30.6.2013 | 20:40
Fannst þetta fráleitt fyrirkomulag fyrir hálfri öld.
Ég minnist þess enn hvað mér fannst ákvæðin um Landsdóm í stjórnarskránni og sú meðferð mála, sem þar var lagt upp með, fráleitt fyrirbrigði fyrir meira en 50 árum þegar ég sá þau fyrst og þetta álit styktist þegar ég var í lagadeild Háskólans.
Þetta var eitt af því í stjórnarskránni sem sýndist vera einna óheppilegasti arfurinn frá fyrri tíð.
Í okkar litla þjóðfélagi og á okkar fámenna þingi virtist mér og fleirum augljóst, að þingmönnum yrði sett fyrir óframkvæmanlegt verk sem fælist í því að ákveða, hvaða samþingmenn sína þeir vildu ákæra, - kannski nána samherja og vini eða sessunauta og samnefndarmenn.
Mér fannst þessi ákvæði líka stangast að vissu leyti á við þrískiptingu valdsins með því að handhöfum löggjafarvaldsins væri fært slíkt hlutskipti ákæruhlutverk í hendur, sem í raun gæti orðið til þess að mjótt yrði á munum og hugsanlega tilviljun hverjir væru ákærðir og hverjir ekki og þar með kveðinn upp dómur, sem væri á verksviði dómsvaldsins.
Eftir rökræður og skoðanaskipti hjá stjórnlagaráði var niðurstaðan sú að eðlilegast væri að í nýrri stjórnarskrá myndu svona mál heyra undir endurbætt lög um ábyrgð sjtórnvalda, þar með talda ráðherraábyrgð, og meðferð mála, sem risu af embættisfærslu, - og að Landsdómur yrði þar með sleginn af.
Það eina jákvæða sem kom út úr þessum mikla málarekstri var að ýmislegt skýrðist og upplýstist um aðdraganda Hrunsins og bættist við það sem hafði komið út úr vinnu rannsóknarnefndar Alþingis.
En það hefði alveg eins verið hægt að kanna það mál og draga þá vitneskju fram, þótt enginn hefði verið Landsdómurinn.
Rangt að efna til Landsdóms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ýmsu í stjórnarskránni er eðlilegt að breyta, þannig að hún verði í samræmi við veruleikann, og ekki ætti að vera erfitt að ná samstöðu um það á Alþingi.
"15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim."
Stjórnarskrá Íslands
Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands:
"15. gr. stjórnarskrárinnar um að forseti [Íslands] skipi ráðherra verður að skoða í ljósi þingræðisreglunnar.
Því er það Alþingi sem ræður því í raun hverjir verði skipaðir ráðherra, þótt formlegt skipunarvald sé hjá forsetanum.
Skipun eins ráðherra í ríkisstjórn fer eftir tillögu forsætisráðherra.
Við myndun nýrrar ríkisstjórnar ber forseta að kanna vilja Alþingis áður en ákvörðun er tekin um skipun ráðherra."
Þorsteinn Briem, 30.6.2013 kl. 21:21
það er ekkert að landsdómi og það var ekki landsdómur sem ákvað að sækja Geir Haarde einan til saka .......það voru alþingismenn og konur sem kusu fyrst hvern skyldi senda í landsdóm og dæma þar.
landsdómur sem dómsvald réð því ekki hver skyldi settur fyrir dóminn.
og nú eru alþingismenn hræddir við landsdóm af því að þegar búið er að senda einhvern fyrir landsdóm geta þeir sjálfir ekkert stjórnað landsdómi sjálfir ....eða svo lýtur þetta út fyrir mér..
mikið réttlæti
Guðleifur R Kristinsson, 1.7.2013 kl. 03:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.