4.7.2013 | 00:05
Gæti verið gagnlegt að læra af öðrum þjóðum.
Eyjafjallajökulsgosið gjörbreytti undirstöðum fyrir þyrluflugi á Íslandi, sem hefur margfaldast síðan.
Hingað til lands kemur nú ríkt fólk í miklu meiri mæli en áður og er tilbúið að borga fúlgur fjár fyrir að upplifa ævintýri, og oft er fljótlegast og mest spennandi að leysa það með þyrluflugi.
Því nær sem Reykjavík hugsanlegt svæði til einstæðs þyrluflugs er, hugsanlega með lendingu á sem mögnuðustum stað, því meiri er eftirspurnin eftir því.
Þetta vandamál er ekki einskorðað við Ísland. Víða erlendis hefur þurft að rannsaka það, hvernig ferðamenn með mismunandi óskir bera sig að, og koma sanngjörnu skipulagi á ferðir og ferðamáta.
Hér á landi er slíkt á algeru frumstigi svo að ekki verður mikið lengur hægt að sitja með hendur í skauti.
Gagnlegt gæti verið að skoða reynslu annarra þjóða við að vinna úr þessu viðfangsefni.
Sem dæmi má nefna Miklagljúfursþjóðgarð í Bandaríkjunum og fleiri þjóðgarða þar.
Við suðurmörk Miklagljúfursþjóðgarðs er flugvöllur, þar sem hægt er að kaupa sér útsýnisflug og ljóst er að um það hljóta að gilda ákveðnar reglur, sem byggjast á eðli svæðisins og stærð og fjölda mismunandi ferðamannahópa og sérþarfir þeirra.
Sinna þarf þörfum sem flestra mismunandi hópa, göngufólks, hjólafólks, jeppafólks, fólks á flugvélum og fólks á þyrlum á þann hátt að óskir eins hóps bitni ekki um of á óskum annarra hópa.
Þá getur verið fróðlegt og gagnlegt að kynna sér hvernig aðrar þjóðir hafa leyst þetta viðfangsefni.
Þyrluflug verði bannað? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Útsýnisflug er líka ferðaþjónusta. Þessi ummæli sem fram koma í fréttinni eru því ansi undarleg. Það viðhorf virðist ríkt hjá sumum að vélknúin farartæki megi ekki koma nálægt ferðamannastöðum.
Guðmundur (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 04:32
Nei, við skulum ekki reyna að læra neitt af öðrum þjóðum. Ég hef tekið eftir því að við lærum bara að framkvæma það sem útlendingarnir eru búnir að sanna empírískt að virkar ekki, og einungis það.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.7.2013 kl. 14:16
Það er dágóður munur á því hvernig menn fljúga, hverju, hvenær, og hvar.
Þyrlurnar fá þarna smá pillu út af tvennu, - annað er eðlilegur hávaði, hitt er hvað sumir hverjir eru harðir í að strauja yfir fólk og híbýli.
Jón Logi (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.