Hótanir Breta bitu ekki 1952.

Þegar Íslendingar færðu landhelgina úr í 3 í 4 mílur 1952 og lokuðu flóum og fjörðum hótuðu Bretar löndunarbanni á íslenskan fisk í Bretlandi.

Þeir voru sannfærðir um að hótunin myndi hrífa, því að langstærstu hluti útflutnings Íslendinga fór til Bretlands.

En þeir misreiknuðu sig því að Íslendingar sneru sér til austantjaldslandanna, einkum Rússa, um vöruskipti með fisk en keyptu ýmsar iðnaðarvörur í staðinn. Dæmi um þetta voru Prins Póló, Rússajepparnir og Trabant.

Dawson nokkur rauf smá gat á löndunarbannið og skipti svo sem ekki miklu máli, því að það virkaði ekki.

Nú eru viðskipti með vörur auðveldari en fyrir 60 árum og hótanir vegna makríldeilunnar munu því varla virka meira en vegna þorsksins 1952.


mbl.is Hótanir ESB eru öfugverkandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ætli 50% tollur á fiskafurðir mundi ekki virka fljótt og vel ? .....

Níels A. Ársælsson., 16.7.2013 kl. 17:42

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er nú meira en að segja það að selja allar sjávarafurðir héðan frá Íslandi til annarra landa en Evrópusambandsríkjanna, þar sem þau hafa lengi verið langstærsti markaður okkar Íslendinga fyrir sjávarafurðir.

Bretar eru hins vegar í erfiðri stöðu í þessu máli
, þar sem þeir vinna mikið af óunnum fiski sem þeir hafa keypt héðan frá Íslandi.

Og tæpast yrðu þeir Íslendingar hrifnir sem selt hafa Bretum óunninn fisk.

Þorsteinn Briem, 16.7.2013 kl. 18:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fái Evrópusambandsríkin ekki lengur óunninn íslenskan fisk missa þúsundir Skota og Englendinga vinnuna.

26.8.2010:


"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.

Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."

Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns

Þorsteinn Briem, 16.7.2013 kl. 18:07

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst núverandi ríkisstjórn ansi brött í mörgu og þeir fari nokkuð frjálslega með valdið án þess að hafa ráðfært sig við sérfræðinga hvað þá þjóðina.

Fyllsta ástæða er að fara varlega og fara að engu óðslega. Mér sýnist skilaboðin sem þessir ráðherrar þessarar ríkisstjórnar vera þannig að reynt sé að mála sig út í horn.

Guðjón Sigþór Jensson, 16.7.2013 kl. 18:12

5 identicon

Einn til Níels, - 50% tollur væri gjörbrot á EES samninginn, myndi bara virka í Evrópu, og gæfi okkur möguleika á að gera slíkt sama..
Mér finnst svo Guðjón, að ESB fari býsna frjálslega með valdið á þessari beitarskepnu sem flutt er að landinu í gríðar magni, og hefur mikil áhrif á lífríkið.
Rétt er hjá Ómari, að svona hótunartónn heldur ekki, - nema einhver vilji meina það að það hafi stórskaðað okkur að fara úr 3 mílum í 200...fuss og svei!!

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.7.2013 kl. 18:33

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumir hafa greinilega gleymt að fletta almanakinu frá árinu 1952.

Um 84% af öllum útflutningi okkar Íslendinga voru seld til Evrópska efnahagssvæðisins árið 2009, þar af um 80% af öllum sjávarafurðum okkar og 90% af öllum iðnaðarvörum.

Og um 70% af erlendum ferðamönnum sem dvelja hér á Íslandi eru búsettir á Evrópska efnahagssvæðinu en á því svæði eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.

Lífskjör hér á Íslandi myndu einfaldlega hrynja strax
ef við Íslendingar gætum nú ekki lengur selt sjávarafurðir til Evrópusambandsríkjanna og þar að auki greiða þau hæsta verðið fyrir íslenskar sávarafurðir.

Og fái Evrópusambandsríkin ekki lengur íslenskar sjávarafurðir hækkar þar verulega verð á öðrum sjávarafurðum og evrópskir neytendur yrðu að sjálfsögðu engan veginn hrifnir af því.

Evrópusambandsríkin þyrftu þá að kaupa sjávarafurðir frá öðrum löndum en Íslandi og verð á þeim, til dæmis frá Noregi, myndi hækka verulega og Norðmenn eru okkar helstu keppinautar í sölu á sjávarafurðum.

Í Evrópusambandsríkjunum býr um hálfur milljarður manna sem neytir árlega um tólf milljóna tonna af sjávarafurðum og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

Og við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu.

Afli íslenskra skipa og Evrópusambandsríkjanna árið 2005


Þar að auki eru nú lágir tollar á íslenskum sjávarafurðum í Evrópusambandsríkjunum, eða 650 milljónir íslenskra króna árið 2008.

En það er sami gorgeirinn í sumum Skotum og Íslendingum, enda þjóðirnar náskyldar.

Um 65% af öllum innflutningi okkar Íslendinga var keyptur frá Evrópska efnahagssvæðinu árið 2009 og þá voru um 84% af öllum útflutningi okkar seld þangað.

Þorsteinn Briem, 16.7.2013 kl. 19:23

7 identicon

Og hvar ætlar þá esb að kaupa sjávarfang? Auka veiðina hjá sér, hahahahaha.

Skotarnir greyin misstu svo mikið af sínu sjávarfangi til eb '72 eða svo. Þar sem að bretar "misstu" íslandsmið meira og minna '72-'76 gengu þeir bónleiðir til brusselbúða til að fá leiðréttingu.

ég held að mesti gorgeir íslendinga sé sá að halda það að þarna hjá esb fáum við bara flotta samninga, - og svo er það and-geirinn með það að forðast það að horfa með einhverju stolti á árangur þorskastríðanna.

Almanök sögunnar 1972-1976 eru all-merkileg.

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.7.2013 kl. 20:59

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reyndu nú að lesa það sem ég birti hér áður en þú hyrjar að gapa um það, Jón Logi.

Hvað skrifaði ég hér að ofan?!

Evrópusambandsríkin þyrftu þá að kaupa meira af sjávarafurðum frá öðrum löndum en Íslandi, verð á þeim sjávarafurðum, til dæmis frá Noregi, myndi því hækka verulega og Norðmenn eru okkar helstu keppinautar í sölu á sjávarafurðum."

Þorsteinn Briem, 16.7.2013 kl. 21:21

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Afli skipa sem veiða í Norðursjó hefur minnkað mikið undanfarna áratugi, rétt eins og íslensk fiskiskip hafa veitt mun minna af til dæmis þorski, loðnu og rækju en áður.

Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu en þær stærstu eru nú Danmörk, Spánn, Bretland og Frakkland.

Stór hluti af afla spænskra skipa kemur hins vegar úr Miðjarðarhafinu.

Þorsteinn Briem, 16.7.2013 kl. 21:27

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frakkland stofnaði ásamt fleiri ríkjum Efnahagsbandalag Evrópu (EEC) árið 1957. Bretland og Danmörk fengu aðild að Efnahagsbandalaginu árið 1973 en Spánn og Portúgal árið 1986.

Afli breskra skipa var um 50% minni árið 2007 en 1973, um 1,2 milljónir tonna árið 1973 en um 600 þúsund tonn árið 2007.

Afli danskra skipa var einnig um 50% minni árið 2007 en 1973, um 1,4 milljónir tonna árið 1973 en um 700 þúsund tonn árið 2007.

Afli spænskra skipa var um 33% minni árið 2007 en 1986, um 1,2 milljónir tonna árið 1986 en um 800 þúsund tonn árið 2007.

Afli franskra skipa var um 30% minni árið 2007 en 1957, um 700 þúsund tonn árið 1957 en um 500 þúsund tonn árið 2007.

Afli portúgalskra skipa var um 40% minni árið 2007 en 1986, um 400 þúsund tonn árið 1986 en um 250 þúsund tonn árið 2007.

FAO - Fiskafli árið 2007 - Country Profiles 24.6.2010

Þorsteinn Briem, 16.7.2013 kl. 21:33

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu og Evrópusambandsríkin fá sinn fisk af Íslandsmiðum, bæði unninn og óunninn, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn.

Og evrópskir neytendur greiða nú að sjálfsögðu allan kostnað við veiðar á þeim fiski sem þeir kaupa héðan frá Íslandi, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópuríkjum.

Þar að auki er íslensk útgerð og fiskvinnsla mun betur rekin en annarra Evrópuríkja.

Og fyrirtæki í öðrum löndum geta nú þegar keypt hlut í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum en hafa sáralítið gert af því.

Frá því Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssæðinu árið 1994 hefur
Samherji hins vegar tekið þátt í sjávarútvegi í öðrum löndum, bæði eitt sér og í samstarfi við önnur fyrirtæki.

"
Samherji á hlut í og tekur þátt í rekstri fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækja í Færeyjum, Póllandi, Bretlandi og Þýskalandi o
g erlend starfsemi er um 70% af heildarstarfsemi fyrirtækisins."

Og við Íslendingar tökum nú þegar upp meira en 80% af þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíar taka upp, án þess að við tökum nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.


Þar að auki vill enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 16.7.2013 kl. 22:24

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar hér, mun lægri vöxtum og stórlækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 16.7.2013 kl. 22:34

13 identicon

allir komnir í boltann og haga sér eins og spunameistarar vilja. hverjir eiga útgerðarfélögin sem eru t.d. í viðskiftum við Landsbankann? Er það kanski mafían í Rússlandi? Þessu hefur ekki verið svarað en skuldunum varpað á almenning. Áður fyrr sögðust bretar hafa sögulegann rétt á að fiska í okkar landhelgi. Núna vilja stjórnvöld meina að vissir menn hafi þann rétt. Brátt munu þeir segja að tap vegna aðgengis að mörkuðum eigi að falla á almenning, eins og þeir gerðu með spilaskuldir vissra manna. Er ekki rétt að stoppa og fá svör um "fyrir hverja" áður en stillt er upp til orustu.

þþ (IP-tala skráð) 16.7.2013 kl. 23:12

14 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ekki ætla ég að þrúa því að þú Ómar og þínir ágætu gestir sjái engann mun á ESB nú og deilum við Breta í báðum stækkununum á landhelginni?

Við vorum með oggupogguPÍNULÍTINN bandamann í okkar horni þá, alheimsveldi BNA, einnig þekkt sem USA.

Nú erum við bara frekjur á lítill eyju útí ballarhafi.

N.B. þeir sem vilja nú "af með hausinn" eru einmitt þegnar "brezka heimsveldisins" (fyrrverandi).... nefnilega Skotar.

Óskar Guðmundsson, 16.7.2013 kl. 23:47

15 identicon

Við yrðum ekki "langstærsta" fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu, en kannski stærst, - þar sem m.a. Spánverjar hafa lýst því yfir að þeir samþykki alls ekki inngöngu Íslands án veiðiréttinda á Íslandsmiðum.
Kannski....fer eftir því hvað eftirgjöfin þarf að vera mikil, og sú ákvörðun verður á endanum tekin í Brussel.
Landhelgisdeilurnar og 200 mílurnar gerðu okkur að 3ju stærstu fiskveiðiþjóð í Evrópu, og merkilega nokk, á endanum þeirri stærstu m.v. ESB. Þeir misstu, og við náðum.
Og svo sneiðin mín, - "Og hvar ætlar þá esb að kaupa sjávarfang? Auka veiðina hjá sér, hahahahaha.", - sem kallaði á mikinn langhund, - hún er greinilega enn óskilinn, svo að best er að útskýra.
Altso, - sjávarfang heimsins er ekki framleiðsla, og eingöngu hægt að auka til skamms tíma, á kostnað síðari tima. Með löndunarbanni á t.a.m. einhverjum tegundum af fiski myndast tómarúm á markaði, - lesist verðhækkun. Örugglega vinsælt í ESB.
En...þetta er hótun. "Ef þú snertir skepnurnar sem er í hagabeit hjá þér umfram það sem ÉG ákveð, þá færðu sko á baukinn, - ÉG hætti þá að kaupa það sem vantar af þér"

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 10:31

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hafa ber í huga ólíkar aðstæður 1950 og 2013.

það var allt með öðrum blæ og öðru sniði 1950. Sem sést m.a. á því að þá gátu menn snúið sér að nokkurskonar vöruskiptum við Rússa rétt si sona.

Þetta var svo notað til að fá Nató inná sviðið. Ísland ætlaði bara að plata menn fram og til baka. Engin prinsipp, engin hugsjón.

En hitt er svo annað, að 1950 þá fylgdi Ísland eftir alþjóðlegri þróun. Þróunin alþjóðlega varðandi sjóinn var í þessa átt. Þ.e. stækkun landhelgi og/eða efnahagslögsögu og mengunarlögsögu.

Td. höfðu Norðmenn unnið mál fyrir dómsstólnum í Haag gegn Bretum varðandi útfærslu Norðmanna á vissum svæðum.

Ok. Mér finnst vanta þetta fordæmi og/eða þróun alþjóðlega varðandi makrílinn.

Fyrir mér lítur framferði Íslands út eins algjörlega útúr kú.

Það er ekkert spurningin um hvort Ísland megi veiða makríl.

Spurningin er hvort réttlætanlegt og sanngjarnt sé að Ísland veiði svo mikinn makríl.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.7.2013 kl. 10:55

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. þetta með að Evrópa ,,verði" að fá fisk frá Íslandi - það er náttúrulega mýta.

Því viðvíkjandi er nóg að hafa í huga íslenska orðatiltækið: Það er enginn ómissandi.

Þetta er alveg afbragðs máltæki. Enginn ómissandi.

Oft höldum við, að í núinu sé hitt og þetta ómissandi og verði að vera með ákveðnum hætti.

Það er misskilningur sem margoft hefur verið afsannað. Það er enginn og ekkert ómissandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.7.2013 kl. 11:11

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandsríkin verða að sjálfsögðu ekki að kaupa sjávarafurðir héðan frá Íslandi en þau myndu að sjálfsögðu kaupa meira af sjávarafurðum frá öðrum ríkjum ef þau gætu ekki eða vildu ekki lengur kaupa íslenskar sjávarafurðir.

Þorsteinn Briem, 17.7.2013 kl. 13:58

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það breytir engu í þessu samhengi hvað fyrrverandi spænskur ráðherra sagði fyrir nokkrum árum um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa ekki veitt úr staðbundnum fiskistofnum hér við Ísland síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta úr staðbundnum fiskistofnum á Íslandsmiðum, enda þótt Ísland fengi aðild að sambandinu.

Þar að auki fá Evrópusambandsríkin nú með hagkvæmasta hætti þann fisk sem þau vilja kaupa héðan frá Íslandi og gorgeir í sumum Skotum og Spánverjum kemur ekki í veg fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu, frekar en gorgeir í íslenskum bændum.

Sjávarafurðir eru að sjálfsögðu seldar þar sem hæsta verðið fæst fyrir þær og Evrópusambandsríkin greiða hæsta verðið fyrir langflestar íslenskar sjávarafurðir.

Og ef þær yrðu ekki lengur seldar í Evrópusambandsríkjunum myndi verð á sambærilegum sjávarafurðum frá öðrum ríkjum, til að mynda Noregi, hækka þar verulega vegna þess gríðarlega magns sem Evrópusambandsríkin kaupa nú af íslenskum sjávarafurðum.

Norsk fyrirtæki myndu þá selja meira af sjávarafurðum til Evrópusambandsríkjanna en þau gera nú og fyrir hærra verð vegna aukinnar eftirspurnar þar eftir norskum sjávarafurðum. Og Norðmenn eru helstu keppinautar okkar Íslendinga í sölu á sjávarafurðum.

Norðmenn selja ekki sjávarafurðir eingöngu til Evrópusambandsríkjanna, frekar en við Íslendingar.

Ef íslensk fyrirtæki myndu hins vegar reyna að selja allar íslenskar sjávarafurðir til annarra landa myndu þau fá mun lægra verð fyrir þær en Evrópusambandsríkin greiða.

Þar að auki er markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir langt frá því að vera einsleitur og hefur verið byggður upp á mjög löngum tíma.

Íslenskur saltfiskur er til að mynda aðallega seldur til Suður-Evrópu en frystur og ferskur fiskur til Norður-Evrópu.

Og hæsta verðið fyrir íslenskan saltfisk fæst í Katalóníu á Spáni, þar sem Barcelona er höfuðstaður.

Fryst loðna og loðnuhrogn
eru hins vegar seld til Japans en einungis 1,9% af heildarútflutningi okkar Íslendinga fóru þangað árið 2009 og þá komu 3,4% af innflutningi okkar þaðan.

En útflutningur á íslenskum sjávarafurðum og öðrum vörum hefur aukist til Evrópusambandsríkjanna síðastliðna áratugi.

Og einungis 3,9% af öllum vöruútflutningi okkar Íslendinga fór til Bandaríkjanna árið 2009, 2,3% til Kína en 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada.

Hins vegar voru þá um 80% af öllum íslenskum sjávarafurðum seld til Evrópusambandsríkjanna og þetta hlutfall hefur lítið breyst frá þeim tíma.

Þorsteinn Briem, 17.7.2013 kl. 15:53

20 identicon

Ómar Bjarki:
"En hitt er svo annað, að 1950 þá fylgdi Ísland eftir alþjóðlegri þróun."
Vitlaust. Í síðari þorskastríðunum LEIDDUM við alþjóðlega þróun.
Og Steini, - Það er ekki nægilegt framboð af fiski á kúlunni. Það, að mestallur aflinn fer til ESB þýðir að stöðvun á því framboði myndi valda tómarúmi sem erfitt er að fylla.
Annars er pistillinn þinn mikið til byggður á fabúleringum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband