Hver þarf að lágmarki 68 hestöfl ?

Skemmtileg fyrirsögn á tengdri frétt á mbl.is: "Hver þarf meira en eitt hestafl?" 

Gæti líka verið: "Hver þarf að lágmarki 68 hestöfl?"  

 Minnstu, ódýrustu og aflminnstu bílarnir, sem nú eru á markaði, eru með 64-68 hestafla vélar. 

Þetta virðist vera algert lágmark.

Nú er ég að fara af stað austur fyrir fjall á bíl, sem er með aðeins 24ra hestafla vél en tekur þó fjóra í sæti ef svo ber undir.  Ég má búast við sérlega ánægjulegum akstri í opnum bíl í bliðunni.

Þrátt fyrir vel næstum þrefalt minna vélarafl en það  sem menn telja lágmark, verð ég að passa mig á því að fá ekki sekt fyrir of hraðan akstur, rétt eins og hestöflin væru þrefalt fleiri og strokkar vélarinnar 50% fleiri.

  


mbl.is Hver þarf meira en eitt hestafl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll Ómar.

Hvaða árgerð er bíllinn? Því verður seint gleymt þegar við fjölskyldan vorum í bíltúr og sáum þennan fallega bíl þinn fyrir utan útvarpshúsið.

Spenningurinn var það mikill að þegar ég rauk út úr mínum bíl skellti ég hurðinni á fingur dóttur minnar sem veinaði eins og gefur að skilja mikið enda sársaukinn ógurlegur.

Stoppið varð því fremur stutt og endasleppt hjá okkur.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 23.7.2013 kl. 17:44

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

IMG_4542

Þorsteinn Briem, 23.7.2013 kl. 20:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að Ómars skrjóði allir dást,
æði sé þó ljótur,
nú er fyrir austan ÁST,
ansi var hann fljótur.

Þorsteinn Briem, 23.7.2013 kl. 20:45

5 identicon

Ómar svona kraftlaus bíll er stórhættulegt ökutæki, viðbragðslaus með öllu og aksturseiginleikar engir. Ekkert vit í þessu hjá þer.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 24.7.2013 kl. 08:32

6 identicon

Sandkassinn (IP-tala skráð) 24.7.2013 kl. 15:32

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Aksturseiginleikar engir". Stór fullyrðing. Hvaðan hefurður þessa vitneskju? Úr reynsluakstri? Úr bílablöðum? Síðan hvenær eru þessir minnstu bílar, Mini og kó, með enga aksturseiginleika?

Eiginleikum þessara mini-bíla hefur verið líkt við go-kart eiginleika, snöggir og léttir í stýri, enda þyngdin að framan aðeins þriðjungur af framendaþyngd minnstu bílanna, sem nú eru seldir, og heildarþyngdin aðeins helmingur, þannig að hvert hestafl þar aðeins að knýja áfram helming af því sem þarf hjá Toyota Aygo og kó.

Bíllinn er að vísu heldur seinni í upptöku en nútíma bílar, en á móti kemur að það er miklu auðveldara að víkja honum undan ef óvænt hætta steðjar að heldur en miklu stærri og tvöfalt þyngri bílum.

Þegar Fiat 126 var hannaður, var notaður undirvagn Fiat 500, en næstum 100 kílóum eytt í styrkingar og hönnunarbætur, sem stórbættu getu bílsins til að taka á sig högg og árekstra.

Einhverjum kann að finnast 116 km/klst hámarkshraði of lítill en ekki kvarta ég. Og ég sé enga ástæðu til að fara á taugum yfir því að hætta við framúrakstur vegna þess að bíllinn sé ekki undir 10 sekúndur upp í hundraðið.

Ómar Ragnarsson, 24.7.2013 kl. 20:36

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svar við spurningu um árgerð. Hann er árgerð 1986 og því orðinn fornbíll. En hann er ekki eins mikið mengandi og bílar á þessum aldri, því að hann er með mjög rúmtakslítilli fjórgengisvél (654cc) og til þess að standast mengunarkröfur var sett rafeindainnspýting, enda bíllinn framleiddur og seldur innan ESB til ársins 2000.

Ómar Ragnarsson, 24.7.2013 kl. 20:41

9 identicon

Hann seinn í upptaki og þar af leiðandi ertu lengi að víkja þér frá. Nú ef þú þarft að taka fram úr þá er þetta litla félarafl beinlínis varasamt. Þú getur vissulega oft snúið þessum bílum svo til á punktinum í litlu plássi en þetta kraftleysi er varasamt, ég er ekki hrifin af því.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 24.7.2013 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband