25.6.2013 | 07:30
Ein stærsta heilbrigðisógnin, óábyrg notkun sýklalyfja.
Ofnotkun og óábyrg notkun sýklalyfja er ein stærsta heilbrigðisógn okkar tíma.
Hún tengist öðru stóru vandamáli sem er fíkniefnavandinn, á þann hátt, að fíkniefnaneytendur eru miklu líklegri til þess en aðrir að gleyma að taka lyfin eins og fyrir er lagt, en með því að gera hlé á tökunni áður en búið er að drepa sýkinguna, margfaldast hættan á því að sýklarnir, sem lifa af, myndi ónæmi gagnvart lyfjunum.
Sýklalyf séu notuð á ábyrgan hátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vanþekking á beitingu sýklalyfja er ákv. vandamál. En ekki skal því gleyma hversu öflug þau geta verið, og hve vel þau þjóna í baráttunni við alls lags sýkingar.
PenicillinKalium er enn eitthvert öflugusta sýklalyfið, en misnotkun á því hefur náð því að gera marga bakteríustofna ónæma. Fáir vita að Penissilínið var eitt af leynivopnum Bandamanna í seinni heimsstyrjöld. Það er nefnilega ekkert mál að deyja fyrir aldur fram úr af skeinu eða lungnabólgu, sem auðveldlega er hægt að stoppa með sýklalyfjum.
Óábyrgur háttur í þessu lyfjabrúki hefur reyndar verið "ofan frá", - sem sagt með því að "í sparnaðarskyni" hafa skammtar verið minnkaðir, og því þurft að eiga við endurteknar sýkingar. Enginn sparnaður í því.
Sjálfur lenti ég í þessu fyrir löngu, - endurtekin berkjubólga sem fékk svona "smá-plástur", og svo liðu kannski 2 mánuðir þar til allt var í sama ólaginu. Ég var svo heppinn að hitta fyrir gamalreyndan lækni sem kunni vel við að talað var tæpitungulaust, - ég sagði einfaldlega að ég myndi sleppa þessum barnaskammti, - annað hvort yrði þetta ALVÖRU eða ekkert. Hann setti mig á svaðalegan kúr, ásamt bólgueyðandi, og þar með losnaði ég undan þessu algerlega.
Ergó: óábyrg notkun á fúkkalyfjum rennur stundum undar rifjum bjúrókrata.
Jón Logi (IP-tala skráð) 25.6.2013 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.