kl. 20:34
Einstaklingar, fyrirtæki og íslenskar sem erlendar ríkisstofnanir geta hlerað síma hér á Íslandi og ef menn komast hjá því eiga þeir aldrei að tala þar um málefni sem þeir vilja að fari leynt.
Og með því að senda einhverjum tölvupóst er auðveldlega hægt að komast að því hvar viðkomandi er staddur þegar hann opnar póstinn og alls kyns atriðum í tölvu hans.
Fólk á einnig að gera ráð fyrir að einkapóstur þess, til að mynda á Facebook, sé lesinn af einstaklingum, glæpasamtökum eða öðrum sem ekki áttu að fá póstinn.
Og hér var lengi "samsláttur" í símalínum, þannig að fólk heyrði óvart símtöl annarra.
Þannig kom ég til dæmis inn á símtal Friðriks Ólafssonar, þáverandi skrifstofustjóra Alþingis, þegar ég hringdi frá Mogganum í annan mann úti í bæ.
Og í sveitum landsins gátu menn auðveldlega hlerað sveitasímann, þannig að þar var talað undir rós um viðkvæm málefni.
Reykjavík var hins vegar lítill bær og ekkert mál fyrir menn að spjalla þar á kaffihúsum um mál sem þeir vildu að færu leynt.
Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 21:08
Ég er fullkomlega sammála þér, Ómar. Það kemur ekki á óvart að yfirvöld hleri síma og stundi persónunjósnir. En að fólki sé skítsama er þyngra en tárum taki, og algerlega óskiljanlegt.
Villi Asgeirsson, 23.6.2013 kl. 21:15
Steini Briem, 18.2.2009 kl. 16:52
Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 21:35
Mér vitanlega standa Íslendingar ekki í stríði við neina þjóð, þannig að leyndar mál eru hér eingin, allt er opinbert.
Ég veit ekki til að ég sjálfur hafi framið þau óhæfuverk að leynd þurfi þar við að hafa, en vera kann að svo sé um aðra.
En frá því að náttúran skóp okkur skilningarvit, þá fylgjumst við með.
Hrólfur Þ Hraundal, 23.6.2013 kl. 22:36
Glæpamenn vilja komast að leyniorðum, þannig að þeir geti til að mynda millifært af bankareikningum viðkomandi.
Fyrirtæki vilja komast að viðskiptaleyndarmálum og nýrri tækni fyrirtækja sem þau eru í samkeppni við.
Og stjórnvöld vilja komast að því sem leynt fer hjá erlendum stjórnvöldum, svo nokkur dæmi séu tekin.
Þorsteinn Briem, 23.6.2013 kl. 22:58
Það sem fasista elskararnir ekki skilja, er að þetta njósnarí Bandaríkjanna eru ALVARLEG MANNRÉTTINDA BROT.
Mér er svo sem sama hvernig bandaríkjastjórn njósnar um sína eigin borgara, en þegar þeir fara að brjóta mannréttindi allra annarra borgara jarðarinnar, þá er mér ekki sama.
Tólfta grein mannréttinda sáttmálans segir:
Eigi má að geðþótta raska einkalífi, fjölskyldulífi, heimili eða bréfaskriftum nokkurs einstaklings, né heldur ráðast á æru hans eða mannorð. Ber öllum lagavernd gagnvart slíkum afskiptum eða árásum.
http://www.humanrights.is/log-og-samningar/mannrettindasamningar/sameinudu-tjodirnar/Undirflokkur/
Þetta er ákaflega auð-skilið, og greinilegt er að Bandaríkin eru að brjóta á öllum þegnum heimsins sem notast við einhver samskipti á netinu eða gegnum síma. Það að brjóta mannréttinda sáttmálann er ALVARLEGT brot, og það er öllum ríkisstjórnum heimsins til skammar að það sé ekki búið að taka sig saman og kæra Bandaríkja stjórn og alla þá einstaklinga sem að þessu máli hafa staðið. Snowden er réttvís og heiðarlegur maður sem gerði það eina rétta sem hægt var að gera. Að hann sé eftirsóttur og eftirlýstur sem glæpamaður, sýnir bara og sannar að bandaríkin eru orðin að óafturkallanlegu fasista ríki.
Trausti
Trausti Hraunfjörð (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 23:21
Það blasir við að hryðjuverkamenn og glæpamenn nýta sér internetið til sinna verka. Þá þurfa menn einnig að vera býsna bláeygðir ef þeir halda að leyniþjónustur og lögggæsla geti unnið sitt starf án þess að nýta sér einnig netið.
Hundruð miljóna nýta sér einnig gmail póstþjónustu Google þó þeir viti að hver einast póstur sé lesinn sjálfkrafa og nýttur til að finna hentugar auglýsingar til að birta á síðunni með póstinum.
Þetta hefur lengi verið almenn vitneskja netnotenda að ef eitthvað er sett á netið með efni sem tengist hryðjuverkum eða lögbrotum eru líkur til að það efni poppi upp á einhverjum listum yfir eitthvað sem þarf að skoða nánar.
Ef svona svona eftirlit væri ekki stundað væri mun erfiðara að fyrirbyggja hryðjuverk en nú er. Obama vill frekar láta skamma sig fyrir þessar aðgerðir en vera staðinn að því að hafa ekki gert allt sem í hans valdi var til að koma í veg fyrir hryðjuverk.
Finnur Hrafn Jónsson, 23.6.2013 kl. 23:53
Vesturlönd eru núna að láta leiða sig út í það ástand sem var alltaf ætlun hryðjuverkamanna að skapa í okkar heimshluta, að brjóta niður vestræn mannréttindi og innleiða ótta og skoðanakúgun í svipuðum stíl og viðgekkst í kommúnistaríkjunum áður en múrinn féll.
Ómar Ragnarsson, 24.6.2013 kl. 00:30
Ekki einsog þetta hafi verið óþekkt hér fyrir ..
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/05/27/32_heimili_voru_hlerud_a_arunum_1949_1968/
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 07:56
Ekki einsog þetta hafi verið óþekkt hér fyrir ..
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/05/27/32_heimili_voru_hlerud_a_arunum_1949_1968/
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 10:02
Æ, fór víst tvisvar inn sama færslan hjá mér. En það kemur nú kannski mest á óvart að fólk sé svona hissa og haldi að þessar umfangsmiklu njósnir NSA séu eitthvað nýtt. Hugarfóstur NSA, sem sprettur úr blábyrjun kalda stríðsins reyndar, njósnanetið Echelon (hét áður UKUSA, starfrækt af 5 enskumælandi löndum: Bretlandi, BNA, Kanada, Ástralíu og N-Sjálandi) hefur verið notað til allskyns hlerana, allt frá því að stela framleiðsluleyndarmálum frá Airbus til þess að hlera ríkisstjórnarfundi stjórnar Saddam Hussein, og hefur lengi náð yfir allar græjur: Síma, fax ofl ofl, og vinnur td þannig að ef ákveðin orð koma fyrir saman í samtali eða skrifuðu máli, er viðkomandi gagn ,,flaggað" og skoðað.
Stóri bróðir sefur aldrei, en það óhugnanlega er að flestir virðast fara í einhvern sjálfkrafa gír til að réttlæta þessa yfirgripsmiklu söfnun persónuupplýsinga og hernaðarleyndarmála á þeim forsendum að það verði að fylgjast með hættulegu fólki, og þeir sem ekkert hafi gert af sér þurfi ekkert að óttast.
Sem er ekki satt: Fólk sætir eftirliti fyrir sjálfsögð mannréttindi, ss. friðsöm mótmæli, sem er stjórnarskrárbundinn réttur flestra landa sem titla sig lýðræðisríki.
Það var með svona sjálfs-múlbundinni réttlætingu fjöldans sem nasisminn hélt innreið sína, þannig byggjum við upp alræðisríki og kúgunarsamfélag.
Tek hatt minn ofan fyrir Kristni Hrafnssyni, Snowden og Ecuador.
Finn ekki þáttinn sem History Channel sýndi um Echelon, en hollt að horfa á hann - með gagnrýnum augum um leið .. (réttlætingar á færibandi, minnir mig)
http://en.wikipedia.org/wiki/ECHELON
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 10:17
Á meðan ég vann hjá Þjóðskjalasafni Íslands þá fór maður að nafni Jón Páll Andrésson að spyrja mig út í skíðaferðir eftir að ég SMSaði um það við félaga minn. Seinna spurði hann mig hvort ég vildi vera í leinilögreglunni sem ég afþakkaði. Ekki hef ég ekki tölu yfir hversu margar hótanir ég varð fyrir á þessum 4 árum sem ég vann þarna en ég hætti eftir að ég stóð þá Brján Fransson og Kristinn Valdimarsson í að setja eitthvað í hálf-tóman bjór hjá mér, á meðan ég skrapp á klóið, svo úr drykknum gaus yfir allt borð. Síðan þá hef ég ekki fengið vinnu og verið sviptur bótum ítrekað og telja þessar sviptingar upp á aðra milljón í dag. Reindar hefur síðan þá verið vesen með ÖLL mín viðskipti við ríkisstofnanir og þá sérstaklega frá dansk ættuðu "fjölskyldufólki". Einnig lenti ég í því að tannlæknir minn boraði 4 göt í tennurnar á mér án þess að fylla upp í og hef ég ekki þorað til tannlæknis síðan. Fyrir u.þ.b. 1 mánuði síðan ákvað ég loksins að fara með yfirlýsingu til lögreglunnar og lenti þá í því að dansk-ættaður félagi minn, Jan Geisler, setti eitthvað í tópakið hjá mér svo að ég brann allur að innan, bæði vélinda og lungu. Hægt er að nálgast þessa yfirlýsingu hjá mér sem lýsir ítarlega því sem ég varð fyrir af starfsmönnum Þjóðskjalasafns Íslands :http://miniads.is/thorssig/yfirlýsing2.doc
Ekki þykist ég þekkja goggunarröðina sem þetta fólk myndar en ég veit að fulltrúi dönsku krúnunnar á Íslandi, Hrefna Róbertsdóttir, vinnur hjá Þjóðskjalasafni Íslands.
Þorsteinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 12:29
Úps!, rétt slóð er víst: http://miniads.is/thorssig/stuff/yfirlýsing2.doc
Þorsteinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 12:34
24.6.2013 (í dag):
"I want to go to Turkey nowadays, but I'm afraid to get arrested at the airport because of lots of tweets that I've written and retweets that I did."
Þorsteinn Briem, 24.6.2013 kl. 15:30
30.9.2011:
Scarlett Johansson cellphone pictures aren't all that smart phone hackers are after
Þorsteinn Briem, 25.6.2013 kl. 00:19
Nú skal ég segja ykkur merkilega sögu.
Heimsmeistarar persónunjósna voru án efa STASI. Og svo vildi til, að eina nótt fyrir nokkrum árum gisti ég hjá þeim...þannig lagað. En þar var aðdragandi nokkur.
Á fjórða áratugnum áttu ættingjar konu minnar sitt höfuðból í Saxlandi, og svo eignir m.a.í Dresden.
Svo kom stríðið, og merkilega margir Þjóðverjar fóru vestur um.
Eitt myndarlegt hús (reyndar fleiri hús) stóð hinummegin (séð frá borginni) við Elbu. Það var yfirgefið við stríðslok, og tekið yfir af Stasi. Hentugt, svolítið prívat, og Sovéska sendiráðið (m.a.á tíma Pútíns sem sendimanns) steinsnar undan og sömu megin við götuna. Á milli voru svo mixuð jarðgöng (í dag eru steypuhlemmar yfir), þar sem hægt var þá að skjótast óséð(ur).
Utan um lóðina var sett girðing tvöföld og há, og á millibilinu illskeyttir varðhundar. Á bilinu frá húsi og niður að á var passað upp á að vel þrifust þyrnirunnar, - aldeilis magnaður lífrænn gaddavír.
Svo féll múrinn, og Stasi fór í skjalaeyðinguog afneitun á öllu mögulegu.
En húsið stóð, og þá autt. 10 árum síðar enn ósnert draugahús. En svo fór eitthvað að vaxa kjarkur austan-ungmenna, og húsið varð að sæmilegum partístað. En að hugsa sér, að eftir að múrinn féll, þá þurftu að líða svo mörg ár, hvar fólk var svona hrætt við einhvert njósnabatterí....
Þarna gisti ég hins vegar í húsbíl á hlaðinu án yfirheyrslu ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 25.6.2013 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.