Ólga og flækja, sem erfitt er að sjá fyrir endann á.

Átökin og ólgan, sem ríkir í mörgum löndum í Austurlöndum nær, sýnast líkleg til að setja mark sitt á stjórnmál þessara landa á næstu árum. Þótt á yfirborðinu kunni að sýnast, að meginstraumarnir séu annars vegar vestrænir lýðræðis- og mannréttindastraumar og hins vegar sterkir múslimskir straumar, kemur  víða í ljós að ástandið er mun flóknara.

Ástandið í Sýrlandi er gott dæmi um þetta. Þar sýndist í fyrstu um að ræða tvö heildstæð öfl, sem tókust á, annars vegar alræðisstjórn Assads og hins vegar uppreisnarmenn gegn valdum hans.

En síðan hefur komið í ljós að staðan er mun flóknari og sama gæti verið að gerast í Egyptalandi.

Veldur þar einkum sundurþykkja í andstæðum fylkingum.

Allt frá tímum Rómarkeisara hefur Egyptaland verið lykilríki á þessum slóðum vegna staðsetningar sinnar á mótum Afríku og Asíu og nálægðar við Vesturlönd og Ísrael og þannig mun það verða áfram í fyrirsjáanlegri framtíð.  


mbl.is Mansour nýr leiðtogi Egypta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband