24.6.2013 | 20:32
Ógleymanleg "sérleið" og "America the Beautiful."
Þegar flogið er frá Íslandi til Denver í Koloradoríki í Bandaríkjunum er ekki löng leið að aka þaðan að Pikes Peak fjallinu, sem er eitt af hæstu fjöllum Klettafjallanna, í hópi "the Forteeners", en það eru fjöll sem eru hærri en 14 þúsund fet eða 4.281 metri.
Fyrir þann sem ann háum fjallatindum, rallakstri, bröttum fjallvegum, ljóðlist og tónlist er þetta margföld pílagrímsferð því að uppi á fjallinu orti Catherine Lee Bates ljóðið "America the Beautiful" sem hefur svipaðan sess í Amaríku og "Hver á sér fegra föðurland" á Íslandi.
Það var auðvitað ógleymanlegt að aka djarflega upp þessar 156 beygjur upp á hátind og setja sig í spor bæði helstu rallkappa heims og bandarísku skáldkonunnar.
Nú má sjá á tengdri frétt að sett hafi verið hraðamet á leiðinni upp fjallið í árlegri keppni, en það hefur þá ekki verið allsherjar hraðamet, því að það met er falið í því að aka á meira en 120 km/klst meðalhraða upp fjallið 20 kílómetra vegalengd þar sem endamarkið er í 1440 metra meiri hæð en rásmarkið.
Sérbúnir Porche GT 3 og Hyoundai Genesis hafa farið þetta hraðast.
Á YouTube má setja sig í spor eins þeirra sem hafa att kappi við þessa frægustu "sérleið" heims.
Ómissandi hluti af upplifuninni fyrir ellefu árum fannst mér felast í því að aka og spóla í mölinnni upp hinn krókótta malarveg á þeim hluta hans sem var ekki malbikaður.
En nú er nýlega búið að malbika alla leiðina, því miður segi ég.
Við Helga vorum heppin með veður og sáum af tindinum langa vegur, meðal annars til borgarinnar Colorado Springs, sem liggur ca 2700 metrum neðar.
Range Rover setur fjallaklifursmet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á Hyundai setti hraðamet,
með Helgu konu sinni,
þúsund sinnum fjórtán fet,
í fínu bifreiðinni.
Þorsteinn Briem, 24.6.2013 kl. 21:47
Á þessari stuttmynd sem Peugeot lét gera má sjá snillinginn Ari Vatanen vinna þessa keppni 1988 á Peugeot 405 Turbo 16 GR, myndin heitir "Climb Dance":
https://www.youtube.com/watch?v=-PZ5J3GLSYI
Einar Steinsson, 24.6.2013 kl. 22:43
Linkur á lag America the Beautiful með Elvis Presley
http://www.youtube.com/watch?v=yyoLpJ6J_4Y
Kveðja, Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 25.6.2013 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.