Pylsurnar seldust upp í Staðarskála.

Hvar sem komið var á ferð um Norður- og Austurland undanfarna daga var örtröð, - í sjoppum, á tjaldstæðum, hótelum og gististöðum. Gististaðirnir fullir, biðraðir á bensínstöðvum. 

Dæmin blöstu alls staðar við.  Víðar seldust vörur upp en við Hrafnagil. Þannig frétti ég af því í kvöld að senda hefði orðið sérstaka hraðsendingu af pylsum frá Blönduósi til Staðarskála vegna þess að þar voru pylsurnar að seljast upp.

Birgðirnir bárust nokkurn veginn á sama tíma og síðasta pylsan af fyrri birgðum seldist.  


mbl.is Límónaðið selst upp í sólinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag keypti ég ís í ísbúð hér í Vesturbæ Reykjavíkur og þar var einnig örtröð, enda þótt hitinn væri langt undir 20 stigum.

Og sólin skein hér bæði í dag og í gær, sem virðist vera forsendan fyrir góðu veðri, að mati sumra.

Ísinn kostaði 350 krónur
, stór í brauði og með lúxusdýfu.

Og hefur kostað það árum saman
, enda verðbólgan fundin upp annars staðar í veröldinni.

Á Selfossi
, gæti ég best trúað, eins og flest sem er vont í þessum heimi, enda er þar sendiráð og erindreki Andskotans.

Þorsteinn Briem, 23.7.2013 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband