27.7.2013 | 19:23
Vindur undir Hafnarfjalli í nótt: 0 m/sek.
Þegar þau Lára, Haukur og fjölskylda óku suður í nótt sáu þau tölu á skiltinu norðan Hafnarfjalls, sem þau höfðu aldrei séð áður: Vindur: 0 m/sek.
Og í hönd fór einstakur dagur hér á Suðvesturlandi með logni, heiðríkju og 20 stiga hita.
Ekki amalegt að koma saman í afmælisveislu eins og þeirri sem sjá má mynd af á facebook og njóta einstakra aðstæðna, sem sjaldgæf eru hér á Klakanum.
Þær bjóða upp á það að víkja öllu öðru frá sér og njóta Guðsgjafanna í botn.
Þess vegna hafa bloggsíðan mín og facebooksíðan ekki hreyfst í dag fyrr en fyrst nú.
![]() |
Landsmenn njóti sólarinnar í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.