Tilviljun?

Í tvöfréttum RUV var haft eftir umboðsmanni Huangs Nubos hér á landi, að afnám reglugerðar um skilyrði fyrir kaupum útlendinga á fasteignum og jörðum á Íslandi myndi auðvelda mjög kaup hans á Grímsstöðum á Fjöllum.

Athygli vakti, að svo hröð virðist afgreiðslan á þessu máli hafa þurft að vera, að áður en tilkynnti yrði um hana, var hún komin í kvöldfréttir í gær.

Sagt var að ástæðan fyrir þessu væri athugasemd ESA um það að reglugerðin væri á "gráu svæði", þ. e. vafasöm.

Í stað þess að grípa til andsvara var lyppast niður á methraða. Hverra hagsmunum þjónar það? Greinilega Huang Nubo og annarra sem ásælast íslenskt land og fasteignir.

Var það tilviljun að þessi vinnubrögð hraða og undanhalds voru viðhöfð sem erlendir landakaupamenn geta nú fagnað?

Til samanburðar mætti nefna, að ég reikna með að það myndi valda uppnámi hér á landi, ef sú regla yrði afnumin fyrirvaralaust, að útlendingar megi ekki eiga meira en 49% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og jafnframt fréttist af því að erlendir vonbiðlar eftir slíkum eignum fögnuðu því.

Það yrði ekki liðið þótt ESA gerði athugasemd um "grátt svæði" að ráðherra lyppaðist niður samstundis.  

Takmarkanir á útlendu eignarhaldi í sjávarútvegsfyrirtækjum og takmarkanir og reglur um eign útlendinga á landi og fasteignum eru alveg sambærileg.

Íslensk náttúra og landið sem fóstrar hana er mesta verðmæti Íslendinga.

Af hverju ekki hliðstæðar reglur um hvort tveggja, sjávarútvegsauðlindina og landið sjálft og einstæða náttúru þess?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er sennilega ein aðal ástæðan fyrir þessu að greiða götu Núbós, en stjórnmálastjarna Hönnu Birnu endar með stjörnuhrapi.

Merkilegt að tími Hönnu Birnu er kominn og liðinn á 3 mánuðum, enda er hún bara pólitízk loftbóla blessunin.

Nema að það sé eitthvað í þessari nýju reglugerð sem ég hef ekki lesið og kemur fyrir kaup á landi.

Kveðja frá Lagos.

Jóhann Kristinsson, 26.7.2013 kl. 14:34

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það kom fram í viðtali við Huang Nubo í vor, man ekki í hvaða miðli en hann var að kvarta undan íslenskum stjórnvöldum, það kom fram í viðtalinu við hann að þetta væri fjárfesting vegna þess hvað landið ætti eftir að hækka í verði þegar norðurleiðin opnast. Þar er það avart á hvítu. En voru það ekki sveitarfélög á Norður- og Austurlandi sem keyptu Grímsstaði til að leigja honum, þau hljóta þá að vera með pálmann í höndunum eða hvað?

Margrét Birna Auðunsdóttir, 26.7.2013 kl. 14:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.2.2012:

"Sveitarfélagið Norðurþing íhugar nú að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum með láni frá Huang Nubo og leigja honum hana síðan."

"Huang Nubo sótti um undanþágu hjá iðnaðarráðherra á grundvelli nýrra laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga vegna langtímaleigu á Grímsstöðum á Fjöllum í því skyni að reisa þar lúxushótel, golfvöll og fleira."

"Kaupsamningur milli kínverska fjárfestisins Huang Nubo og landeigenda Grímsstaða á Fjöllum hljóðaði upp á 800 milljónir króna fyrir 72% hlut í jörðinni.

Ríkið á 25%
og 3% eru í eigu einstaklinga á svæðinu."

Sveitarfélagið Norðurþing íhugar að kaupa Grímsstaði á Fjöllum með láni frá Huang Nubo og leigja honum

Þorsteinn Briem, 26.7.2013 kl. 15:25

4 identicon

Þetta er misráðin og ótrúleg ákvörðun og á örugglega ekki eftir að leiða til neins góðs :( Mér finnst sorglegt hvað er mikill skynsemisskortur hjá ráðamönnum þessarar þjóðar og skil bara ekki hvernig þjóðin gat gert sjálfri sér það ógagn að kjósa þetta fólk :(

Jóna Imsland (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 15:32

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Eigum við Ómar ekki að skella af stað undirskriftarsöfnun til að stöðva þetta brjálæði?

Jón Baldur Lorange, 26.7.2013 kl. 18:23

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það kvað vera fallegt á Fjöllum,
hjá Fong og Dong og þeim öllum,
þar hanga lærin í hjöllum,
og hundar étnir úr döllum.

Þorsteinn Briem, 26.7.2013 kl. 21:12

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kínverjar éta líka Breimaketti.Kanski skellir Nubo sér í Vesturbæinn til að fá sér kvöldverð.Og það er fallegt í Kína,orti Vesturbæjarskáldið, sáluga, svo ekki sé Vesturbæjarskáldum ruglað saman, Sörlaskjóls og Skildingarness.

Sigurgeir Jónsson, 26.7.2013 kl. 21:31

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sendiráð Kína var lengi í Vesturbæ Reykjavíkur og hvergi í heiminum eru fleiri kettir á hvern fermetra.

Þorsteinn Briem, 26.7.2013 kl. 21:39

9 identicon

Ég held að Steini Briem sé barasta með þetta.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband