Hugkvæmni er allt sem þarf.

Sú var tíðin að það voru ef til vill aðeins tveir hátíðisdagar á sumrin í bæjum landsins, sjómannadagurinn, og 17. júní. Þau ár, sem Sumargleðin fór um landið, var hún ákveðinn atburður af sínu tagi út af fyrir sig, en eftir 1986 var sá tími liðinn.

En smám saman hefur komið í ljós að hugkvæmni er allt sem þarf til að búa til hátíð þar sem séreinkenni viðkomandi bæjarfélags eða eitthvað sérstakt, sem heimamönnum dettur í hug, fær að njóta sín í formi bæjarhátíðar.

Á þriðja tug hátíða er á dagskrá bara í júlí og ágúst svo sem Humarhátíðin á Höfn, Fiskidagurinn á Dalvík, Mærudagar á Húsavík og ótal fleiri hátíðir, sem raða sér um landið á sumrin, sýna að um auðugan garð er að gresja og að á tímum vaxandi umferðar ferðamanna, erlendra og innlendra, er víða að finna tilefni til að gera sér dagamun og hagnast líka fjárhagslega á því í leiðinni.   


mbl.is Bæjarhátíð sem sameinar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Húsavík er mikil mæra,
mörg er þar nú falleg gæra,
ókeypis þær okkur færa,
unað milli sinna læra.

Þorsteinn Briem, 1.7.2013 kl. 13:25

2 identicon

Góður Steini Briem!

Kveðja frá Húsavík.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.7.2013 kl. 14:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kær kveðja til Húsvíkinga.

Mæra - sælgæti
á Húsavík.

Þorsteinn Briem, 1.7.2013 kl. 14:46

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stríðsminjasafnið á Reyðarfirði:



Þorsteinn Briem, 5.7.2013 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband