Hvernig voru ekki sumrin 1940 og 1955 ?

Rigningin í sumar verður að færast verulega í aukana til þess að nálgast það sem ríkti rigningarsumarið mikla 1955.  Og ekki var sumarið 1940 heldur gott. 

Í óveðri 29. júní það sumar slitnuðu skip upp og strönduðu, meðal annars breska herskipið Argus, nýkomið til landsins vegna hernámsins.

Það birti ekki almennilega upp fyrr en 6. október.

Sumarið 1955 var jafnvel enn verra á sunnanverðu landinu. En þá, rétt eins og nú, var eindæma veðurblíða sunnar í Evrópu, og í Danmörku hafði annað eins ekki gerst í mörg ár.

Ég var svo heppinn þá að vera í veðurblíðunni í Kaupmannahöfn þær sex vikur sem rigningartíðin var mest heima.

Nú hefur fólk meiri tækifæri til að flýja rigninguna og þarf ekki einu sinni að skreppa til útlanda, heldur rúlla eða fljúga norður og austur til að njóta sólar og yls þar. 


mbl.is Áframhaldandi úrkoma út júlímánuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á sumrin ætíð suddi hér,
sunnlendingur grætur,
en heimsins dætur hlýja mér,
í hörku sumarnætur.

Þorsteinn Briem, 15.7.2013 kl. 18:06

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Líklega muna fleiri núlifandi eftir sumrinu 1983 - þá gaf aðeins einn sólardag hér á SV horninu.  Þann 12. júlí, ef mig misminnir ekki.

Kolbrún Hilmars, 15.7.2013 kl. 18:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið [2012] var sérlega sólríkt bæði suðvestanlands og á Norðurlandi.

Sólskinsstundir mældust 1587 í Reykjavík á árinu og hafa aðeins einu sinni mælst fleiri en það var árið 1924.

Þetta var þrettánda árið í röð þegar sólskinsstundafjöldi er yfir meðallagi áranna 1961 til 1990.

Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 1415 og hafa aldrei mælst fleiri á einu ári.

Þetta er nærri 140 stundum meira en áður hefur mest mælst á einu ári á Akureyri."

Tíðarfar árið 2012 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 15.7.2013 kl. 19:11

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sólskinsstundirnar voru sem sagt 172 færri á Akureyri en í Reykjavík árið 2012, enda þótt þær hafi verið nærri 140 stundum fleiri en áður hefur mest mælst á einu ári á Akureyri.

Þorsteinn Briem, 15.7.2013 kl. 19:36

5 identicon

...Gaman að þessu. Ekki veit ég hvernig Sólskinsstundir eru mældar nákvæmlega,..en er þó viss um að Hnattstaða og Landslag spilar þar inn í.

Ég er viss um að það eru ekki alltaf margar Sólarstundirnar á Seyðisfirði, þó oft sé besta Veðrið þar sem og á Norðfirði, jafnvel Eskifirði ... en veit að það eru örugglega fleiri Sólarstundir á sama tíma á Egilsstöðum,.. þó Hnattstaða sé svipuð í því tilfelli,.. en þar spilar Landslag inn í.

Vissi heldur ekki að gott veður væri mælt í Sólarstundum.Gott veður er afstætt.

Það er ekkert óvanalegt að Suðlægar áttir ( Sunnan, Suðvestan, Suðaustan) séu Ríkjandi á Íslandi yfir Sumarið. Þetta er ekki fyrsta Sumarið og ekki það síðasta.

Hef aldrei skilið þennan grátur vegna veðurs ,því þannig háttar á Íslandi að það er yfirleitt ekki nema um 4-5 klst akstur í annað veður. Ef rigningin er ekki góð,.. þá er örugglega hægt að finna öðruvísi veður...

Bkv. úr tæplega 50°hita... :) dag eftir dag... :)

Davið Heiðar Hansson (IP-tala skráð) 15.7.2013 kl. 21:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gott veður getur að sjálfsögðu verið á austfirskum heimilum, enda þótt lítið sé þar sólskinið, eins og dæmin sanna.

Þorsteinn Briem, 15.7.2013 kl. 22:11

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Trausti Jónsson veðurfræðingur um veðurfar hér á Íslandi árið 2012:

"Árið [2012] var mjög hlýtt, sérstaklega um landið vestanvert.

Ekkert lát virðist vera á hlýindunum miklu sem hófust skömmu fyrir aldamót.
"

"Í Reykjavík er árið það sautjánda í óslitinni röð ára þar sem árshitinn er yfir meðallagi og það fjórtánda á Akureyri.

Meðalhitinn í Reykjavík var 5,5 stig, sem er um 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 og í meðallagi sé miðað við árin 2001 til 2010."

Á Akureyri
var meðalhitinn 4,3 stig, sem er 1,1 stigi ofan meðallags.

Tíðarfar hér á Íslandi árið 2012 - Trausti Jónsson veðurfræðingur

Þorsteinn Briem, 15.7.2013 kl. 22:22

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalhitinn var sem sagt 1,2 stigum lægri á Akureyri en í Reykjavík árið 2012.

Og meðalhitinn árin 1961-1990 var 4,3 stig í Reykjavík en 3,2 stig á Akureyri.

Þorsteinn Briem, 15.7.2013 kl. 22:37

9 identicon

... Engin ný Vísindi að Hitastigið Norðan og Austan Heiða sveiflast meira en í Reykjavík.. Ergo bæði miklu Heitara og Kaldara..

Heldur engin ný Vísindi að Sólarstundir á Norðfirði t.d. er 0 frá Desember til loka Janúar... Fjöllin Austan, Sunnan og Vestan ( (: ) við Reykjavík ekkert sérstaklega Há... Esjan skiptir minna máli þar sem hún er Norður af Reykjavík...

Bý í Eyðimörk og þar eru nú tæpar 50¨.... væri til í Hressandi Rigningu og Rok... :)

Bkv.. :)

Davið Heiðar Hansson (IP-tala skráð) 15.7.2013 kl. 23:35

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Meðalhiti mældist 9,9 stig í Reykjavík [í júní síðastliðnum], sem er 0,9 stigum ofan meðaltals áranna 1961 til 1990 en 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu júnímánaða.

Júní 2011 var þó kaldari
en nú.

Óvenjuhlýtt var á Akureyri
, meðalhitinn mældist 11,4 stig og hefur ekki verið svo hár í júní síðan 1953, eða í 60 ár.

Frá því að samfelldar mælingar hófust á Akureyri 1881 hefur meðalhiti í júní verið hærri aðeins fimm sinnum.

Einnig var óvenjuhlýtt um landið austanvert sem og á hálendinu.
Meðalhiti á Höfn í Hornafirði mældist 10,1 stig og 7,3 á Hveravöllum."

Tíðarfar í júní 2013 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 16.7.2013 kl. 14:35

13 identicon

1983 var ferlegt bleytusumar á Suðurlandi. Það sumar var ég með það hobbý að halda veðurskýrslur, og hvar ég bjó, voru 25 úrkomudagar bæði í Júlí og Ágúst. Það var smá glompa í kring um verslunarmannahelgina.
Þar sem ég vann í heyskap, má segja að það hafi bjargað málinu hversu kalt var, og þar af leiðandi spretta hæg, - og svo mjög góður September.
1984 var ekkert betra. Meiri úrkoma ef eitthvað var, og talsvert hlýrra, þannig að hey í múgum gat legið undir skemmdum. Svo rigndi það haust alveg út í eitt.
En margir þeir sem muna fá hroll yfir sumrinu '55.

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.7.2013 kl. 18:39

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Inn Eyjafjörðinn kemur oft ískaldur vindur norðan úr ballarhafi og víða á Tröllaskaganum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar er ekkert sólskin mánuðum saman á veturna vegna hárra fjalla, líkt og til að mynda á Ísafirði.

Þar sést ekki til sólar frá því seint í nóvember til 25. janúar, sem fagnað er með sólarkaffi og rjómapönnukökum.

En á Fjalli í Kolbeinsdal í Skagafirði sést sólin ekki í rúmlega 5 mánuði (154 daga) og í Baugaseli í Barkárdal, inn úr Hörgárdal í Eyjafirði, er sólarlaust í tæplega 5 mánuði en í Hvammi í Hjaltadal í Skagafirði sést ekki til sólar í fjóra og hálfan mánuð (135 daga).

Í Syðra-Firði í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu sést hins vegar ekki til sólar í rúmlega 5 mánuði, um 160 daga, og hann er sá bær hér á Íslandi sem er lengst í skugga ár hvert.

En Eiríkur Eiríksson bóndi í Syðra-Firði orti:

Mikaels- frá messudegi,
miðrar Góu til,
sólin ekki í Syðra-Firði,
sést það tímabil.

En að þreyja í þessum skugga,
þykir mörgum hart,
samt er á mínum sálarglugga,
sæmilega bjart.

Mikjálsmessa höfuðengils er 29. september og mið Góa 4.-10. mars.

Gríðarleg snjókoma er einnig oft við Eyjafjörð
, eins og til dæmis á Dalvík síðastliðinn vetur, þar sem jafnvel Þór Saari gnæfði yfir ljósastaura.

Og að sjálfsögðu er oft kalt í veðri hér á Íslandi, enda þótt sólskin sé á sama tíma, svokallað gluggaveður.

En sumum Íslendingum þykir hitinn óþægilega mikill þegar hann fer rétt yfir 20 stig, mörgum þykir rigningin góð og slagviðrið hressandi.

Eins þykir flestum erlendum ferðamönnum gott að koma hingað á sumrin úr gríðarlegum hita og sterku sólskini á þeirra heimaslóðum.

Margur Mörlandinn er á hinn bóginn lengi að jafna sig á jafnvel 20 stiga meiri hita erlendis þegar hann fer út fyrir landsteinana á sumrin.

Mun kaldara
er hins vegar á veturna víða erlendis og jafnvel mun meiri snjókoma en hér á Íslandi, til að mynda á meginlandi Evrópu og í Norður-Ameríku.

Veðurklúbburinn á Dalvík
er aftur á móti eins og gullfiskur með Alzheimer, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn, og þykir því betra að gera veðurspár en tíunda jafnvel nýliðið veðurfar.

Og miklir eru þeir vesalingar sem gapa um vont tíðarfar á Suðurlandi nú í sumar
, að sunnlenskum bændum undanskildum en þeir brynna músum í öllu tíðarfari.

Þorsteinn Briem, 19.7.2013 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband