Þar sem húsin eru númerslaus eða í ruglingi.

Ég veit ekki hvort það er svo mikill munur á því að götur séu nafnlausar eins og í Kabúl eða að húsin séu númerslaus eins og sífellt virðist færast í vöxt hér á landi. .

Þegar ég var alast upp var það undantekning ef það vantaði númer á hús. Í Reykjavík voru oddatölur vinstra megin en jafnar tölur hægra megin, ef ekið var eða gengið í átt til hækkandi númera

Fyrir austan Kvos og Tjörn var talið í austur, en fyrir vestan í vestur.

Nú ekur maður um fjölda gatna í Reykjavík og nágrannabæjum þar sem húsnúmer eru á stangli og vantar stundum númer á heilu húsaraðirnar.

Ég er hættur að geta talið allar þær mismunandi aðferðir sem notaðar eru til að raða númerunum á húsin, oft svo ruglingslega að samliggjandi tölur geta verið langt frá hvor annarri í annarri götu, sem í ljós kemur að er samt sama gatan.

Engu er líkara en að það sé ætlast til að allir viti án nokkurra upplýsinga um það hvar öll hús eru og hverjir búa í þeim.

Þetta er einstaklega bagalegt vegna þess að í símaskránni er greint frá því hvaða númer eru á húsum, en þegar komið er á staðinn vantar þau alveg.

Þetta minnir mig á skondið atvik á Hellissandi fyrir rúmum 20 árum. Árekstur varð á einstefnugötu og átti að dæma þann bílstjórann í órétti sem varaði sig ekki á því að hinn bílstjórinn kom í veg fyrir hann á móti einstefnunni.

Rökstuðningurinn fyrir úrskurðinum var sá að það færi enginn þarna eftir einstefnumerkinu !

Það hefði meintur óréttis-bílstjóri átt að vita eða gera ráð fyrir.

Hann var hins vegar frá Stykkishólmi og vissi þetta ekki, en sú mótbára hans var að engu höfð.

Ég tók af þessu myndir fyrir Stöð 2 og hugðist gera um þetta frétt.

En þegar ég fór að tala við málsaðila brá svo við að úrskurðinum var snarlega breytt á síðustu stundu áður en fréttin átti að birtast og ég grátbeðinn um að kippa henni til baka, sem ég og gerði.


mbl.is Þar sem göturnar eru nafnlausar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var Napóleón Bonabarte sem fattaði upp á því að númera hús við götur með sléttum tölum versus ójöfnum. Ótrúlegt en satt, þá hafði sá merki maður tíma til að pæla í slíkum hlutum.

Hildur Helga Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.7.2013 kl. 23:52

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Á Akureyri eru skringileg húsnúmerakerfi ekkert óalgeng. Margar götur hér- einkum þær eldri hafa allsérstætt númerakerfi, nefni sem dæmi Gránufélagsgötu á Oddeyrinni þar sem hús númer 39-43 eru staðsett á milli 27 og 29 og Byggðaveg og Þórunnarstræti þar sem neðstu hús eru númer 84 og 81.

Ég skrifaði um þetta færslu fyrir nokkrum árum síðan...http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/908076/

Arnór Bliki Hallmundsson, 16.7.2013 kl. 12:21

3 identicon

Í Japan skilst mér að húsin fái númer þegar þau byggjast, þá geti hús 1 þess vegna verið við hliðina á 54. Í Þýskalandi, alla vega Berlín, þá byrjar númeraröðin við upphaf götunnar, fer inn hana og kemur svo til baka.

Sverrir (IP-tala skráð) 16.7.2013 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband