22.7.2013 | 08:46
Leynd þrá eftir meiri glamúr varðandi það, sem er okkur næst.
Það má alveg gera tilraun til að sálgreina þörf þjóða fyrir því að hafa þjóðhöfðingja, sem eru konungbornir, þ. e. erfa völd sín og embætti en eru ekki kosnir eða valdir lýðræðislega.
Sú sálgreining gæti lotið að því að fólk þrái að hugsa og tala um eitthvað sem er líkt þess eigin hversdagslega lífi og kjörum, þessar litlu fréttir um heilsu, útlit, hegðun og samskipti innan fjölskyldna, sem allir þurfa að fást við daglega, en vilji í leiðinni gera það til að láta sig dreyma um betri kjör, ríkidæmi og vellystingar.
Það er þessi þrá eftir betri kjörum og stöðu, sem hefur skapað ótal ævintýri um Öskubuskur af báðum kynjum, Hans klaufa og dætur eða syni karls og kerlningar í koti, sem erfðu konungsríkið, urðu rík og valdamikil og lifðu hamingjusöm til æviloka.
Kannski endurspegluðu þessi ævintýri ákveðna kjarabaráttu alþýðunnar sem fékk óbeina útrás á þennan hátt.
Á hlaupum í gærmorgun heyrði ég glefsur úr vel unnum þætti á Rás 1 í gærmorgun þar sem Arthur Björgvin Bollason fór um víðan völl, dagskrárefni, sem varla myndi verða til á einkarekinni stöð, þar sem best virðist "selja" að þáttastjórnendur tali tímum saman í bland við oftast sundurlausa spilaða tónlist, yfirleittt valda mestan part af tölvum.
Staðreyndir um konungborna barnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ólafur Ragnar karl í koti,
kom úr sínu skúmaskoti,
fýsti að búa í flottu sloti,
í fínan gyðing held þar poti.
Þorsteinn Briem, 22.7.2013 kl. 10:02
Góður Steini Briem!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.7.2013 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.