2.7.2013 | 13:35
Angi af alþjóðlegu vandamáli.
Hjá mörgum svonefndum "frumstæðum" þjóðum er rík hefð fyrir því að aldraðir njóti umhyggju og samvista við sína nánustu til dauðadags. Þar sem þessi hefð er höfð í heiðri þarf ekki sérstakar stofnanir fyrir aldraða eins og í hinum "þróuðu" löndum.
Reynslan hefur hins vegar sýnt að í svonefndum "velferðar" og "velmegunarþjóðfélögum" Vesturlanda er mikill misbrestur á því að aldraðir fái notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda sem í heiðri eru höfð hjá ýmsum "vanþróuðum" þjóðum og þjóðflokkum.
Í keppninni um hin efnislegu lífsgæði samkvæmt kröfunni um sífelldan hagvöxt verða mun fleiri aldraðir útundan og einmana en marga grunar.
Þjóðarskömm eru þau örlög fjölda gamalmenna sem þurfa jafnvel að liggja banaleguna að mestu eða öllu í einsemd og þar með höfnun sinna nánustu.
Skyldaðir til að heimsækja aldraða ættingja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir þessar hugleiðingar, Ómar. Það er okkur til skammar að æskudýrkun og lífskapphlaupið lætur okkur gleyma okkar mannlegar skyldur að sinna þeim sem þurfa á því að halda á efri árunum. Og þá sérlega með væntumþykju og hlýju.
Úrsúla Jünemann, 2.7.2013 kl. 15:35
Ansi mikil er það synd,
ein að vera sömul,
en allir vilja Ingu Lind,
þótt æva verði gömul.
Þorsteinn Briem, 2.7.2013 kl. 16:58
En hvernig er þetta þá hjá Kínsanum?
Eru aldraðir skyldugir til að taka á móti ættingjum?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.