3.7.2013 | 08:20
Þarf líka að finna skárri stað.
Kunnáttumenn vöruðu stjórnvöld sterklega við afleiðingum þess hvernig standa átti að starfsemi Íbúðalánasjóðs fyrir áratug. Á þá var ekki hlustað heldur anað áfram út í ófæruna í samræmi við gylliboðin, sem gefin höfðu verið kjósendum í kosningunum 2003.
Nú stendur til að reisa kísilver á Bakka, sem setja á beint á hættulegasta staðinn, sem hægt er að finna um þessar mundir á landinu varðandi jarðskjálfta af stærstu gerð. Verið á að standa á sjálfri aðalsprungunni.
Jarðfræðingar hafa bent á þetta og sömuleiðis það að kominn sé sá tími, sem stórskjálfti geti riðið þarna yfir hvenær sem er.
Á þá virðist ekkert vera hlustað heldur á að taka áhættuna á fullu í stað þess að huga að því, hvort hægt sé að finna skárri stað.
Það er ekki nóg að ljúka við fjármögnunina heldur gildir gamla spekin um trausta hornsteina hárra sala og að ekki skuli byggja hús á sandi, - í þessu tilfelli beint ofan á einhverja hætttulegustu jarðskjálftasprungu landins.
Jarðfærðingarnir benda líka á slæma staðsetningu sjúkrahússins, sem auðvitað er ekki síðra áhyggjuefni af augljósum ástæðum og spurning, hvort ekki þurfi aðgerðir líka í því máli.
"Þetta reddast" virðist vera afar sterk hugsun hjá okkur Íslendingum og þar með að trúa hæpnum gylliboðum og setja á Guð og gaddinn.
Fjármögnun Bakka ljúki í nóvember | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maður spýr sjálfan sig til hvers við eigum fullt af góðum og vel menntuðum sérfræðingum ef það er ekki hlustað á þá
Úrsúla Jünemann, 3.7.2013 kl. 09:27
Úrsúla. Sérfræðingarnir voru allir í vinnu hjá Íbúðalánasjóði.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.7.2013 kl. 11:21
25.6.2013:
"Nýjustu rannsóknir jarðvísindamanna sýna að aðkallandi er að gera nýtt mat á jarðskjálftavá á Norðurlandi.
Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu er til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.
Endurskoða þarf staðsetningu kísilmálmverksmiðju við Húsavík og jafnvel færa sjúkrahúsið á staðnum, að mati Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands."
"Þriðjungurinn af hreyfingunni er á Húsavíkurmisgenginu, sem menn hafa mestar áhyggjur af, og það liggur beint í gegnum Húsavík.
Það misgengi er fast, ljóst er að þar hefur safnast upp spenna í stóran skjálfta og rannsóknir staðfesta að sú spennusöfnun er enn í gangi," segir Páll og bætir við að virkasta sprungugreinin, eða misgengið, sé kennt við Skjólbrekku.
"Það er í raun í framhaldi af Húsavíkurfjalli út í sjó og á þessu misgengi eru menn að hugsa um að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka.
Það þarf að endurmeta jarðskjálftahættuna í sambandi við það."
"Skemmdir verða ekki stóralvarlegar ef upptökin eru úti í sjó en þegar fjarlægðin er orðin minni en fáeinir kílómetrar eru kraftarnir orðnir afar miklir og ófyrirsjáanlegir," segir Páll."
Endurmeta þarf staðsetningu kísilvers við Húsavík
Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 - Húsavík (pdf)
Þorsteinn Briem, 3.7.2013 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.