16.7.2013 | 07:55
Lítil dæmisaga um dauðaorsök.
Maður, sem stundaði frjálsiþróttir sér til gamans, fékk krabbamein árið 2007.
Talið var þá að viðeigandi "mótvægisaðgerðir", lyfja- og geislameðferð, gæfu góðan von um bata, og var hann þegar settur í slíka meðferð, sem bar góðan árangur.
Í fyrravetur varð hann hins vegar veikur og lést í vor, sex árum eftir meðferðina, aðeins 49 ára að aldri. Eitt af einkennum sjúkdómsins var það, að húðlitur mannsins breyttist úr sólbrúnum í öskugráan og meðallíkamshitinn lækkaði um 1-2 stig.
Nú hefur komið fram við rannsókn, að líkamlegu atgerfi hans fór að hraka árið 1998 þegar hann var 34 ára að aldri.
Þetta sést á árangri hans í spretthlaupum sem byrjaði að hraka að marki 1998 eftir að hafa verið nokkuð stöðugur fram að því.
Rýrnunin hófst áður en hann fékk krabbameinið.
Samkvæmt þeim staðli um árangur krabbameinsmeðferða, sem beitt er varðandi þá tegund krabbameins, sem dró manninn til dauða, er talið að lækning heppnist, takist að halda viðkomandi sjúklingi á lífi í fimm ár eftir að hann fær meðferðina.
Maðurinn llfði í sex ár eftir meðferðina og í meira en fimm ár áður en nokkur einkenni um krabbamein kæmu fram, og telst lækningin því hafa heppnast.
Málið dautt, - en maðurinn reyndar líka.
Hann dó úr elli, - að vísu um aldur fram.
Rýrnunin hófst fyrir virkjunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, það er vanmetið fyrirbæri.... að deyja úr elli fyrir aldur fram
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.7.2013 kl. 10:47
Ég skil ekki samlíkinguna hjá þér, Ómar. En það þarf augljóslega eitthvað að gera þegar botninn er dottinn úr áróðursstríði virkjanaandstæðinga og Roof. Þetta upphlaup sem varð út af silungsveiði í Lagarfljóti var, auk þess að vera byggt á hæpnum forsendum, svo gjörsamlega úr öllu jafnvægi. Það var til dæmis aldrei spurt um þær tekjur sem af veiðinni höfðu verið á undangengnum árum. Þær upplýsingar eru þó til.
Skúli Víkingsson, 16.7.2013 kl. 11:15
"Tap Alcoa [móðurfélags Fjarðaáls í Reyðarfirði] jókst á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra.
Aukningin á tapinu er til komin vegna lægra álverðs, samdrætti í framleiðslugetu fyrirtækisins og könnunar bandarískra yfirvalda á mútugreiðslum félagsins utan Bandaríkjanna.
Álframleiðandinn segir að tapið hafi hafi numið 119 milljónum dollara, eða 15 milljörðum íslenskra króna."
"Álverð hefur farið lækkandi undanfarna mánuði, meðal annars vegna offramboðs á áli.
Í ársbyrjun kostaði tonn af áli 2.100 dollara en kostar nú aðeins 1.740 dollara í málmkauphöllinni í London [sem er 17% verðlækkun á þessu ári, 2013].
Og Alcoa hefur undanfarið dregið mjög úr framleiðslu sinni."
Tap Alcoa eykst á milli ára
"Eitthvað annað" arðbærara en álið
Þorsteinn Briem, 16.7.2013 kl. 12:58
"Eyjabakkasvæðið er á margan hátt sambærilegt við Þjórsárver við Hofsjökul og eru bæði talin með merkustu hálendisvinjum Íslands.
Sá er þó munurinn að Þjórsárver hafa verið friðlýst um aldur og ævi en Eyjabakkar dæmdir til að kaffærast í jökullóni Fljótsdalsvirkjunar."
Dagbókarslitur af heiðum og hálendi - Matthías Johannessen fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins
Þorsteinn Briem, 16.7.2013 kl. 13:03
Rekstrartekjur Landsvirkjunar voru 6,5% minni árið 2012 en 2011, "sem að hluta má rekja til lækkandi álverðs," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar 2008.
Þorsteinn Briem, 16.7.2013 kl. 13:11
Aldrei Skúli átti vit,
ekki getur grynnkað,
enginn þó er á því bit,
að eistun hafi minnkað.
Þorsteinn Briem, 16.7.2013 kl. 13:51
Steini Briem hvað kemur þetta greininni hans Ómars við, held þú ættir að fara að hvíla skrifin þín ert óþolandi.
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.7.2013 kl. 16:04
Gunnlaugur,
Þú ert sem sagt nauðbeygður til að lesa allar athugasemdir á annarra manna bloggum.
Það er mér hins vegar mikil ánægja að margflengdir hægriöfgasinnaðir vesalingar og nafnleysingjar eins og þú skuli leggja það á sig og þykja það hið versta mál.
Þetta blogg Ómars Ragnarssonar er um krabbamein og ég birti hér alls kyns fróðleik um það.
Þorsteinn Briem, 16.7.2013 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.