1.8.2013 | 13:21
"Skjóta helvítin!"
Ofangreind upphrópun Ladda í gervi veiðiáhugamannsins norðlenska heyrist nú æ oftar.
Þess er krafist að hætt verði friðun dýralífs í friðlöndum eins og Hornströndum og refaveiðar hafnar þar vegna þess hve refurinn valdi miklum og vaxandi skaða á fuglalífi um allt land.
Er þá horft fram hjá því að sveitarfélögin hafa ekki haft efni á því að fækka refnum og að refurinn á Hornströndum á engan þátt í því.
Krafist er að aflétt sé aldargömlu banni við veiðum á álftum. Sú beiðni er tilkomin vegna nýrrar búgreinar, repjuræktar, sem Alþingismenn fyrir öld sáu ekki fyrir.
Krafan um stækkað veiðisvæði hvala í Faxaflóa á ný hefur verið uppfyllt með þeim sjáanlegu afleiðingum að fyrir nokkrum dögum voru aðeins nokkrir kílómetrar frá hvalaskoðunarbáti að hvalveiðibáti, sem var að eltast við sömu hvali og ferðafólkið vildi sjá.
En það er ekki bæði hægt að eiga tertuna og éta hana, eða hvað?
Nú síðast heimta "skjóta helvítin!"-menn það að hafnar verði veiðar á hnúfubak, sem hafa legið niðri í 58 ár. Sagt er að hnúfubak hafi fjölgað og það er auðvitað óviðunandi.
Sérstaklega er tiltekið að þeim hafi fjölgað fyrir norðan, eins og til dæmis á Skjálfandaflóa, þar sem dýrmætasta og flottasta hvalaskoðunarsvæðið er.
Við slíkt er auðvitað ekki hægt að búa nema "skjóta helvítin".
Farin er svipuð leið í kröfunni um veiðarnar og farin var þegar aflétt var friðun Almenninga og Þórsmerkur með því að fara þar inn með aðeins 30 kindur, þrátt fyrir hávær mótmæli Landgræðslunna.
Sagt er að 30 kindur geti varla haft áhrif, og sagt varðandi veiðar á hnúfubak, að aðeins sé farið fram á veiðar "í vísindaskyni", kannski ekki nema tíu dýr.
Á bak við liggja fullyrðingar um að hvalirnir séu að stúta fiskistofnunum og rökrétt afleiðing af því hlýtur að vera sú að veiða mörg hundruð, helst þúsundir hvala til að ná einhverjum árangri í því að sjáist högg á vatni á þessu skaðræði.
Þau tuttugu ár síðan Íslendingar undirrituðu skuldbindingar sínar í Ríó-sáttmálanum um sjálfbæra þróun og það að náttúran skuli njóta vafans, hefur hvorugt verið virt hér á landi ef mönnum þóknast svo að brjóta í bága við þessi grundvallaratriði.
Hvers vegna er hnúfubakurinn svona gæfur á Skjálfandaflóa? Gæti það verið vegna langvarandi friðunar hans? Samkvæmt hugsun Ríó-sáttmálans ættu allar veiðar "í vísindaskyni" ekki að vera til umræðu, - náttúran eigi að njóta vafans.
En kannski er hugsunin á bak við vísindaveiðarnar sú að rannsaka, hvort friðunin hafi haft áhrif á hegðun hnúfubaksins og hvort veiðar muni gera þá fælna þegar til lengri tíma er litið.
Það væri kannski áhugaverðasta viðfangsefni "veiða í vísindaskyni". En með því væri tekin áhætta á því, að ef veiðarnar gerðu dýrin fælnari, tæki kannski marga áratugi að vinda ofan af því tjóni á hvalaskoðunum, sem slíkt myndi hafa.
Af hverju má náttúran ekki njóta vafans í friði?
Athugasemdir
Þarna kemur þú með eitthvað sem ég þekki ekki með álftina, -
"Krafist er að aflétt sé aldargömlu banni við veiðum á álftum. Sú beiðni er tilkomin vegna nýrrar búgreinar, repjuræktar, sem Alþingismenn fyrir öld sáu ekki fyrir. "
Sko.....
Álftin er í fyrsta lagi mjög kræfur grasbítur, skaðvaldur í kornökrum öllum, af hverjum repja er hverfandi hluti. Hún tekur upp grös þar sem lífrótin liggur ofan, og étur með rót. Stórskaðaði t.d. hjá mér smáraræktun á stað sem þú þekkir mjög vel.
Illa gengur að fæla hana, þar sem skepnan virðist vita að það megi ekki skjóta hana. Og nú sjást oft gæsir innan um álftir í ökrum, svona eins og þær séu að leita skjóls.
Ekki er hægt að tryggja fyrir þessu, og tjónið getur verið verulegt á örskömmum tíma.
Af álft er heldur mikið, og henni fer hratt fjölgandi á kostnað þeirra sem stunda jarðrækt.
Mér finnst að þeir sem eru í akuryrkju mættu fá skotleyfi á hana, - t.d. e-k kvóta pr. ha.
Menn eru sjálfsagt hræddari við beina afléttingu á friðun, þar sem flestar "magnskyttur" hafa ekkert með akuryrkju að gera.
Um leið og eitthvað er skotið og fellt, breytist hegðunarmynstur fuglsins, - hann styggist og heldur sig fjær þeim slóðum sem það á sér stað.
Jón Logi (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 14:09
Jón Logi,
Hvað ætla menn að gera við hræin ? Nokkuð viss um að það er enginn markaður fyrir fuglinn. Þetta mun þýða að mönnum finnst réttmætur fórnarkostnaður að skjóta álftina vegna ræktunar.
Í fyrsta lagi þá hefur álftin sama tilverurétt og við mennirnir að njóta náttúrunnar og það sem hún gefur af sér. Í annan stað þá verða kornræktar menn einfaldlega að finna aðrar og mun áhrifameiri aðferðir en að stilla upp stórskotaliði. Sálgun álfta mun þannig ekki leysa neinn vanda aðeins auka hann.
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 14:36
Hún var nú borðuð hér áður fyrr og þótti herramanns matur. Ekki að ég hafi prófað, en forvitnilegt samt.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 15:06
Hér á Íslandi hefur refum fjölgað úr tvö þúsund dýrum á áttunda áratug síðustu aldar í 8-10 þúsund, að sögn Esterar Rutar Unnsteinsdóttur, forstöðumanns Melrakkaseturs Íslands í Súðavík.
Unnir voru um tvö þúsund refir hérlendis árið 1960 en um sex þúsund árið 2009.
Villtur getur refurinn orðið 6-10 ára gamall en hann hefur verið veiddur hér frá Landnámsöld.
"Heimildir frá fyrri öldum benda til að yfirleitt hafi verið mikið um ref í landinu. Vitað er um sveiflur í stærð stofnsins en ekki er þekkt hvort þær eru reglubundnar eða tilviljanakenndar."
Frá árinu 1980 hefur refum fjölgað hér á Íslandi og skýringar á því eru einkum taldar liggja í tvennu:
"1. Náttúrulegum viðbrögðum stofnsins við auknu veiðiálagi en þau komu fram í aukinni frjósemi dýranna þannig að yrðlingar urðu fleiri í hverju greni, auk þess að gelddýrum fækkaði.
2. Auknu framboði á fæðu, meðal annars vegna mikillar aukningar á útbreiðslu fýls sem hefur orðið æ mikilvægari þáttur í fæðu refsins. "
Hámarksverðlaun fyrir unninn ref eru sjö þúsund krónur en yrðlinga 1.600 krónur fyrir hvert dýr.
Og hámarksverðlaun fyrir unninn mink eru þrjú þúsund krónur fyrir hvert dýr.
26.10.2011:
Refastofninn stækkar ört
Refaveiðar - Umhverfisstofnun
Þorsteinn Briem, 1.8.2013 kl. 15:13
Álftir eru herramannssmatur. Gott að láta þær hanga þokkalega.
Rétt að hafa í þeim fyllingu sem er gegnsósa af öli. Loka svo yfirborði kjötsins með gasbrennara og moðsjóa í ofni við 60 gráður í 10 klst en fíra vel uppí ofninu í lokinn til að fá góða skopru.
Lungamjúkar og míga í munni.
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 15:41
Allir hafa rétt á sinni skoðun varðandi nýtingu auðlinda.
Alltaf er farið í allar skoðanir með illu og upphrópunum.
Skoðanir á að virða og vinna úr þeim, þannig það sé hagur allra.
Benedikt (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 16:12
Logi æðir yfir akur,
einskis karlinn kann að njóta,
alveg bjáninn er einstakur,
álftir vill sá sauður skjóta.
Þorsteinn Briem, 1.8.2013 kl. 16:16
Hvar er hvalur Kristjáns Loftssonar?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er lækkunin á skuldum heimilanna?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 1.8.2013 kl. 16:51
Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,6%.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 40,5 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 1.8.2013 kl. 16:54
Steini Brím vill eta brauð
En einskins er að njóta
Álftin afát þennan sauð
Því ekkert mátti skjóta
Álft (ungálft, - auðþekkjanleg) er betri matfugl en gæs. Bara svo þið vitið það.
Jón Logi (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 17:11
Hér væri við hæfi að segja söguna af fyrstu veiðibráð Hákonar Aðalsteinssonar heitins. Ég heyrði þá sögu fyrir nokkrum árum og var hún að sjálfsögðu stórskemmtileg, þó ég treysti mér ekki til að hafa hana 100% rétt eftir. Fyrsta bráðin var semsé álft, vel komin á aldur.
Skora á einhvern sem þekkir þá sögu að setja hana hér inn
Guðmundur Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 17:16
Það að einhver embættismaður hjá Hafró leggi til "vísindaveiðar", segir aðeins til um húsbóndahollustu hans.
Gísli Víkingsson, sem til þessa hefur ævinlega verið kynntur sem helsti hvalafræðingur þjóðarinnar, hefur nú um áratugaskeið "safnað gögnum" í "vísindaveiðum", í skjóli Hafró, án þess að birta nokkuð af viti.
Það er nú allur "vísinda" - afraksturinn.
Báðir vita þeir, sem og fyrrum helsti hvalafræðingur þjóðarinnar og yfirmaður þeirra, Jóhann Sigurjónsson, að það mun leiða til milljónakróna aukningar til Hafró.
Að Íslendingar ætli að hrækja framan í alþjóðasamfélagið með því að hefja veiðar á Hnúfubaki, er bara sturluð hugmynd! Og þá er ég ekki bara að vísa í lúxushundafæði Kristjáns Loftssonar.
Eins er sú hugmynd verulega ógeðfelld, að einhver bóndi, sem er styrktur í bak og fyrir af skattgreiðendum, skuli fara fram á að skjóta álftir.
Jóhann (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 18:31
Tek undir athugasemd Jóns Loga. Björn Kristins heldur að engin markaður sé fyrir álftakjöt. Ég væri a.m.k. til í að prófa og ég hef heyrt að ungfuglinn sé afar góður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.8.2013 kl. 18:57
Náttúran á að njóta vafans, hvernig væri þá að menn tækju mark á vísindamönnum. Ég veit að flestir hér geta lesið/skilið það sem þessi fiskifræðingur er að segja. Vandamál varðandi stjórnkerfi fiskveiða (eins og íslendingar eru að nota það) er að það er meira hagstjórnartæki en fiskveiðistjórnunartæki:
http://www.nrk.no/nordland/_-vi-styrer-mot-kollaps-i-norskehav-1.11158489
Larus (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 18:59
Ég lýsi yfir algeru rökþroti.
Gunnar Th. Gunnarsson er "til í að prófa" og hefur heyrt að "ungfuglinn sé afar góður".
Say no more, say no more...
Jóhann (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 19:13
Ungfuglinn er góður á bragðið, álftir hafa verið skotnar fyrir bændur alla tíð. Áður en þessi "magnveiðimennska" sem tröllríður öllu núna, hófst og maður bara bankaði uppá hjá bændum til að biðja um að fá að skjóta gæsir í túninu hjá þeim, þá var undantekningalítið sagt: "bara ef þú skýtur álftirnar líka". Ungfuglinn er herramannsmatur og það er u.þ.b. 3,5-4 kg. af kjöti.
Larus (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 19:19
Einmitt Larus.
Það að einhverjir skotglaðir karlar í felubúningum hafi drepið fugla ólöglega með háþróuðum rifflum, á nú að vera til marks um að skjóta beri álftir, eða hvað?
Það dugar greinilega ekki lengur að grilla nautalundir.
Jóhann (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 20:08
Mávurinn á Miðnesheiði er því sem næst friðaður.Stöðugt eru á vappi í kringum hann menn frá Náttúrustofu Suðurnesja.Mófuglar eru að hverfa af Miðnesheiði vegna þessa ófagnaðar.Öfgaumhverfissinnar kætast og segja að ekki sé hægt að fækka mávnum.Ef stungið væri skipulega á eggjum mávsins ár eftir ár er öruggt að hann gæfist upp á að verpa.Rebbi er líka alls staðar á stjái á Reykjanesskaganum, eyðandi fuglalífi.Ekki er minni kæti öfgaumhverfissinnanna yfir því.Æðarfulabóndi í Grindavík komst upp í það í fyrra að skjóta ellefu refi á einni nóttu við að verja varp sitt.Öfgaliðinu í R.Vík fjölgar líka í réttu hlutfalli við fjölgun refs og mávs.Það er nauðsyn að taka á uppgangi þessara tegunda og það strax.
Sigurgeir Jónsson, 1.8.2013 kl. 20:08
Það er engin spurning að álftarungar á veitingahúsum á íslandi yrðu hátt verðlagðir.Þeir eru afbragðsmatur.Rétt hjá Lárusi.Selur er líka góður svo og hnísa.Hvalur hefur verið á matseðlum þjóða lengur en nokkur man.Því er eðlilegt að nýta hvalinn rétt eins og aðrar skepnur sem ekki eru í útrýmingarhættu.Gleymum því ekki að öfgaliðið vill banna allar veiðar á þorski í Atlantshafi.
Sigurgeir Jónsson, 1.8.2013 kl. 20:18
Fuglar eru yfirleitt ekki skotnir með háþróuðum rifflum, heldur bara haglabyssu. Ég skaut nú reyndar eitt sinn gæs með lágþróuðum riffli, og smakkaðist sú bærilega.
Álft unga (ungarnir eru gráir) hef ég etið, en aldrei skotið. Var sú betri en nokkur gæs sem ég hef smakkað. Talsvert stærri fugl líka. Verst að ég man ekki hver gaf mér steikina.
Og rétt er hjá Sigurgeiri með sílamávinn. Hafi hann æti úr mannanna umhverfi (sem hann gerir), þá er mófuglinn bara "snack" fyrir hann. Þessu er hægt að breyta með skotveiði og ekki síður með eggjastuldi og stungum.
Jón Logi (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 23:19
Flott hjá þér Ómar !
Björn Alexandersson (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 23:21
"Ég skaut nú reyndar eitt sinn gæs með lágþróuðum riffli, og smakkaðist sú bærilega."
Hverjum er ekki skítsama, Jón Logi?
Heldur þú að það að taka upp að skjóta álftir og hvali og guð má vita hvað, snúist um hvað þér smakkist "bærilega"?!
Helduru að smekkur þinn sé veigamikil rök?!
Þú ert bjáni.
Jóhann (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 00:02
Ómar!
Finnst þér það í samræmi við þá virðingu sem þú berð fyrir öðrum, og vilt að ríki meðal manna almennt, að komment eins og það sem er hér á undan standi? Að sönnu lýsir það þeim sem það lét frá sér fara, og engum öðrum, en þrátt fyrir það á það ekkert erindi inn í vitræna umræðu.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 20:08
Tek undir með Þorvaldi S.
Svona dónaskapur eins og Jóhann sýnir gestum hér á ekkert erindi inn í umræður almennt.
Guðmundur Helgason (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 20:22
Tek undir með #23 og #24.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.8.2013 kl. 20:50
Misbauð ég velsæmisreglum ykkar, smáborgarana?
Jæja, bættur sé skaðinn.
Sú hugmynd að það gagnist einhverjum bónda að skjóta álftir, eða að ykkur þyki svo frábærlega spennandi að reykja og grilla ungálftaket, á sumsé að kollvarpa banni á því að skjóta svani.
Í guðanna bænum, grillið ykkar nautalundir.
Jói Fel er með einhverjar 299 uppskriftir.
Jóhann (IP-tala skráð) 3.8.2013 kl. 00:44
Ef það er smáborgaraháttur að kunna mannasiði þá er ég smáborgari. Dónaskapur á hins vegar ekki heima í skynsamlegri umræðu og þeir sem honum beita eru ekki marktækir.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 3.8.2013 kl. 08:42
Hvernig komstu í gegn um ruslpóstvörnina Jóhann? Eða fórstu öfugur framúr?
Hverjum er ekki skítsama um svona ##### sem átta sig ekki á því að jafnvel sama þótt þú étir ekki hval, eða kálf, eða fugl á forsendum smáborgaralegra varna, þá er nær allt sem menn láta ofan í sig landbúnaðarvara sem ræktuð er til nota. Líka lepparnir sem menn ganga í.
Álftin greyið kýs sér lystuga kornakra og sáðgresi frekar en mýrgresi og villigróður, - það er ekki eins og hún sé í svelti. Og skaðinn af henni getur verið verulegur, - í sumum tilfellum upp í 100%!
Það þarf ekkert fjöldamorð á henni til þess að hrekkja hana frá, - um það snýst málið.
En viltu ekki bara borga fyrir hana annars? Þá væru allir sáttir :D
Jón Logi (IP-tala skráð) 3.8.2013 kl. 16:07
"Og skaðinn af henni getur verið verulegur, - í sumum tilfellum upp í 100%!"
..svo þú vilt skilgreina svani sem meindýr, ekki satt?
Sem valda hundrað prósent skaða. Svona álíka og rottur, ekki satt?
Og bendir á að mögulega smakkist svanir ágætlega (hér hefur verið stungið uppá að einnig sé meindýrið gott reykt)?
Nú jæja, þá er bara að óska Þorvaldi að hann sýni af sér mannasiði, þegar hann fær að grilla álftir.
Jóhann (IP-tala skráð) 3.8.2013 kl. 20:42
Nú er það svo að hvergi hefi ég látið í ljós þá ætlun að grilla álftir og hefi það ekki í huga. Mér þykir það hinsvegar á skjön við eðlilega mannasiði að gera því skóna að það að mótmæla dónaskap jafngildi því að viðkomandi gerist sekur um lögbrot, sem á þó ekkert skylt við það að mótmæla dónaskap, eða taki undir áætlanir um að fremja lögbrot.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 3.8.2013 kl. 21:33
"Mér þykir það hinsvegar á skjön við eðlilega mannasiði að gera því skóna að það að mótmæla dónaskap jafngildi því að viðkomandi gerist sekur um lögbrot, sem á þó ekkert skylt við það að mótmæla dónaskap, eða taki undir áætlanir um að fremja lögbrot."
Varla ertu að svara mér. Hvað ertu að þvaðra um "lögbrot"?
Það sem ég er að reyna að benda á hér, er að það eitt að segjast hafa hag af því að skjóta áður friðaðar dýrategundir, hvort heldur er vegna meintra bragðgæða, eða vegna þess að álftir valdi "hundrað prósent skaða", er fullkomlega fáránleg hugmynd.
Mannasiðir ættu að taka mið af því.
Jóhann (IP-tala skráð) 3.8.2013 kl. 21:57
Það er lögbrot að grilla álftir. Hvergi hefi ég tekið undir málflutning álftaskjótenda. Hvergi. Og mun ekki gera. Það eina sem ég hef lagt hér orð í belg er um mannasiði þína, eða raunar skort á þeim. Og svo nenni ég ekki að fjölyrða um þetta frekar.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 3.8.2013 kl. 22:19
Þorvaldur Sínöldrandi.
Þorsteinn Briem, 3.8.2013 kl. 23:01
Magnað hvernig hægt er að eyðileggja umræðu um bloggfærslu með skotgrafahernaði og hrakyrðum um náungann.
Ref hefur fjölgað á sama tíma og m.a. rjúpu fækkar. Já...auðvitað! Þá bönnum við mönnum endilega að skjóta rjúpuna til að ganga ekki á stofninn, (af því mannanna gjörðir hafa jú meiri áhrif en náttúran sjálf og menn eru ekki hluti náttúrunnar!). Ef stofnstærð refs telur 8.000 dýr og hvert dýr étur eina rjúpu á viku að jafnaði, er stofninn að éta 416.000 rjúpur á ári. Leyfð veiði á síðasta rjúpnatímabili var 34.000 rjúpur að mig minnir. Er þetta einhver vafi? Þó refur æti helmingi minna en ég nefni að ofan væri það samt engin vafi. Nei, fækkum refnum hvar sem hann finnst og fjölgum rjúpum, sem og öðrum fuglum, náttúrunni til góða.
Ekki gleyma því líka að fálkar éta rjúpu og fálkinn er friðaður.
Þá held ég að langstærstur hluti veiðimanna skjóti fugla fyrir sig og sína nánustu til matar, en ekki sem lifibrauð eða til ágóða. Og magn bráðar er í samræmi við slíkar þarfir. Vafalaust eru þeir þó til sem reyna að maka krókinn og skjóta mikið magn til sölu enda þurfa veitingahús að komast yfir kjöt með einhverjum hætti. Ef málið snerist einungis um skotgleði og fugladrápsfýsn landans gætu slíkir aðilar vafalaust fengið að skjóta vargfugl sér til ánægju, hvar sem til hans sést.
Það er ekki alltaf vafamál hvort sókn í stofna sé í lagi eða ekki. Stundum blasir niðurstaðan við.
PS: Hef líka heyrt að ungskarfur sé mjög góður.
Erlingur Alfreð Jónsson, 4.8.2013 kl. 10:53
Bara til að forðast allan misskilning þá er dæmið um át fálkans á rjúpunni sett fram til að sýna að fálkinn þarfnast rjúpunnar m.a. og fækkun refs gæti hugsanlega þar með hjálpað fálkanum með æti.
Erlingur Alfreð Jónsson, 4.8.2013 kl. 12:00
Don't feed the trolls
Guðmundur Helgason (IP-tala skráð) 4.8.2013 kl. 19:36
100% skaði hjá viðkomandi er þegar kornakur eða öll kornrækt í heild sinni er etin upp til agna. Þess þekki ég dæmi.
Þarna er álftin og gæs (að vori, þegar hún er friðuð) skaðvaldur. Ekki meindýr, heldur bara eins og rolla á vitlausum stað.
Það er næstum hægt að sparka í gæs um miðjan ágúst, svo spök er hún, og þegar rekið er úr ökrum tekur fuglinn bara hring og lendir aftur.
Eins er að vori.
En eftir 20 ágúst, þegar skotveiði byrjar, er hún stygg og vör um sig.
Álftin er mun frekari, enda ekki skotin.
Legg ég því til að stofnað verði álftavinafélagið, með fjárhagslega ábyrgð á því tjóni sem hún veldur.
Jón Logi (IP-tala skráð) 4.8.2013 kl. 20:32
Þetta er nú meiri barningurinn um refi, rjúpur og fálka.
Og látið að því liggja að með því að drepa refi út um allt þá fjölgi fálkum!
Jón Logi, sem er mögulega bóndi, styrktur í bak og fyrir af skattgreiðendum, vill nú að meindýrin á "repjuakri" hans verði réttdræp.
Er hann líka á styrkjum fyrir að rembast við að rækta tegund sem vex langtum betur á öðrum breiddargráðum?
Jóhann (IP-tala skráð) 5.8.2013 kl. 23:17
Það er beint samband milli afkomu og fjölda fálka og sveiflna í rjúpnastofni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2013 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.