Klassísk afgreiðsla á sendiboða slæmra tíðinda.

Blaðamaðurinn á Morgunblaðinu sem komst að slæmum sannleika varðandi íbúðalánasjóð 2004 var afgreiddur á stundinni sem alger bullari.

Það þurfti níu ár til að sjá, að svo var ekki.

Þetta er næstum algilt lögmál frá fornöld þegar slíkir sendiboðar voru drepnir.

Þeir Danir sem sáu í gegnum "íslenska bankaundrið" voru úthrópaðir sem öfundsjúkir landar fyrrum kúgara Íslendinga.

Íslenskir kunnáttumenn, sem efuðust um "undrið" og "tæra snilld" á þessu sviði voru sagðir kverúlantar og nöldrarar.

Erlendur kunnáttumaður, sem sá í hvað stefndi síðsumars 2008 var talinn þurfa að "fara í endurhæfingu."

Frásögn á þessari bloggsíðu þess efnis að það yrði að grafa eins og hálfs milljarðs króna skurð frá Svartsengi alla leið til sjávar til þess að koma affallsvatni virkjunarinnar í burtu var talin "dylgjur", "getgátur", "uppspuni" og "rakalaus þvættingur."

Ári síðar var hið sanna játað af talsmanni virkjunarinnar.

Skipulagsstofnun taldi áhrif þess að veita Jökulsá á Dal yfir í Lagarfljót verða mikil.

Þáverandi forsætisráðherra sagði að "kontóristar úti í bæ" ættu ekki að ráða ferðinni í svona máli.  

Umhverfisráðherra sneri þessu við og taldi áhrifin ekki verða veruleg.

Tíu árum síðar kemur hið sanna í ljós og framkvæmd á einu af "20 ströngum skilyrðum" til þess að ráða bót á þessu vekur aðhlátur.  


mbl.is Sagði að sjóðurinn stefndi í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í umræðu um þessi há-lán í prósentum v. íbúðakaupa/bygginga vill það oft gleymast að ekki eru 90% af sölumati það sama og 90% af brunabótamati.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.7.2013 kl. 16:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Mikil breyting varð á húsnæðislánamarkaði síðari hluta ársins 2004.

Bankarnir
tóku að bjóða húsnæðislán til langs tíma og lána nú allt upp í 100% af kaupverði.

Íbúðalánasjóður hækkaði lánshlutfall upp í 90% af kaupverði.
"

Áhætta við hærri veðsetningu íbúðarhúsnæðis - Seðlabanki Íslands 2005

Þorsteinn Briem, 3.7.2013 kl. 16:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarmenn "axla ábyrgð":

2.7.2013:


"Ég ætla á þessu stigi ekki að tjá mig um einstök efnisatriði eða um það sem talið er hafa farið miður á undanförnum árum.

Það er auðvitað búið og gert," segir Guðmundur Bjarnason.

Guðmundur var ráðinn forstjóri Íbúðalánasjóðs árið 1999 og stýrði sjóðnum fram á mitt ár 2010."

Hann var þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 1979-1999, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1987-1991 og landbúnaðar- og umhverfisráðherra 1995-1999."

Guðmundur Bjarnason: "Þetta er búið og gert"

Þorsteinn Briem, 3.7.2013 kl. 17:01

4 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Steini!

Það var ranglega vitnað í orð Guðmundar.

Hann sagði "búið og geðveikt" með nútímalegum framburði.

Skúli Guðbjarnarson, 3.7.2013 kl. 17:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarmenn "axla ábyrgð":

20.3.2013:


"Aðspurð hvort hún sé ennþá ánægð með Kárahnjúkavirkjun og þær ákvarðanir sem hún tók sem iðnaðarráðherra á sínum tíma segir Valgerður Sverrisdóttir:

"Ég ætla ekki að svara því, er löngu hætt í pólitík."


Valgerður var þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 1987-2009, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1999-2006, utanríkisráðherra 2006-2007 og formaður Framsóknarflokksins 2008-2009."

Valgerður Sverrisdóttir: "Ég ætla ekki að svara því, er löngu hætt í pólitík"

Þorsteinn Briem, 3.7.2013 kl. 17:53

6 identicon

Þú meinar Álgerði?
Annars, - kaupverðið var samhangandi við sölumat, og þetta var oft "fiffað" sem hátt verð. Raunverulegur byggingarkostnaður sem til grundvallar er notaður sem brunabóta-viðmið (það sem kostar að gera nýtt ef ofan af manni brennur).
Þannig að hækkað lánhlutfall á slíkum forsendum hækkaði markaðsverð, svo mér sýnist.
Húsnæðisverð gat sem sagt keyrt fram úr raunkostnaði, og til varð þessi fína byggingarbóla, sem ætti að duga suðvesturhorninu til hýsingar á fólki næstu árin.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.7.2013 kl. 18:39

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar 2008.

Og fyrir þessa upphæð hefði verið hægt að kaupa sex þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu
, miðað við 24,2ja milljóna króna meðalverð á íbúðarhúsnæði á því svæði árið 2006, en í árslok það ár voru 8.260 íbúðir í Hafnarfirði.

Bygging
álversins í Reyðarfirði kostaði svipað á núvirði í íslenskum krónum og Kárahnjúkavirkjun, sem kostaði andvirði sex þúsund íbúða á höfuðborgarsvæðinu árið 2006.

Og ofangreint andvirði samtals um tólf þúsund íbúða skapaði að sjálfsögðu ekki minni þenslu hér á Íslandi á nokkrum árum en andvirði tólf þúsund íbúða á höfuðborgarsvæðinu.

Áætlaður byggingarkostnaður álversins í Reyðarfirði á fjórum árum var um 1,1 milljarður Bandaríkjadollara.

Þorsteinn Briem, 3.7.2013 kl. 19:07

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

´Ómar lengi vel var Húsnæðisstofnun, og Íbúðalánasjóður einokaður af gamla Alþýðuflokknum og síðar Samfylkingunni. Auðvitað passar þetta innlegg ekki inn í ..trúarsamfélagið".

Sigurður Þorsteinsson, 3.7.2013 kl. 19:18

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurður Þorsteinsson,

Íbúðalánasjóður var stofnaður árið 1999,
Guðmundur Bjarnason var þá ráðinn forstjóri og stýrði sjóðnum fram á mitt ár 2010.

"Heildartap Íbúðalánasjóðs nemur alls um 270 milljörðum króna.

Frá stofnun til ársins 2012
nemur bókfært tap sjóðsins um 100 milljörðum en eftir er að bóka tap að fjárhæð um 170 milljarða króna á núvirði.

Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð."

Tap Íbúðalánasjóðs 270 milljarðar króna frá stofnun sjóðsins árið 1999 þegar Guðmundur Bjarnason var ráðinn forstjóri

Þorsteinn Briem, 3.7.2013 kl. 20:11

11 identicon

Og tap bankanna á sama tíma?????
Og hvað skapa þúsundir tómra og/eða hálfbyggðra íbúða á höfuðborgarsvæðinu annað en....möguleika á plássi fyrir fólk í framtíðinni? Verst kannski að þær eru þegar komnar upp, en....em.... eru ekki í Vatnsmýrinni?

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.7.2013 kl. 23:02

12 Smámynd: Sigurður Antonsson

Steini Briem. Veit að þú ert töluglöggur maður. Jafnaðarmaðurinn og hinn skattaglaði Helgi Seljan sagði í viðtali að taka yrði alvarlega skýrslu um íbúðalánasjóð. Hér væru aukaálögur upp á eitt hundrað þúsund á hvert mannsbarn.

Hvað skyldi það vera á hvern vinnandi mann?

Hvað kostar hver blaðsíða í skýrslunni ef heildarreikningur nefndarinnar verður um 300 milljónir?

Er það rétt að ríkissjóður ætli að borga með hverjum starfsmanni á Bakka um 50 milljónir? Ígildi niðurfellingar á tryggingargjaldi og aðstöðu sem íslensk fyrirtæki þurfa að borga?

Allt eru þetta reyfarkenndar tölur sem þarf að ræða. Margir hefðu viljað vita um þær fyrir kosningar?

Sigurður Antonsson, 3.7.2013 kl. 23:29

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands fjölgar þeim sem búa hér á Íslandi um 16 þúsund, eða 5%, á 5 árum frá síðustu áramótum en þá bjuggu hér um 322 þúsund manns.

Um 64% Íslendinga búa á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar, og 64% af 16 þúsund eru 10.240 manns.

Og 10.240 manns á höfuðborgarsvæðinu búa í 3.400 íbúðum, miðað við að þrír búi að meðaltali í hverri íbúð, eins og í Hafnarfirði árið 2006.

Um 205.700 manns bjuggu á höfuðborgarsvæðinu um síðustu áramót og þar af 120 þúsund í Reykjavík, eða 58% af þeim sem þar búa.

Og 58% af 3.400 eru um tvö þúsund íbúðir í Reykjavík.

Lítið hefur
hins vegar verið byggt af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu frá haustinu 2008 en íbúum þar fjölgaði um 4.500 á árunum 2009-2012.

Þeir íbúar þurfa um 1.500 íbúðir, sem bætast við ofangreindar 3.400 íbúðir á árunum 2013-2017, eða samtals 4.900 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.

Og 58% af 4.900 íbúðum eru um 2.840 íbúðir í Reykjavík, jafn margar öllum íbúðum í 107 Reykjavík, Vesturbæ sunnan Hringbrautar.

"Samtök iðnaðarins hafa bent á skort á litlum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu.

Hins vegar eru vísbendingar um að sveitarfélög séu farin að breyta deiliskipulagi til að koma til móts við þörf markaðarins á minni íbúðum."

Þorsteinn Briem, 4.7.2013 kl. 03:18

14 Smámynd: Sigurður Antonsson

Mistök voru að nefna nafn Helga Seljan þegar átt er við Helga Hjörvar. Fyrrverandi formaður efnahags og viðskiptanefndar Alþingis.

Sigurður Antonsson, 4.7.2013 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband