18.7.2013 | 11:27
Einvalalið eða n.k. víkingasveit fjármálaráðherra.
Fregnast hefur að á dögunum hafi sést á ferli í mötuneyti fjármálaráðuneytisins mesta einvalalið manna á sviði fjárlagagerðar, sem saman hafi komið hér á landi svo vitað sé.
Þetta voru að sögn þeir sex núlifandi menn, sem hafa gegnt stöðu fjármálaráðherra á vegum Sjálfstæðisflokksins síðustu þrjá áratugi, Þorsteinn Pálsson, Friðrik Zophussson, Geir H. Haarde, Árni Mathiesen og Bjarni Benediktsson.
Þorsteinn var fjármálaráðherra og forsætisráðherra á miðjum níunda áratugnum, áður en Þjóðarsáttin svonefnda var gerð, Friðrik á fyrstu valdaárum Davíðs Oddssonar og síðar forstjóri Landsvirkjunar á mestu þensluárum þess ríkisfyrirtækis, Geir fjármálaráðherra og síðar forsætisráðherra á tímum mestu útþenslu ríkisbáknsins sem um getur, Árni Mathiesen í aðdraganda Hrunsins og fyrst eftir það, og Bjarni Benediktssonder fjármálaráðherra nú, nokkurs konar arftaki hinna fimm innan Sjálfstæðisflokksins.
'Úrvalssveit manna, sem eru hoknir af reynslu.
Árni á kannski minnisstæðustu ummælin sem féllu á þeim samtals tæpu tveimur áratugum, sem þessir fjármálaráðherrar voru í embætti. Það var vorið 2008, skömmu fyrir Hrun, þegar hann vísaði á bug áhyggjum manna út af lækkandi gengi krónunnar og fleiri váboðum með þessum orðum: "...sjáið þið ekki veisluna, drengir? "
Gott er, hvort sem það er satt eða ekki, að slíkt einvalalið eða nokkurs konar víkingasveit Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði sé stofnuð og virkjuð nú þegar efna þarf loforð um skattalækkanir sem hafi þau áhrif að staða ríkissjóðs batni svo að hægt sé að borga niður skuldir hans.
Boðar gagngera endurskoðun fjárlaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gæsaglappa,
gerði skot,
þurs í þrot,
lappabrot,
hólmsins grjóta,
veggja ljóta,
krot.
Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin - Myndband
Þorsteinn Briem, 18.7.2013 kl. 12:10
Þeir sem vilja "græða og grilla" eru kapítalistar.
Það eru svo aftur amk 95% þjóðarinnar.
Óskar Guðmundsson, 18.7.2013 kl. 15:44
Ómar.
Ertu að meina að því að það er hvorki flugfreyja né jarðfræðingur í hópnum að hann sé eitthvað verri en það sem hefur verið hér undanfarin ár?
Óskar Guðmundsson, 18.7.2013 kl. 16:03
Jamm, ekki sýnist mér að sjálfstæðismenn græði og grilli meira en aðrir menn.
Þorsteinn Briem, 18.7.2013 kl. 16:56
Óskar,
Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá... Þarf að segja meira?
virgin (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 23:27
Ómar, þú sáir rusli og færð rusl til baka frá þessum commentörum þínum. Bjóstu við öðru?
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 19.7.2013 kl. 00:05
Þessi athugasemd þín er sem sagt rusl, Örn Johnson.
Þorsteinn Briem, 19.7.2013 kl. 00:16
Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar nú í september [2012] var atvinnuleysi komið niður í 5% (en mældist 6% fyrir ári) og skráð atvinnuleysi hjá Vinnumálastofnun nú í september var 4,9% (en var 6,6% fyrir ári).
Og samkvæmt könnun Hagstofunnar fyrir september síðastliðinn hefur starfandi fólki fjölgað um 7.500 frá september 2011."
Hér á Íslandi var einnig um 5% atvinnuleysi árið 1995 og á árunum 2002-2004 var hér rúmlega 3% atvinnuleysi.
Og Davíð Oddsson var þá forsætisráðherra.
Atvinnuleysi hér á Íslandi á árunum 1957-2004, sjá bls. 58
Og árið 2006, í miðju "góðærinu", var hér um 3% atvinnuleysi.
Þorsteinn Briem, 19.7.2013 kl. 00:22
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru 18% haustið 2008 og verðbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra.
Þorsteinn Briem, 19.7.2013 kl. 00:24
"Skattlagning á hagnað fyrirtækja er með minnsta móti á Íslandi af 34 OECD-ríkjum, þó ríkisstjórnin hafi hækkað hana úr 15% 2008 í 20% nú.
Það eru einungis fimm lönd sem hafa lægri skattlagningu fyrirtækja en Ísland árið 2011. Þau eru Slóvakía, Pólland, Ungverjaland og Tékkland með 19% og svo Írland með 13%.
Fjögur lönd eru með svipaða skattbyrði fyrirtækja og Ísland, þ.e. Grikkland, Chile, Slóvenía og Tyrkland. En Japan og Bandaríkin eru með helmingi meiri skattlagningu fyrirtækja en Ísland, eða 39-40%.
Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum leggja allar meiri skatta á fyrirtæki en Ísland. Samt gengur flest mjög vel í þeim löndum.
Ef við skoðum hverju tekjuskattur á fyrirtæki skilar í ríkissjóð, sem % af vergri landsframleiðslu, þá er Ísland í 4. neðsta sæti 2010.
Fyrir hrun var búið að færa atvinnurekendum, fjárfestum og bröskurum ótrúleg fríðindi í skattamálum á Íslandi. Betri en í sumum erlendum skattaparadísum. Hófleg hækkun skatta á þá eftir hrun hefur litlu breytt. Skilyrðin eru enn góð.
Það eru því staðlausir stafir hjá talsmönnum atvinnulífsins og hægri róttæklingum þegar þeir fullyrða að fyrirtæki séu sérstaklega skattpínd á Íslandi.
Íslensk fyrirtæki eru með einna minnstu skattlagninguna sem þekkist í hagsælli ríkjunum.
Spurningin er þá hvort atvinnurekendur telji að þeir eigi ekki að bera kostnað af hruninu? Eiga þeir að vera stikkfrí eftir að hafa grætt óhóflega á árunum fyrir hrun og átt sjálfir stóran hluta í orsökum hrunsins?
Margir af forystumönnum atvinnulífsins þá og nú voru framarlega í útrás og braski bulláranna."
Skattpíning fyrirtækja á Íslandi? - Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands
Þorsteinn Briem, 19.7.2013 kl. 00:27
Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,6%.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 40,5 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 19.7.2013 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.