Kaldastríðsbragur á umræðunni.

Allt frá hernámi Íslands 10 maí 1940 þar til herinn fór 2006 var hermálið heitasta deilumálið á Íslandi og litað af Kalda stríðinu. Annar hópurinn leitaðist við að finna NATO og Vesturveldunum allt til foráttu en hinn hópurinn var með kommúnistaríkin og slæmt ástandið þar á heilanum. 

Nú er svo að sjá að umræðan um Evrópu og tengsl Íslendinga við hana sé að fá á sig svipaðan blæ og lita umræðuna svipuðum brag og var á Kaldastríðsumræðunni.

Að hluta til hefur þessi mikla Evrópuumræða snúist upp í það að Evrópa sé hræðileg en Bandaríkin og Kanada dásamleg og að við eigum að leita í vesturveg um samstarf og fyrirmyndir.  

Andstæðu pólarnir ESB og BNA hafa tekið við af Bandaríkjunum og Sovétríkjunum.  

Þegar íslenskt hvalkjöt er hrakið frá Evrópu til Íslands snýst umræðan öll um það hvað Evrópa sé vond við okkur á allan hátt, smáan og stóran, og að þetta sé bara eitt dæmi um það.

Ef þetta er rétt mætti ætla að málið myndi leysast farsællega með því að við leituðum til Bandaríkjamanna um flutningana á hvalkjötinu eins og um aðrar æskilega samvinnu sem Evrópa neitar okkur um.

Á þann möguleika minnast menn hins vegar ekki, eins ákjósanlegur og hann kann að virðast, miðað við það hvað Evrópa á að vera vond og Ameríka góð.  

Það passar ekki inn í hina nýja Kaldastríðsbrag sem er á umræðunni.  


mbl.is Eimskip hefur ekki flutt hvalkjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 12.7.2013 kl. 15:19

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er 80% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.

Það er nú allt fullveldið.


Og teljið nú upp fyrir mig þá íslensku stjórnmálaflokka sem vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Þorsteinn Briem, 12.7.2013 kl. 15:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar hér, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 12.7.2013 kl. 15:25

4 identicon

Eins og fram kemur í þessari frétt eru viðskipti með vill dýr sem njóta verndar alvarlegt mál í Bandaríkjunum. http://www.fws.gov/news/ShowNews.cfm?ID=CECA56C8-DDDB-1B97-6E668EF6C32F60D8

“Our message is clear and simple: The internet is not an open marketplace for protected species,” said Edward Grace, the Service’s Deputy Assistant Director for Law Enforcement. “State partners and our ASEAN-WEN counterparts were essential to the success of this operation, and that cooperation remains critical to disrupting wildlife trafficking on the Web and elsewhere.”

Ennfremur segir í fréttatilkynningu US Fish and Wildlife Service þakki samtökum á borð við Humane Society of the United States, International Fund for Animal Welfare fyrir veitta aðstoð. Fulltrúi hinna síðar nefndu hér á landi er Sigursteinn Másson.

Hætt við að ef Hvalur hf reynir að fara vestur leiðina yrði tekið mun harðar á málum - ef upp kæmist - en gert er í aðildarríkjum ESB.

Árni Finnsson (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 15:50

5 identicon

Ef Kristján Loftsson  vildi græða á þessari útgerð, þá ætti hann að gera hvalveiðistöðina að safni og nýta skipin í hvalaskoðunarferðir.

Málið er einfaldlega að hann er eins og Bjartur í Sumarhúsum. Hann lætur engan segja sér fyrir verkum.

Jóhann (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 15:55

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.7.2013 (í dag):

"Fylgi Framsóknarflokksins hefur verið í frjálsu falli frá þingkosningunum í vor.

Samkvæmt reglulegum fylgiskönnunum MMR hefur fylgi flokksins minnkað jafnt og þétt og mælist nú ekki nema 16,7% [sem er litlu meira fylgi en Samfylkingin, Vinstri grænir og Björt framtíð hafa nú hver fyrir sig, samkvæmt könnuninni].

Og það er um 8% minna fylgi en Framsóknarflokkurinn fékk í kosningunum 27. apríl síðastliðinn."

"Píratar mælast nú með 8,4% fylgi, sem er rúmlega 3% meira en flokkurinn fékk í kosningunum og einungis tvisvar sinnum fleiri myndu kjósa Framsóknarflokkinn en Pírata ef nú væri gengið til kosninga."

"Stjórnarflokkarnir tveir fá ekki stuðning meirihluta landsmanna, eða samanlagt 46,4%, samkvæmt könnuninni."

Fylgi Framsóknarflokksins í frjálsu falli en vill að Íslandi sé stjórnað samkvæmt skoðanakönnunum

Þorsteinn Briem, 12.7.2013 kl. 18:10

7 identicon

Hvernig væri nú að selja okkur íslendingum ketið, allavegann einhvern part af því. Herramanns matur, hvalket!

Bjarni (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband